Alþýðublaðið - 09.09.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 09.09.1965, Blaðsíða 9
en hann er aðskotadýr, sem ekki er vitað hvernig er til kominn. Stórt bjarg stendur fremst á kambinum og landmegin eru í því djúpir bollar myndaðir þegar brimsúgurinn stendur fyrir múl ann. Ásgeir sýnir okkur hvernig Ásgeir Erlendsson Látrabóndi og refaskytta meS Brynjólfstak. brimið holar steininn. Það er ekki vatnið sjálft sem vinnur verkið, eins og margur gæti ætlað. Heldur myndast örfínn sandur í holunum og þegar brimið sogar í bollun um sverfur sandurinn úr steinin um. Þessi sandur er svo örfínn, að því er líkast að maður sé með hveiti milli fingranna, þegar mað handfjatlar. Látrabæirnir eru þrír talsins. Á þeim stærsta býr hreppsstjóri Rauðasandshrepps, Þórður Jóns son ^átrum, landkunnur afreksmað ur síðan brezki togarinn Doon strandaði undir Látrabjargi í af takaveðri og Þórður stjórnaði björguninni við einhverjar erfið ustu aðstæður í heimi. Allir kann ast við kvikmyndina, Björgunaraf rekið við Látrabjarg, sem Óskar Gíslason tók og sýnd hefur verið víða um heim og allstaðar vakið óskipta athygli. Ásgeir býr á minnsta bænum og á svartan hund. Það er vitur hundur segir hann og uppástend ur að óhætt sé að senda hann með nesti til sín á slségjur en hms vegar hefur aldrei verið hægt að ná af honum frambærilegri mynd. Undirritaður gerði heiðar lega tilraun, sem mistókst hrapa lega. Það á líklega fyrir þessum hundi að liggja að drepast ómynd aður. Það sem vekur athygli manns fyrst í forstofuganginum á Látra bænum eru fjórar haglabyssur. Fjórar haglabyssur eru kannski ekki svo merkilegar út af fyrir sig, það eru til milljóni* hagla byssa í heiminum, en ein þessara fjögurra er um það bil helmingi lengri en hinar, helmingi hlaup víðari og líkari fallbyssu að öllum skapnað. —- Þér verður starsýnt á byss una, segir Ásgeir og það er stolt í röddinni. — Þetta er mikil byssa Hún er númer fjögur og er ættar gripur. — (Haglabyssur eru því stærri sem þær eru með lægra númer og haglabyssa númer 12 þykir mikið voþn og eigulegt). —Það þótti mér verst, heldur Ásgeir áfram. — að þegar loftárás Hann hefur ekki trú á því fyrir tæki. Á Vestfjörðum eru uppgangs pláss síðan landhelgin var færð út og mestar aflaklær og sjógarp ar á íslandi eru undantekningar lítið ættaðir af Vestfjörðum. Þar má nefna til dæmis Magnús Guð Leifar af steinbítsgarði. SannköUuð' tröllahleðsla. Agvfsii Pétursson sveitarstjóri á Patreksfirði styður við Júdas. mundsson á Jörundi II., Finnboga Magnússon á Helgu Guðmundsdótt ir, Sigurjón á Ingólfi Arnarsyni og vandfundin mun sú skipshöfn á báti, sem hefur meira en 10 manna áhöfn að helmingur eða meira sé ekki af Vestfjörðum. Á Kambinum fyrir ofan Látra lendinguna eru auðvitað aflrauna . steinar fullsterkur, hálfsterkur, og amlóði og þeir standa allir á stalli. Svo er þar fjórði steinninn Ásgeir Erlendsson: „Reykjavík tók af mér hásetana“. — Hún er uppundir 20 kíló, seg ir Ásgeir og finnst lítið til tilburða minna koma. — Ekki skýturðu af henni frl hendis, segi ég. — Þú hlýtur að' láta hana liggja á. — Nei, nei, það má ekki. Þá rotar hún mann. Það verður að skjóta af henni fríhendis og fyr ir kemur að hún fellir mann i poll, eða á annan óæskilegan stað. — Já þeir eru að hugsa um að leggja Vestfirðina niður, segir Ási geir aftur. Heyrðu það verður nú enginn hægðarleikur. Þau er« nefnilega há Vestfjarðafjöllin, og hann brosir í kampinn. — Blessaður vertu ekki áð mynda þetta gamla drasl, segir hann þegar ég ota myndavélinni að gömlu húsunum við Látrabæ iha. — Þetta er ekki þess virða að mynda það. Samt mynda ég gömlu húsin í trausti þess að Ás geir refaskytta og bóndi á Látr um, maðurinn sem gæti sem hæg ast skotið niður hvaða flugvél sem vera skal með haglabyssu nún» er fjögur, fari ekki að erfa það við mig. Annars er vissast að hætta sér ekki í skotmál við Láíra bóndann i náinni framtíð. Einn steininn enn þurfti Ás- geir að sýna okkur. Það er bjarg mikið sem stendur utan og ofan við túnið á Látrum, eggslétt á einni hÞðinni, ef frá eru taldar smáhölur, sem hægt myndi að ná tá Off gómfestu í Steinninn er rúm seílingarhæð fvrir stórann mann og þeear unglingar gátu klifið lét.fu hliðina. voru þeir vigð ir til að fara í biargíð. Sú saga fylgir líka grjótinu Júd asi, að þegar hálfdrættingar gátu: hafið hann á hné sér, eða í fang voru þeir orðnir fullfærir sjó- menn og fengu heilan hlut. Látrar í Rauðasandshreppi, munu vera vest-asti útvörður heimsálfu þeirrar sem hefur ver ið kölluð Evrópa. Víkin er breið1 en grunn og hún liggur fyrir opnu hafi. Þar mun ekki hafa verið stundað útræði á vetrum, heldur einungis á vorin og fram eftir sumri. Nú eru 11 menn heimilig Frh. á 10. síðu. in var gerð á Vörð frá Patreks firði og við gátum ekki hreyft loftvarnabyssuna, að þá skyldi ég ekki vera með hana þessa. Ég er nefnilega sannfærður um að það er leikur einn að skjóta niður flug vél með henni á stuttu færi. Ásgeir sækir skot og sýnir okk ur. Þetta skot er búið til úr fjór um venjulegum haglaskotum og ekkert smásmíði. Hann hleður þau sjálfur og bræðir vax fyrir end ann. — Prófaðu að halda henni í sikti. Undirritaður lyfti byssunni nokkurn veginn í axlarhæð ,en lét hana síga jafnhraðan aftur. ALÞYÐUBLAÐIÐ - 9. sept. 1965 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.