Alþýðublaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 2
eimsfréttir ....siáasfliána nótt ★ NÝJU DELHI. — Örfáum klukkustundum áður en vopnahlé Jndverja og Pakistana tók gildi í gærkvöldi gerðu pakistanskar feahre-þotur harða loftárás á hina heilögu borg Síkliatrúarmanna, Amritsar. Árásin kostaði að minnsta kosti 45 manns lífið, en óttazt er að tala þeirra sem fórust sé yfir 100. Áður hafði fréttin um vopnahléð vakið óblandna gleði á Indlandi, en Shastri forsætisráð- Iterra sagði, ið hættan, sem Indverjum stafaði af Pakistan væri ekki úr sögunni og þeir yrðu að vera vel á verði. NÝJU DELHI. — Frestur sá, sem Kínverjar veittu Indverj- lim til að fjarlægja öll hernaðarmannvirki á landamærum Sikk- ims og Kína, rann út kl. 16 að íslenzkum tíma í gær, en Kínverjar sögðu að Indverjar hefðu þá þegar fjarlægt öll mannvirkin og fiúið. Shastri forsætisráðlierra sagði, að Indverjar liefðu miklar áhyggjur af framferði Kínverja, sem hefðu farið yfir landamærin íi tveimur stöðum tvo undanfarna daga og skotið á indverska landamærahermenn. A SAIGON — Yfirmaður bandarískra hersveita í Vietnam, William Westmoreland hershöfðingi, fór þess á leit í gær við stjórnina í Washington, að bann við beitingu táragass í liernaðar- aðgerðum í Suður-Vietnam yrði afnumið, samkvæmt góðum heimildum. Hcimildirnar lierma, að Westmoreland hafi aðeins íarið fram á heimild um beitingu táragass og sérstakrar gasteg- undar, sem vekur ógleði, en táragas kemur að góðu haldi, er flæma þarf skæruliða úr neðarjarðarfylgsnum. ir WASHINGTON. — Johnson forseti lýsti því yfir í gær, að ákvörðun Indverja og Pakistana um að fallast á vopnahlé liefði fært heiminn skrefi fjær þeim hræðilegu hættum, er ógnuðu. Hirm nýi forseti Allsherjarþingsins, ítalinn Amintore Fanfani Irvað vopnahlésákvörðunina mikilvægan atburð, er lofaði góðu fyrir störf þingsins. Bretar hafa einnig fagnað vopnaliléinu og iieita því að aðstoða SÞ við að gæta friðarins. -* BONN. — Formaður Jafnaðarmannaflokks Vestur-Þýzka- lands, Willy Brandt, lieldur áfram störfum borgarstjóra Vestur- Berh'nar, en verður ekki kanzlaraefni í kosningunum 1969 og læt- ur af þingmennsku, að því er tilkynnt var í Bonn í gær. ★ SCARBOROUGII. — Leiðtogi frjálslynda flokksins brezka, Jc Grimond, tilkynnti í gær, að flokkur hans mundi ekki hika við íiS fella stjórn Verkamannaflokksins, ef hann væri óánægður með Störf hennar. 10 þingmenn frjálslyndra eru í oddaaðstöðu og geta stuðlað að falli stjórnarinnar, ef þeir hafa samstöðu með íhaldsmönnum. Hingað til liafa þeir stutt stjórnina í flestum málum. ★ BELGRAD. — Titó, Júgóslavíuforseti, kom til Búlgaríu í gær í fimm daga heimsókn. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn Titos til landsins síðan 1947. 12 nýjar bækur frá Leiftri esson ritar formála. Sjö sögur eft ir A. Conan Doyle. Sögurnar í bókinni munu ekki hafa verið þýddar á íslenzku áður. Gerfi augað eftir Erle Stanley Gardner Söguhetjan er Perry Mason, sem allir sjónvarpselgehdun kannast við. Sofandi kona eftir George A1 exander fjallar um ást og dular full afbrot og fagra hjúkrunar konu. Barna og unglingabækurnar eru Vigga og vinir hennar eftir Irene Ravn. Hanna og Tom eftir rittu Munk. Þrir fræknir ferða langar eftir Frank Lynge. Tvær bækur eftir Jens K. Holm. Todda í Sunnuhlíð eftir Margréti Jóns- dóttur, er það framhald sögunar um Toddu frá Blágarði. Síðari hluti bókarinnar af Tuina litla eftir Mark Twain og Fallegu ævin týrin, sem í eru fjórtán gömul ævintýri. Bjarni Jónsson hefur myndskreytt bókina. TOLF bækur eru nykomnar ut Itjá Leiftri, þeirra á meðal átta fcarna og unglingabækur. Bækurn ar eru Draumar og vitranir eftir KUgrúnu. Prófessor Jóhann Hann Þrír teknir fyrir innbrot Rvík, - ÓTJ. ÞRÍR ungir menn voru handtekn ir þar sem þeir voru að brjótast «nn í Fataverzlun Árna Einarsson ar við Hverfisgötu 37. Voru þeir nýkomnir inn í verzlunina, og tiöfðu ekki stolið neinu þegar lög reglan kom á vettvang. Þá var einnig handtekinn finnskur inn brotsþjófur sem brotizt hafði inn < verzlunina Bangsa við Reynimel 22, Hann var einnig gripinn á staðnum. 2 23. sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Einn liðurinn í fræðslustarfseminni fyrir gangandi vegi'arendur er heimsókn lögreglunnar í skóla borgarinnar. Á myndinni sjást lögreglumennirnir Skæringur Hauksson og Ásmundur Matthíasson ræða við nemendur í Breiðagerðisskóla og dreifa bæklingi um umferðaröryggi fyrir gangandi íólk. Efnt til fræðslu um umferðarmál UMFERÐANEFND Reykjavíkur hefur ákveðið að efna til víðtækr- ar fræðslustarfsemi um umferðar- mál, nú í vetur. Fyrsti þáttur þess- arar starfsemi verður umferðar- Nýtt verð á rækju Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lág marksverð, er gilda skal rækju veiðitímabilið, sem hefzt haustið 1965 og til loka þess vorið 1966. Rækja (óskelflett) í vinnsluhæfu ástandi: a) Rækja, ekki smærri en svo að 350 stykki fari í hvert kg. pr. kg. kr. 7.00. b) Smærri rækja, pr. kg. kr. 5.25. Verðin eru miðuð við það, að seljandi skili rækjunni á flutninga tæki við hlið veiðiskips (Frá verðlagsráði sjávarútvegsins.) HWWWWWMMMWMVWW I Forsetinn i| ræðir við ]| Konsfantin | Aþenu 22. 9. (NTB-AFP) Konstantin Grikkjakonungur veitti Ásgeir Ásgeirssyni forseta áheyrn í dag og hélt honum veizlu í konungsliöllinni í Aþenu. Forset inn dvelst í Grikklandi í einka erindum. Magnús Vignir Magnússon er í fylgd meó sendilierranum. fræðsla fyrir gangandi vegfarend- ur. Næstu 10 til 14 dagana verða lögreglumenn við flest umferðar- mestu gatnamót borgarinnar, og hafa þeir meðferðis sérprentun úr umferðarlögunum fyrir gangandi vegfarendur. Fjórir lögreglumenn liafa fengið það verkefni að heimsækja öll skólabörn í Reykjavík og afhenda þeim bækling um umferðaröryggi fyrir gangandi vegfarendur, sem Hafnarnefnd Reykjavíkur hefur gefið út, en Hagtrygging h. f. kost- að, og einnig verða sýndar um- ferðarkvikmyndir í öllum skólun- um á næstunni. Þá liefur Umferðarnefnd látið prenta dreifimiða um umferð gang andi manna, sem borinn verður út í öil hús í Reykjavík. Reynslan undanfarin ár hefur sýnt, að nú fer í hönd mesti og al- varlegasti slysatími ársins, og er það von nefndarinnar, að með auk- inni fræðslustarfsemi megi draga úr slysum og óhöppum í umferð- inni. Framkvæmd þessarar umferðar- fræðslu er í höndum umferðar- deildar gatnamálastjóra og lögregl unnar, en í náinni samvinnu við Slysavarnafélagið og félög bifreiða eigenda. (Frá Umferðardeild gatnamála- stjóra). Franski ballettinn kemur í dag kemup til landsins 30 manna ballettflokkux' frá Frakk landi, (Grand Ballett Classijtiui Francc) og vhefur listafólkið 4 sýningar í Þjóðleikhúsinu. Fyrsta sýningin verður annað kvöld. Hljómsveitarstjórinn kom til lands ins sl. þriðjudag til að æfa hljóm sveitina en 30 hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveitinni munu leika með ballettinum. Að undanförnu hefur ballett- flokkurinn verið á sýningarferð í Ástralíu, Asíu og í.. Sovétríkjun um og er nú á leið til Bandaríkj anna til að sýna þar. Listafólkið sýnir hér ýmsa þekkta balletta / dag eins og t.d. Les Sylphides, Giselle og Don Quixote. VINNUSLYS í VÖLUNDI FULLORÐINN karlmaður slasað- ist í porti Völundar í gærdag, um fhnmleytið. Verið var að losa timburfarm af palli vörubifreiðar og stóð maður á pallinum við að losa stroffuna. í einu búntinu voru engin vírbönd, svo að þegar hann losaöi stroffuna af, féll timbr ið niður og ofan á hann. Við það féll hann aftur yfir sig af pall inum. Hinn slasaði var fluttur á Slysavarðstofuna, til rannsóknar,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.