Alþýðublaðið - 17.09.1965, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 17.09.1965, Qupperneq 13
Æsipennandi og gamansöm frönsk litkvikmynd, eftir handriti Francoise Sagan. Leikstjóri: Claude Chebrol Aðalhiutverk: Charles Denner Michele Morgan Danielle Darrieux Hildegard Kneff Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Sími 50249. Hnefa9e>Ifca!canDÍiiii •AQA STUDIO PDÆSEMTEREB AARETS STORE DANSKE^ jÍ/Sfáe>iC % \mm ibnéd alle banonerne DIDCH PASSEP OVE SPROG0E UÍV BROBERG BUSTERtARSEN jnfctruPrHon: ^ ^ POUL BANGfea Skemmuieg dönsk gamanmynd Sýnd kl. 7 og 9. Áskrifiasíminsi er 14900 Lesið álþýðublaðið — Það er undarlegt að við skul um þekkjast svona vel eftir öll þessi ár, sagði hun. — Og þú giftir þig ekki þá um sumarið. Það urðu fjögur ár þangað til. Ég hef svo oft velt því fyrir mér hvað hafi skeð en ég kunni ekki- við að spyrja að því. Hún hrærði í spegilfagra kopar pottinum, sem hékk yfir arninum og leit rannsakandi á mig. — Ég held að þú sért ekki hingað kominn í neina venjulega heimsókn. Það er eitthvað að þér. — Já, andvarpaði ég. — Það er rétt hjá þér. Ég er kominn af því að ég verð að tala við þig. Hún leit á hendur mínar og varð mjög alvarleg. — Er það hringurinn? — Hvernig vissirðu það? — Vissi ég? Ég vissi það ekki. Mér bara fannst það einhvern veginn. Það er eitthvað athuga- vert við þennan hring, en ég veit ekki hvað það er. Þegar ég gaf þér hann grunaði mig ekkert, það var ekki fyrr en löngu seinna sem ég fór að rifja upp minning- arnar og vissi að eitthvað var að. Ætlarðu ekki að tala við mig um hringinn? Svo það yrði ekki jafn erfitt að trúa Rigmor fyrir öllu og ég hafði óttast í London. Dagurinn leið hratt. Það var farið að snjóa fyrir utan og eftir því sem rökkvaði meira lýsti eld- urinn á arninum betur. Það var svo auðvelt að tala um það allt núna. — Það var fyrir tveim árum sem mig fór að gruna eitthvað. Ég frétti þá að allt gengi Helen i óhag og fyrir þrem vikum heyrði ég fyrst nokkur orð, sem slógu mig mjög illa. — Ég þekki það, sagði Rigmor... — Þá var ég farinn að verða hrædd um þig. Ég skil vel að þig langi til að aðvara Helen. Núna svona mörgum árum síðar skil ég að ég var næstum einu sinni orð- inn fórnarlamb þessa djöfullega hrings. Hún dró gluggatjöldin fyrir gluggana og setti meira brenni á eldinn. JHann kastaði flöktandi skuggum á hryggt andlit hennar. — Þig langar víst til að vita hvernig ég fékk hringinn og ég skal segja þér það. Kate. ég verð að segja það frá byrjun. Ég held að við Olava höfum fæðst hvort fyrir annað. Við lék- um okkur saman þegar við vor- um lítil og ég vissi alltaf að það yrðum við tvö. Olava Var að læra að vera verkfræðingur og hann varð lika velþekktur og hafði mikið að- gera. Við keypt- um íbúðina hérna fyrir fyrsta stórverkið sem hann vann. Við vorum mjög hamingjusöm. Svo fæddist Erik. Okkur leið dásam- lega öllum þrem. Ég var aðeins 8 átján ára þegar við giftum okkur og ég var komin á þrítugsaldur, þegar velrík sænsk frú bað Olav um að byggja einbýlishús við Cote d’Azur. Um vorið 1951 fór- um við til Riveríunnar. Við hefð- um þá átt að vita hvað myndi ske! Rigmor þagði smástund, svo hélt hún áfram: — Okkur leið vel þar. Allir buðu okkur heim og þannig mwwtmwMwwwwiwwn** SÆNGUR I REST-BEZT-teoddar Endumýjum gHmím gængurnar, etmm dún- og flðurheld ! Seljum æðardðu*- Kæsadúnssængrur — ! og kodda af ýmauai Iatærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUW | Vatnsstíg S. Sfml 1874». ! 4MMMWMWWWWMWWWWM kynntumst við Milla Bethune. Þú veizt það er hún sem á að erfa Bethuneauðæfin. Þá var hún gift í fimmta eða sjötta skipti. Ég man ekki hvort það var prins eða greifi sem hún var gift en það hjónaband fór fljótt út um þúf- ur. Öll Rívíeran talaði um hneykslið og það endaði með því að enginn vildi þekkja hana — þrátt fyrir alla peningana. Við hittum hana hinsvegar oft, því eitt af húsum hennar var rétt hjá húsinu, sem Olav var að byggja og hún var vön að koma heim til okkar daglega og tala og tala. Ég var sannfærð um, að hana hefði allt sitt líf vantað einhvern til að tala við. Þannig urðum við henni traust í einmanaleika hennar og ég býst við að það hafi verið ástæðan fyrir því að hún gaf mér hringinn í skilnaðargjöf þegar liún fór. — Hérna, sagði hún — gleymdu mér ekki. Og svo tók hún hringinn af fingri sér og rétti mér hann. Mig langaði mest til að afþakka hann en ég gat ekki sært hana. Ég tók við hon- um. Og svo fórum við. Við ókum í okkar eigin bíl. Olav ók alltaf mjög varlega og gætilega en ein- mitt þetta kvöld rétt áður en við fórum fram hjá Clermont-Ferr- and ók hann með ofsahraða fyrir biindbeygju. Hann missti stjórn á vagninum og við ókum út af veginum. Ég fékk alvarlegt áfall en meiddist ekki. Olav dó hins- vegar strax. Við þögðum báðar lengi. Það heyrðist ekkert nema brakið 1 brenninu á arninum. Svo sagði ég dræmt: — Ætli .... — ..../ hafi verið hringsins sök? sagði Rigmor. — Ef til vill. Ef til vill ekki. En Olav var mjög varkár ökumaður og hvernig get ég annars útskýrt allt það sem skeði næstu mánuði. Ég hef les- ið fleiri, flelri gamlar bækur og aftur og aftur hef ég rekist á sögur um undarlegt vald hringa yfir því fólki, sem ber þá. Við getum kallað það hjátrú. Kann- ske voru vitringarnir gömlu vitr- ari en við. Jæja, en svo ég hverfi aftur að málinu. Eg var svo óendanlega ein- mana eftir að ég missti Olav og FATA VIÐGERÐIR Setjum skinn ð jakka auk annarra fata- viðgerða Sanngjamt verB. Skipholt 1. — Sfml 1(3848. SÆN G UR Endumýjum gömlu sængumar. Seljum dún- og fiðurbeld vor. NÝJA FIÐURHRElNStnnN Hverfisgötu 57A. Sfml 187SS dag nokkurn uppgötvaði ég, a8 ég var að verða að drykkjusjúkl- ing. Eg varð mjög eirðarlaus, setti Erik í gæzlu til móður minnar — og fór til Berlínar, þaðan til Parísar og Rómar og það var sama hvert ég kom alla staðar lifði ég því lífi, að ég hefði ekki trúað því áður fyrr að ég gæti sokkið svona djúpt. Sjö mánuðum síðar fann bróðir minn mig í Tanger og neyddi mig með sér heim. Fjölskylda ipín varð fyrir miklu áfalli, þeg- ar þau sáu mig, en ég hélzt ekki við heima. Eg fór meS Er- ik litla til Spánar. Það var hrein tilviljun að ég fór til Ibiza. Og þar gekk ég meðfram hafinu kvöld eftir kvöld og safnaði kjarki. Eg var ákveðin í að drekkja mér. Afganginn veizt þú Kate. — Eg þekki afganginn alltof vel, tautaði ég. — Geturðu nokkru sinni fyrir gefið mér? — Þú vissir ekkert um dular- magn hringsins, þegar þú gafst mér hann. — Nei, en ef til vill hefði ég átt að hugsa mig um f tíma og reyna að aðstoða þig eins og þú reynir núna að aðstoða Helen. En ég gerði það ekki. Þegar ég kom heim frá Ibiza fannst mér þungri byrði létt af mér og mig ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. sept. 1965 J3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.