Alþýðublaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Bencdikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900 • 14903 — Auglýsingasimi: 14906. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Aiþjðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. RANNSÓKNARÁÐ HIÐ NÝJA Rannsóknaráð ríkisins kom saman til fyrsta fimdar síns í gær. Eiga sæti í því 21 mað- >ur, fulltrúar atvinnuveganna, Háskóla íslands, rann sóknarstofnana og Alþingis. Situr menntamálaráð- herra í forsæti ráðsins, en því er ætlað að marka meg instefnu í rannsóknarmálum atvinnuveganna í fram tíðinni. Vísindi setja svip sinn á allt nútímalíf. Rannsókn ir eru leiðin til að hagnýta þá þekkingu, sem fyrir er, eða auka við hana. Hvarvetna má sjá dæmi þess, að hagnýtar raínnsóknir leiða til nýrra uppfinninga, nýrra atvinnuhátta, nýrrar framleiðslu. Hinar hag- nýtu rannsóknir byggja oftast á undirstöðurannsókn um vísindamanna, sem oft virðast ekki hafa sýnilegt haggildi, en eru engu að síður nauðsynlegar. íslendingar hafa verið lengi að skilja gildi vís- inda og rannsókna fyrir atvinnuvegi og lífsbaráttu þjóðarinnar. Þó hefur farið svo á síðari árum, að vís •indamaður hefur orðið hetja síldarsjómanna, bænd ur skilja betur en áður þýðingu áburðarrannsókna og jafnvel byggingaverkamenn leggja við eyra, er talað er um rannsóknir á steypuefni. Slík dæmi mætti nefna fleiri, en þau sanna, að vísindarann- sóknir hafa hér á landi borið sigur af hleypidómum og fáfræði. Síðastliðið vor afgreiddi Alþingi loks lög um rannsóknir atvinnuveganna. Hafði mál þetta verið mörg ár í undirbúningi. Frumvarp var fyrst samið af nefnd og síðan lagt fyrir þingið, þar sem það þvæld ist þrjú þing, áður en það hlaut afgreiðslu. Kom fram mikil tilhneiging til að deila um formsatriði og hefði það án efa getað tafið enn fyrir málinu nokkur ár, ef Alþingi hefði ekki skorið á hnútinn og afgreitt frumvarpið síðastliðið vor. Hið nýja rannsóknaráð er fjölmenn, ólaunuð stofnun, sem vonandi ber gæfu til að marka skynsam lega stefnu í rannsóknarmálum þjóðarinnar á kom- andi árum. Undir stjórn þess verða rannsóknarstofn F^nir fyrir fisk og fiskiðnað, landbúnað, iðnað og bygg gariðnað. Það er nýjung við rannsóknaráð, að þar eiga jisæti sjö alþingismenn og menntamálaráðherra að lauki, en hann er forseti ráðsins. Erlendis tíðkast nú Imjög, að settar séu upp samstarfsnefndir þingmanna og vísindamanna, og ætti hið nýkjörna ráð að gegna því hlutverki með ágætum, svo að varla mun þingið Iískorta þekkingu á rannsóknarmálum hér í landi. Vísindi nútímans geta mikið gert fyrir þjóð, sem berst jafn harðri lífsbaráttu og íslendingar. Skiptir jmiklu máli, að rannsóknir njóti skilnings og raun- íhæfs mats ráðamanna þjóðfélagsins, svo að atvinnu ivegimir fái notið þeirrar þekkingar, sem fyrir hendi Jer hverju sinni, og þjóðin fái notið þeirra vísinda- manna, sem hún elur upp. 4 13. ágúst 19{>5 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 02133 OFT HEFUR AUSTURVOLLUR verið fagur í ágústmánuði síðan Hafliði Jónsson tók við forstjórn hans, en aldrei eins og nú. Hánn er á einhvern hátt opnari, víð- feðmari, býður mann velkominn betur og innilegar en áður. Ég veit ekki hvað veldur þessu, en svona áhrif hefur hann á mig og hef ég nú fylgzt með honum í fjörutíu ár og næstum á hverju sumri minnst á hann eftir að hann hefur klæðzt sínu sumar skrúði. FORVITINN SKRIFAR: „Þeg- ar gengið er suður Ingólfsstræti áleiðis til Spítalastígs blasir við stórt hús. Á þriðju hæð þess get- ur að líta einkennileg tákn í glugg ura og í einura glugga er auglýst- ur stóru letri svo kallaður „dul- spekiskóli”, Á horni Ingólfsstræt- is og Spítalastígs er hús Guðspeki félags íslands. Mér er kunnugt um, að sumir virðast halda, að „dulspekiskóli" þessi sé í ein- hverjum tengslum við Guðspeki- félagið, sennilega vegna þess, í hve miklu nábýli hann er við hús félagsins. Nú langar mig, Hannes minn, til þess að beina þeirri fyr- irspurn til stjórnar Guðspekifé- lagsins, hvort nokkurt samband sé milli dulspekiskóla þessa og Guðspekifélagsins”. ÉG SNERI MÉR til Sigvalda Hjálmarssonar deildarforseta Guð spekifélagsins, og sagði hann, að þessi dulspekiskóli væri algerlega óviðkomandi Guðspekifélaginu og það hafi engin afskipti af honum. VEGFARANDI SKRIFAR: Lít- ið fer fyrir liagræðingu á vegum liér í kringum Reykjavík og næsta nágrenni. Rykbinding af skornum skammti og tæplega akandi á Þingvöll eða austur yfir Hellis- heiði í þurru veðri, nema eiga í vændum að aka í gegnum mökk af ryki. f HAFNARFIRDI er ástandið þannig, að þar ætlar rykið að kæfa vegfarendur og íbúana við malargöturnar. Engin rykbinding nú, sem þó hefur verið gerð und- anfarin ár á helztu götum. Lítið kauptún á Suðurnesjum rykbatt aðalveg þorpsins snemma i vor og var þar á undan stærri bæj- um. ENGIN VARANLEG malbikun fór fram í Hafnarfirði sl. ár og vandséð hvort nokkuð slíkt verð- ur gert í ár, nema þá þegar haustveðrátta er lögst að. Heyrzt hefur að ekki verði farið að aka nýja vegarspottann frá Kúagerði að Stapa fyrr en vegurinn alla leið til Keflavikuf er fullgerður. ÞETTA FINNST MÖRGUM mis ráðið, telja að þegar vegurinn þolir akstur að Stapa eða að af- leggjara, sem bú'ð er að gera frá Vogum og upp á nýja veginn, eigi að opna umferð á þessum nýja hlutá í framlialdi af hinum áður- gerða steypta vegi að Engidal við Hafnarfjörð. Myndi þetta verða ic Austurvöllur kominn í sumarskrúð. + Um dulspekiskóla og Guðspekifélagið. Jr Rykkaf á þjóðvegum og í kaupstöðum. Jr Hvers vegna er nýi vegurinn til Suðurnesja ekki opn- aður? -h til míkils hagræðis fyrir þá mörgu vegfarendur, sem um þennan veg fara daglega. Nú er gamli vegur- inn frá Kúagerði að Stapa mjög lélegur og orðinn ber og illfær, ög eðlilega sparað viðhald í lengstu lög. Að leyfa umferð á þessum kafla myndi stytta biðina og myndi mörgum kærkomið. Ætti Vegagerðin að koma hér á móti óskum notendanna. ANNARS ER MÉR TJÁÐ, a« steypuvinnan þar suður frá gangl ágætlega, og verktökum til mikilg sóma. Vandvirkni öll með afbrigð- um góð og enda þótt margir ung- ir skólapiltar séu þar að verkl, ætti Vegagerð ríkisins í framtíð- inni að láta þá frekast vinna við varanlega vegagerð, þvf það er al- veg sjáanlegt að það eru menn, sem kunna sitt fag”. n HERKULES" Bílkranar Viljum vekja athygli á, að firma vort hefur tekið að sér umboð fyrtr „Herkules”-bílkrana. ,.HERKULES“-bíIkranar eru byggðir í Noregi eftir ströngustu kröfum um styrkleika og endingu. Höfum krana til ráðstöfunar strax. Verðið er mjög hagstætt. — Leitið upplýsinga í skrifstofu vorri. ' ■ Friðrik Jörgensen hf. Ægisgötu 7 — Reykjavík. Pósthólf 1222 — Sími 22000. NÝKOMNIR Þægilegir, hollenzkir kvenskór í verðflokki ca. Laugavegi 85. kr. 600—700 frá fyrirtækjunum: Swift og Neovacitta. — Einnig lítils háttar af hinum sérlega vönduðu þýzku Hassía skóm. Útsala Utsala Seinasti dagur útsölunnar er í dag. Meiri- verðlækkun Hjá BÁRU Austurstræti 14.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.