Alþýðublaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 9
Stutt rabb við for- mann Málara- meistarafélagsins Svo hittum við að máli annan Ólaf, sem við báðum að fræða Okkur um málningu. Sá Ölafur er Jónsson, og er for- maðuu Málarameistarafélags Beykjavíkur, og veitti hann fús- lega svör við þeim spurning- tim, sem fyrir hann voru lagðar. — Þú mælir auðvitað með því, að fólk láti mála hjá sér? — Jú, ég geri það hiklaust. Það er ekki svo lítið fjárhagsatriði að vemda eignirnar með málningu og halda við öllu bæði utan og innan húss. — Iiefun ekki þetta sumar ver- ið sérlega heppilegt fyrir máln- ingu utanhúss, vegna þess hve þurrt hefur vérið? — Þetta hefur verið mjög gott sumar og hjá okkur hefur verið geysimikil útivinna, eins og alltaf er, þegar vel viðrar. — Eru íslendingar ekki latir við að láta mála og ganga frá hús- um sínum að utan? — Nei, ég held, að það sé að breytast. Fólk, sem er að byggja í dag hugsar meira um útlit húss- ins heldur en áður var. Það vill helzt láta mála áður en það flyt- ur inn, og jafnvel ganga frá garð- inum líka. — Eru það þá frekar eldri hús, sem bíða of Iengi eftir málningu? þéttiefni. Hin frægu NEADON þéttiefni og lökk eru nú fyrirliggjandi. Einnig allar aðrar málningar- vörur til úti og innimálning- ar. <i MÁLNENGAR- VÖRUR S.F. Bergstaffastræti 19 Sími 15166. ÓLAFtJR JÓNSSON — Já, það er þó nokkuð um það, að fólk dragi að láta mála hjá sér þök allt of lengi. Þetta á sérstak- lega við um sambýlishús, þar sem ekki næst samkomulag um það, hver á að sjá um að láta gera þetta. — Getið þið sinnt öllura. þeim verkefnum, sem berast yfir sum- arið? — Það þyrfti að brýna fyrir fólki, að panta útivinnuna með góðum fyrirvara. Við höfum eig- inlega ekki nema þrjá mánuði yfir sumarið, sem við getum unn- ið úti, og er því erfitt að skipu- leggja þennan tíma, ef pantanir berast of seint. — Gefið þið góð ráð um litaval? — Ef fólk vill, gerum við það. Annars hefur færzt mjög i vöxt á 'síðari árum, að arkitektarnir ráði litum, að minnsta kosti utan húss. Innan húss gefa þeir gjarnan upp 'íiti, og getur fólk þá líka komið með sínar tillögurr Sumt fólk er ákveðið og veit hvaða liti það vill hafa. — Hvaða litir eru mest notaðir innan húss? — Ég held að ég megi segja, að það séu eingöngu ljósir litir, sem eru ráðandi núna. Sterkir litir voru tízkufyrirbrigði fyrir nokkr- um árum, en eru alveg horfnir. íbúðirnar verða allar miklu bjart- ari og skemmtilegri með notkun ljósra lita. — Notið þið nokkrar sérstakar tegundir málningar? — Við höldum ekki neinu efni frekar fram en öðru, og þar Sem nokkur verðmunur er á tegund- unum, látum við fólk ráða, hvaða málningu við notum. — Leggið þið þá til málninguna, eða þeir, sem málað er fyrir? — Þegar við útvegum efnið, er áætlað ákveðið magn, samkvæmt verðskrá, og fer það þá allt á þá hluti, sem málaðir eru. Ef fólk kaupir málninguna og lætur okk- ur svo hafa hana til að vinna með, verður það sjálft að hirða þá af- ganga, sem kunna að verða. — Hvað viltu ráðleggja fólki, sem ætlar að mála eða láta mála hjá sér? — Ég vil ráðleggja því fólki, að snúa sér til skrifstofu Málara- meistarafélagsins, en þar getur það fengið allar upplýsingar un» kostnað við málninguna. ÖIl þjón« usta þar er veitt ókeypis og hafa margir mátt sjá eftip að hafa ekki leitað til skrifstofunnar, þvl að oft hefur komið fyrir að fólk hefur lent á mönnum, sem erH dýrari en fagmennirnir. Þarna á skrifstofunni er fólkl líka leiðbeint um það, hvernig það á að snúa sér í þessum máÞ um, ef það vill láta máia hjá sér. — Finnst ekki sumum dýrt að iá fagmenn til að mála? — Jú, maður hefur nú heyrl það, en ég vil taka undir orð Pét- urs í Málaranum, þegar hann sagði: „Það er dýrt að mála, en dýrara að mála ekki”. ínni- og útimálning í úrvali VIÐ LÖGUM LITINA FYRIR YÐUR MALNIN6ARVERZLUN PETURS HJALTESTED Snorrabraut 22. sími 15758 Suðurlandsbraut 12, sími 41550. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. ágúst 1965 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.