Alþýðublaðið - 17.09.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 17.09.1965, Blaðsíða 15
Laxness... Pramhald af 3. síðu ur upp í leikritagerð en í skáld- sagnagerð. — Þetta eru allt tilraunir, sem ég er að gera. Ég er ekki ánægður með neitt af mínum leikritum fremur en öðrum yerkum, en mér finnst ég þurfa að skrifa leikrit. — Maður á bæði að lesa og sjá leikrit, og ef það er lesið á manni að finnast að allur þessi djöfulskapur sé kominn inn í húsið. — Leikrit mín symbólsk? Ég veit það ekki. Leikrit er fyrst og fremst það sem fólk sér og heyrir á sviðinu og ef það sér symbólik þá það. — Þegar ég sé leikrit kem ég eins og asni og horfi á þetta fólk sem komið er upp á senu og ef mér líkar þetta, þá er það gott. Mér finnst flest leikrit slæm, sérstaklega mín eigin. — Ég skrifa leikrit vegna þess að skáldsöguformið full- nægir mér ekki lengur. Skáld- sagan er ákaflega mikið plægð- ur akur. Mínar skáldsögur voru orðnar svo líkar leikriti að spor- ið var stutt yfir í leikritagerð. Ég hef oft verið spurður hvort ekki mætti leika Sölku Völku og nýlega hef ég bannað að gerð verði leikrit eftir Atómstöðinni, bæði í Vestur-Þýzkalandi og Moskvu. Salka Valka var upphaflega skrifuð sem kvikmyndahandrit í Hollywood, en kvikmyndin var aldrei gerð. Skáldsöguna gerði ég síðar. Sagan var filmuð löngu seinna, en hún var allt of stórt verk til að kvikmynda, þeir misstu allt út úr höndunum á sér. Sumt var þó fallegt í myndinni. — Það er miklu erfiðara að selja bækur en skrifa. Það er bara skemmtilegt að skrifa þær en mikil vinna og miklar þræt-1 ur við að selja þær. — Hvers vegna var Upphafi mannúðarstefnu hafnað í Prag og hvernig líkar þér að greinar sem beðið er um séu ekki gefn- ar út? — Þeir ráða hvað þeir prenta mennirnir. Það eru afskaplega margir ritstjórar við þetta tíma- rit og ég geri ráð fyrir að þess- ir ráðamenn séu teoretískir menn. Annars gerðu þeir enga sérstaka grein fyrir þessu. Þetta er marxetískt tímarit. Ég hef orðið var við að fjöldi menntamanna og rithöfunda austur þar hafa lesið greinina. í Moskvu gekk hún fjölrituð manna á meðal. Ég hef hitt þá og þeim finnst miðaldirnar fá slæma útreið í sambandi við stalínismann og spurðu hvers miðaldirnar eiga að gjalda. Skáldatími er vel þekkt bók í Sovétríkjunum þótt hún hafi aldrei komið út þar. Ehrenburg sagði mér að kaflar úr henni gengju milli manna, en þeir eru ekki tilbúnir að prenta hana. Rithöfundasambandið í Rúss- landi tekur þessu öllu saman mjög vel. Rithöfundar þar eru í vanda staddir, þeir þurfa að breyta til, en verða að liðka fJl með lagi. Þeir eru ekki tilbúnir að hafna skipulaginu þótt þeir hafi hafnað þeim aðferðum sem áður tíðkuðust til að viðhalda því. Það voru ekki skáld og rit- höfundar sem stjórnuðu þeim ósköpum. Það verður að mæt- ast á miðri leið í heiminum nú á dögum. Vonandi læra þjóðir að taka upp það sem betur fer hver hjá annarri. — Ríkisrekstur á menningu? — Ég hef enga trú á að hægt væri að reka mig svoleiðis. Ef einhver ætlaði að þjóðnýta mig, hætti ég að skrifa, eins og margir rithöfundar gerðu í Sov- étríkjunum á Staiíntímtímun- um þegar rithöfundar voru virkilega ríkisreknir. En breyt- ingar á hugsunarhætti eru mikl ar. Ýmislegt sem óhugsandl væri að birta í dag verður kann- ski sannleikur á morgun. — Ég veit ekki til að ég hafi skrifað þjóðfélagslegar skáld- sögur, en verið getur að maður geti dregið upp myndir sem vekja hroll hjá fólki og bæti kannski eitthvert ástand. Mað- ur skrifar oft af því að manni blöskrar eitthvað fyrirbrigði Oft. eru það þverstæður í þjóð- lífinu sem skrifað er um. Fyrst og fremst skrifa ég um fólk. Það er algengt að menn komi til rithöfunda og spyrja hvað sé nauðsynlegast fyrir mennina í dag. Ég spyr: Hvaða menn? Ég fæ ekki betur séð en að hver mað- ur sé undantekning frá öðrum mönnum. Það er alltaf verið að spyrja mig og ég fæ beiðnir frá ótal löndum um að skrifa greinar um ólíklegustu efni og gera grein fyrir alls konar hlutum. í vor lágu hjá mér beiðnir um tólf stórritgerðir, sfn úr hvoru landi. Ég mundi aldrei getað annað öllu því sem beðið er um. Þetta tefur frá öðrum verkum, ég er lengi að skrifa grein, tek- ur oft um mánaðartíma. Sífellt er verið að tefja mann. Á sumr in snjóar fólki úr fjarlægum löndum inn í húsið, en ég sé alltof lítið af mínum eigin lands mönnum. Þeir sem harðast sækja eru sjónvarpsmennirnir. Grikkir eru gáfaðir menn, þeir banna erlenda sjónvarpsleið- angra. — Ég er aldrei beðinn um að skrifa í blöð hér á landi. Þess vegna eru allar þessar greinar skrifaðar í blöð 1 útlöndum. Hér er alls ekki talað við okk- ur þessa kúltúrellu ræfla, það var þó gert áður, og menn sakna ekki að hafa kúltúrsíðu- laus blöð. Hugsið ykkur ef er- lend blöð hættu að birta grein- ar um kúltúr og að Observer færi að segja frá barnaleikjum við Tjörnina eða birta margar myndskreyttar síður um hér- aðsmót? Svoleiðis blöð myndu bara gefa upp öndina í útlönd- um. Eða allt þetta tal um síld. Það hlýtur að vera sadismi. ís- lendingum býður við síld og vilja ekki sjá hana á sfnum borð um, það er eins og að skrifa um fjósaskít, sem er afskaplega nauðsynlegur. Þessi fjölmiðlun- artæki nú á dögum eru ekki kúltúrintriseruð. Til dæmis sjónvarpið gerir ráð fyrir mjög lágum kúltúrellum samnefnara, það virðist sækjast eftir efni neðanfrá. — Forsetaframboð? — Þessi hugmynd er svo langt fyrir utan mig að ég er ekki búinn að ná í skottiöá henni ennþá. SMURSTÖÐIN Sætúni 4 — Sími 16-2-27 Bíllinn er smurður fljótt og vel. Seljum allar teguadir af smurolíu Einangrunargler Framleitt einungis úr árvalsglerl — 5 ára ábyrgð, Pantið tímanlega Korkiðjan hf. Skúlagötn 57 — Sírol 2326« HjjólbarðaviSgeríHr OPW ALLA DAGA (LÍKA LAIIGARDAGA OG SUNNUDAGA) FBÁ Kl.BTU.a Gúmmívinnustofan hi, Skipholti 35, BeykJavOu Simar: 31055, verkatœSiS, S06S8, skrifatofan. Trúlofunarhringar Sendum gegn póstkröfn Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Bankastræti 12. Ávailt fyrirliggjandi. 1 i; Laugavegi 178. — Sími 38000« Röskir drengir sem þekkja bæinn vel, óskast til sendiferða, annað hvort hálfán eða allan daginn. Umsækjendur komi á afgreiðsluna. Keflavík Börn óskast til að hera blaðið til kaupenda í Keflavík. Þeir, sem hafa áhuga á, að taka þetta að sér, snúi sér til umboðsmannsins, Ásgeirs Ein- arssonar, Suðurtúni 5, Keflavík, sími 1122. ALÞÝÐUBtAÐIÐ - 17. seþt. 1965 I5.4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.