Alþýðublaðið - 17.09.1965, Síða 7

Alþýðublaðið - 17.09.1965, Síða 7
* *. Texti og myndir: Grétar Oddsson SANDGERÐI liggur vestan á Reykjanesskaganum og er um stuttan lágheiðarveg að fara frá Keflavík, ekki er það meira en svo sem tíu mínútna akstur. — Heiðin er auðnarleg, eins og Reykjanesskaginn allur, en efst á henni er ratsjárstöð, með hvitum kúplum, minnir í fljótu bragði á ináríska virkisborg. Það fyrsta sem maður sér í Sand'gerði er urmull af nýjum og fallegum íbúðarhúsum og þorpið hefur yfir sér þokkalegan svip, þrátt fyrir auðnarlegt og ívið kuldalegt umhverfið. Sandgerði er ekki gamalt pláss, frekar en svo mörg önnur kaup- tún á íslandi. Fyrstu drög að þorps myndun á staðnum munu hafa ver- ið gerð, þegar Matthías Þórðar- son, faðir Ástþórs Matthiassonar útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, stofnaði þar til útgerðar með vél- báti rétt eftir aldamótin. Þá var ekki önnur byggð á staðnum, en jörðin Sandgerði og frá henni mun hafa verið sóttur sjór frá því hún byggðist. Hvenær það var, veit enginn og ekki er vitað til að hún sé landnámsjörð. Mesta útræði í nágrenni Sand- gerðisjarðarinnar var um alda- raðir frá Stafnési. Þaðan var í- við styttra á miðin, en sá litli munur var mikill á tímum ár- anna og seglanna. Þegar vélbát- arnir komu til sögunnar var eng- in leið að koma þeim við á Staf- nesi, vegna þess, hve höfn er þar ótrygg, en hins vegar er dágóð smábátahöfn frá náttúrunnar hendi í Sandgerði. Varð því úr að útgerðin fluttist þangað, en Stafnes lagðist af sem verstöð, þó að þar hafi efalaust vérið ein allra stærsta útgerðarstöð á landinu um aldabil. Skammt sunnan við Stafnes stóð verzlunarstaðurinn Básendar, þar til nóttina milli 8. og 9. janúar 1799, að staðurinn eyddist í ægi- legu flóði, sem einnig eyddi þá verzlunarstaðnum í Hraunhöfn á Snæfellsnesi, þar sem nú standa Búðir. Er þetta mesta flóð sem um getur á Suðurnesjum og jafn- framt það afdrifaríkasta. Það mun hafa verið á Básendum, þar sem Skúli Magnússon'síðar landfógeti var innanbúðar hjá danskinum og neitaði að pretta viðskiptavinina. Næst kettiur það sögu Sand- gerðis. að árið 1913 selur Matt- hías Þórðarson Lofti Loftssyni útgerðarmanni aðstöðu síná í ver- stöðinni og skömmu síðar settist Haraldur Böðvarsson þar að með sinn útgerðarrekstur og einnig fleiri. Haraidur var í Sandgerði um skamma hríð milli þess sem hann hætti útgerð frá Vogum á Vatnsleysuströnd og flutti til Akraness. Segir sagan að meðan Haraldur stóð við, hafi verið hörð keppni milli hans og Lofts um útgerðaraðstöðuna í landi. , Ekki fer hjá því að öll þessí umbrot í útgerðinni hafi kallað á hafnarframkvæmdir og var fyrst gerð trébryggja og bólverk, en byrjáð var á núverandi hafn- argarði einhvern tímann á árún- UMBOÐ BRUNABOTM FÉLAGS ÍSLANDS $ Sandgerði hefur Einar Axelsson. Axelsbúð, Sandgerði. Sandgerði Annast hvers konar NÝLAGNIR og VIÐGERÐIR. ÓSafur B. ErEingsson, pípti lagningameistari. Framhald á næstu síðu. Samkomuhúsið Símar: 7432 og 7481 — Sandgerði. Framkvæmdastj.: Guðm. R. Þorkelsson. Sími 7481, heima. i Kvikmyndahús — Samkomuhús Verzlunin Nonni og Bubbi Tjarnargötu 1—3. — Sími 7480 — 7406. SANDGERÐI. Sandgerðingar! Þér fáið vöruna hjá okkur. Sandgerði Verzlunin Nonni og Bubbi ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. sept. 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.