Alþýðublaðið - 17.09.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.09.1965, Blaðsíða 4
4 E|MStO> Bitstjórai: Gylíi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull- trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14900. AOsetur: AlþýðuhúsiS við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. Otgefandi: Alþýðufloklcurinn. MARGT SKRITIÐ MARGT er skrítið í íslenzíkri pólitík. Nú hefur Þjóðviljinn skyndilega fengið áhuga á landbúnaðar- málum og skrifar dyggilega um þau dag eftir dag. Ekki eru þessi skrif þó um búskapinn sjálfan eða þá landbúnaðarstefnu, sem fylgt er. Nei, Þjóðviljinn eyðir rúmi sínu til að ráðast á Alþýðuflokkinn og telja lesendum sínum trú um, að hann beri ábyrgð á hækkandi búvöruverði og öðrum erfiðleikum á því sviði! Nú vita allir, sem með þessum málum fylgjast, að ríkjandi stefna í landbúnaðarmálum hefur mót- azt af yfirboðum Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins og keppni þeirra um 10-15.000 at- kvæði svemheimifanna. Alþýðuflokkurinn hefur haldið uppi nokkurri gagnrýni, ekki sízt varðandi hinar ivaxandi útflutningsuppbætur á landbúnað- arvöru, og byggist sjónannið flokksins á hagsmun- um !neytenda. Hins vegar er athyglisvert, að Þjóð- viljinn hefur til skamms tíma ekki tekið undir á- bendingar Alþýðuflokksmanna í þessum efnum, en reynir nú að nota þær til árása á þá. Úr því að Þjóðviljinn loks hefur fengizt til að taka þátt í umræðum um þessi mál, vill Alþýðu- blaðið hérmeð leggja fyrir hann tvær spurningar: 1) Hvernig hefðu kommúnistar ákveðið verð- lag landbúnaðarafurða, ef þeir hefðu verið í ríkis- stjórn, þegar Alþýðusambandið dró fulltrúa sinn úr sexmannanefnd? Hefðu kommúnistar beitt öðr- um ráðum en stjómin nú greip til? Ef svo, hver eru þau ráð? 2) Hafa kommúnistar nokkra aðra stefnu í land- l búnaðarmálum en að þvinga bændur í samyrkju- bú eða ríkisbú? Hefur reynsla af þessari stefnu ver- ið góð í Austur-Evrópu? GLEYMSKA MORGUNBLAÐIÐ skrifar um almannasamtök og pólitíska flokka. Gagnrýnir blaðið hin nánu tengsl samvinnuhreyfþigarinnar qg Framsóknar- flokksins, svo og tengsl verkálýðshreyfingarinnar við sósíalistaflokkana tvo. Býsnast blaðið mjög yfir því, að slík tengsl skuli hafa verið til og telur þau í hæsta máta óeðlileg. Morgunblaðið gleymir samtökum kaupmanna, samtökum útgerðarmanna, samtökum iðnrekenda. Það gleymir samtökum auðmanna íslands, sem mæta í árlegu kokkteilboði Sjálfstæðisflokksins, þar sem þcim er þakkað fyrir stórfé, sem þeir leggja flokknum til. Það gleymir þeim, sem hafa mokað auglýsingum í Morgunblaðið og gert það að stór- veldi, er skapar Sjálfstæðisflokknum pólitíska sérstöðu, sem andstæðingar hans hafa ekki. Allt er þetta óeðlilegt, rétt eins og misnotkun Framsóknarflokksins á samvinnuhreyfingunni. 4 17. sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ m ÞAÐ ER ÖLLUM kunnugl;, að margvíslegt brask hefur um lang an tíma átt sér stað' í húsbygging ingum og íbúðasölum hér í borg inni. Það eru ekki aðeins, að bygg ingameistarai" hafi tekið þátt í þessu braski, þó að allir séu þeir ekki undir sömu sök seldir, held ur hefur braskið ekki síður átt sér stað þegar seldar hafa verið eldri íbúðir. UM ÞETTA ATRIÐI út af fyrir sig, ræði ég ekki frekar í dag, en furðulega hljótt er um þessi mál og þó liggur það í augum uppi, að það kemur harðast niður á þeim sem sízt skyldi. Menn hafa þrælað myrkrana á milli árum saman og reynt að spara hvern eyri með það fyrir augum að eign ast íbúð, en svo eru þeir féflett ir og standa eftir vonsviknir og undrandi á þessu og þar í hlut á fátæk kona, sem hefur verið hlunn farin. ÞÁ SÖGU SEGI ÉG ekki, en af tilefni hennar vil ég segja þetta Kaupið aldrei íbúð, hvernig svo sem ykkur lýst á kaupin við fyrsta og annað samtal. Látið sérfróða ó- viðkomandi menn skoða íbúðina og skrifið aldrei undir samning um kaup meðan nokkuð er í óvissu Látið lögfræðing sjá um samnings gerð að öliu leyti, en aldrei fast eignasalann, sem selur íbúðina. ÞETTA ER EKKI sagt vegna þess, að ég sé að saka fasteigna sala um neiriskonar óreiðu. Þó eru dæmi um það, að sölufreist ingin leiði menn afvega og það er víst mannlegt. — Ég segi þetta BRIDGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar gæðin. BRIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTA Verzlun og viðgerðir. Gúmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sírni 17-9-84. ★ Braskið í íbúðasölum. ★ Aðvörun til fólksins. ★ Nauðsynlegt að fara varlega. ★ Gjald á Reykjanesvegi. vegna þess, að mér finnst það blóð ugt þegar fólk, sem lagt hefur að sér til þess að safna fyrir útborg un, sér hana næstum því gufa upp í höndunum á sér. Það er nauðsynlegt að fara varlega. ÁKVEÐIÐ MUN VERA að taka gjald af vegfarendum um Keflavík urveginn og verður galdheimtan nálægt Straumi. Nú þegar hefur verið auglýst eftir nokkrum mönn um í vaktavinnu til þess að inn heimta gjaldið. Þetta verður nokk uð kostnaðarsamt. Þarna verður að byggja sæmilegt hús og ýmsar tilfæringar svo að hægt sé að loka veginum og opna hann með einu handtaki. Varla er hægt að hafa þarna lengri vaktir en sex tíma og þarf því fjóra menn. ÉG SÉ EKKI betur en að gjald ið þurfi að vera nokkuð hátt svo að það geri ekki aðeins að greiða stofnkostnað svo og laun starfs mannanna, sem varla geta orðið fyrir neðan kr. fimm liundruð þúsund samtals heldur og kostnað við veginn sjálfan. Ekki veit ég hversu margar bifreiðir fara um veginn á hverjum sólarhring, en það hljóta vegayfirvöldin að vita. GJALDIÐ VERÐUR því a3 vera hátt ef það á að koma að gagni, en ekki get ég ímyndað mér að hægt sé að taka meira en tutt ugu og fimm krónur fyrir hvern. bil. I Koparpípur og Fittings, Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Rennilokar, BIöndunartækL Bursfafell byggingavöruverzlua, Réttarholtsvegi S. Sími 3 88 40. HVERFISGATA 4-6 GARÐAR GÍSLASON H F 1 15 0Ö BYGGINGAVÖRUR Girðinganet Galv. girðingastaurar Girðingalykkjur Akranesvöllur Annar úrslitaleikur íslandsmótsins fer fram á morg. un á Akranesvelii kl. 4 milli Akurnesinga og Keflvíkinga Ferðir með Akraborginni kl. 1,30 og til baka að' Ieik loknum kl. 6,30. — Verða Akurnesingar íslandsmeistarar í ár? MÓTANEFND.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.