Alþýðublaðið - 17.09.1965, Page 16

Alþýðublaðið - 17.09.1965, Page 16
skaðinn í flestum tilvikum. Bæk ur eru alls ekki ætlaðar til lest urs lengur, heldur til að standa gljábónaðar upp í hillu, eins og nýi slökkvibillinn suður í Hafnar firði. Þetta er líka sjálfsagt það bezta sem við bækurnar er hægt að gera, og allir vlrðast vera ánægð ir með þetta. Sjálfur les ég aldrei bók, nema hvað ég lit einstöku sinnum í Njálu og ég þarf ekki aðra lesningu á meðan. En þegar flóðalda haustsins hef ur sjatnað, verður ekki von á neinu prentuðu máli i marga, mán uði, ef blöðin eru undanskilin, nema vera kynni að haustheftið 1963 af einhverjum hinna ar Ivara lausu tímarita sæist með vorinu. Hver bóndi ætti að meðal tali 10 kýr og um 100 kind ur. Kartöflurnar selja Þykk bæingar til Grænmetisverzl- unar ríkisins. TILFINNAN • LEGASTA VÖNTUNTN í ÞYKKVABÆ ER VATNS- LEYSH). Vísir. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Dagbiaöavizka. Þau fræða oss, dagblöðin, Ijóst og leynt; Það logar í Surtseyjar-báli. Og Skeiðará öslaði aldeilis hreint allt fram að sjávarmáli. Kankvís, OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO' Fróðir menn segja, að í ár komi út óvenjmikið af íslenzkum skáld sögum, og er þá ekki átt við kerl ingarbækumar; af þeim verður sjálfsagt nóg líka í ár, eins og önnur ár. Eitthvað kemur vist líka út af ævsögum, en þó halda sum ir, að sú alda sé nokkuð farin að hníga, enda þegar búið að skrifa ævisögur allra, sem eitthvað frá sagnarvert hafa lifað, — og flestra annarra líka. Sjálfsagt seljast allar þessar bækur vel, sem koma út í haust enda þarf ekki að efa, að margar þeirra verða prýðilega fallnar til gjafa. Hitt er svo annað mál, hvort þær verða nokkurn tíman lesnar, og það mundi líka vera bættur sidan Fyrstu merki ellinnar eru ekki sjóndepra og ekki minnkandi heyrn, lieldur það, að maður heyrir stór kostlega kjaftasögu — og gleymir lienní. . . . r* ri — Viltu Jöklavín, sagði róninn og veifaði genever- brúsanum. . . . Nú fer bókaflóðið bráðum að skella yfir, þetta árlega synda flóð, sem kemur með liaustinu og stendur fram undir áramótin. Gagnrýnendur. blaðanna, eru ef laust farnir að búa sig undir á tökin við allar jólabækumar, en þeir þurfa heldur betur að halda á spöðunum, ef að vanda lætur Þegar flóðið nær hámarki koma á markaðinn tugir bóka sömu dagana, og það hlýtur að vera ær ið verk að skrifa um þær allar þótt ekki sé farið fram á að þær séu lesnar líka. Auðvitað væri bezt að gagnrýnendurnir læsu þær bækur, sem þeir skrifa um, en eins og bókaútgáfunni er hátt að hér á landi, er varla sann- gjarnt að lieimta það. Fyrstu forboðar flóðsins hafa þegar gert vart við sig. Þýdd : sakamálasaga birtist fyrir nokkru og það á svo forkostulegu máli, að henni var helgaður dýrmæt ur timi í þættinum um daglegt mál í útvarpinu. Gunnar í Leiftrí hefur líka sent frá sér hlaða af bókum, þýddum og framsömdum. Hann hefur lengi verið einna fremstur í flokki bókaútgefenda, og því fer ekki illa á að hann skuli verða fyrstur út með bæk umar. Enn hefur hann ekki boðað komu nýrrar skáldsögu eftir Guð rúnu frá Lundi, en vonandi verð um við þeirrar náðar aðnjótandi nú sem endranær. Og sjálfur Laxness hefur gefið út safn af ritgjörðum og blaða greinum, áður fluttum í Ríkisút varpið eða birtum 'j. hátíðaríti Svenska Handelsbankens, eða ann ars staðar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.