Alþýðublaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 3
rlugvöllur vígður á Hornaflrðl FER 96 MINUTNA GONGU- FERÐ UMHVERHS JORÐU Houston, Texas, 21. sept. Geimfarinn David R. Scott einn þeirra geimfara, sem hing að komu til þjálfunar í júlí mánuði, hefur verið valinn til 96 mínútna „geimgöngu" um hverfis jörðu snemma á næst ári. Þetta verður lengsta slík ferð, er nokkur maður> hefur far ið í geimnum. Scott verður ann ar Ameríkumaðurinn, sem fer út úr geimfari á braut umhverf is jörðu. Til að stjórna hreyfingum sín um í geimnum mun Scott — sem fer í Gemini 8 — nota nýrri og 'fullkomnari gerð af ,,lotfbyssu“ eða stjórntæki en geimfarinn Edward White beitti í 20 mínútna geimgöngu sinni yfir þvert meginland Ameríku 3. júní sl. í Gemini — 4-geim ferðinni. White var fyrsti mað urinn, er stjórnaði hreyfing- um sínum í geimnum með blást urstæki. Eins og White verður Scott í geimfari í um 160 kílómetra hæð út í geimnum, þegar hann stígur út úr geimfarinu og hef ur göngu sína umhverfis jörðu Hann verður klæddur sterkum bún'ngi til varnar gegn geim geislum ogryki. Geimrannsóknarráð Banda ríkjanna hefur tilkynnt, að Neil Armstrong, fyrsti geimfarinn sem ekki er úr. liópi manna í herþjónustu, muni verða flug stjóri í Gemini— 8 geimferð inni. Þessi tveggja til þriggja daga geimferð er áformuð í apríl eða júlí, en getur orðið fyrr. Á þessari löngu geimgöngu sinni mun Scott, sem er 33ja ára, reyna sitthvað, sem ekki hefun fyrr verið gert. Hann á ekki að nota 7.5 metra líftaug heldur 22,5 metra langa. Gull húðuð líftaugin, sem er að þver máli svipuð garðslöngu, tengir hann geimfarinu og flytur hon um lífsnauðsynlegt súrefni, og í gegnum liana hefur hann tal samband við Gemini geimfarið og heimsbyggðina. Scott mun þoka sér> í kringum geimfarið og vera með stóran Framhalð á 14. síðu. WMMWWðWWWWMWWtMWiWMMMWMWIIttHMIHWtWWWIWWIIMmWHmMmwlWHVWtWWMmWWWHWMMðMWMMMMlMMMMWM Beykjavik, — ÓR. Fyrsta flugvélin lenti í gær á nýjum flugvelli við Hornafjörð, og var það Blikfaxi, Friendship flugvél Flugfélags íslands. Br flug völlurinn á svonefndu Árnanesi, um sjö mínútna akstur frá Höfn, en gamli völlurinn var á tanga úti í Hornafjaraðarfljóti og varð að flytja farþega og varning til og frá honum á báti. Bætir flugvöllurinn nýi mjög að samgöngur við Hornafjörð og hef ur að sjálfsögðu lifnað yfir þeim er þarna búa eftir vígslu vallarins og binda þeir við hann miklar Willy Brandt ekki framar kanzlaraefni Bonn 22. 9. (NTB-DPA.) Formaður vestur-þýzka jafnaðar mannaflokksins, Willy Brandt, gegnir áfram störfum borgarstjóra Vestur-Berlínar, en verður ekki kanzlaraefni í þingkosningunum 1969. Brandtj skýrði blaðamönn um frá þessu í Bonn í dag. Hann bætti því við, að hann mundí af sala sér þingsæti sínu í Bonn. Brandt sagði, að hann yrði áfram formaður jafnaðarmannaflokksins Hann fór hörðum orðum um þá rógsherferð, sem beint hefði verið geng honum í kosningabaráttunni og sagði að hann hefði ekki slopp Framhald á 14. síðu. framtíðarvonir. Landleiðin til Reykjavíkur er löng, og góðar flug samgöngun því æskilegar. , Það sýndi sig í gær, eins og margir hafa haldið fram að veð urskilyrði eru mun betri á Árna nesi, en á gamla flugvallarstæð inu, þó að ekki sé langt milli stað anna. Var gamli flugvöllurinn lok aður vegna dimmviðris, en sá nýi vel fæi>. , Flugvöllurinn á Ámanesi við Hornafjörð hefur tvær flugbraut ir, önnur 1000 metra löng en hin 800 metra, og stendur til að lengja þær í 1600 og 1100 metra brautir. Þegar því er lokið, sem sennilega verður næsta sumar, mun Blikfaxi geta lent þar full hlaðinn, en nú er ekki mögulegt að lenda honum þar, nema með 34 farþega í stað 48. Þangað til verða notaðar í Hornafjarðarflug ið DC 3 flugvélar Flugfélagsins. Beiting táragass í Viefnam leyfð? Saigon 22. 9. (NTB-Reuter.) Yfirmaður bandariskra hersveita í Vietnam, William Westmoreland hershöfðingi, hefur farið þess á leit við stjórnina í Washington að bann við beitingu táragass í Sækja fund al- þjóSa gjaldeyris- sjóósins. Ársfundir alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins og Alþjóðabankans hefjast í Washington D. C. á mánudaginn kemun, 27. sept. Fundi þessa sækja af íslands hálfu dr. Gylfi Þ. Gísla son viðskiptamálaráðherra, Magn ús Jónsson fjármálaráðherra, dr. Jóhannes Nordal bankastjóri, Þór Framh. á 14. síðu. hernaðaraðgerðuin £ Suður-Viet nam verði afnmnið, að því er áreið anlegar heimildir herma. Beiting gass var bönuð í marz sl. vegna mótmæla víða um heim, en land. varnaráðuneytið í Washington seg ir að Westmoreland hershöfðingi hafi haft og liafi enn fulla heim ild til að beita táragasi gegn Viet cong. Hefcnjldinrar seigja, að West- moreland hafi aðeins beðið um heimild til að leyfa hermönnum sinum að beita táragasi og óhreinu gasi, sem vekur ógleði, en tára gas kemur að góðu haldi þegar neyða þarf skæruliða til að yfir gefa neðanjarðarbyrgi sín. Fyrir skömmu óhlýðnaðist band Framhald á 14- síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. sept. 1965 3 SLÁTURFÉLAG Suðurlands opn- aði í gær slátursölu að Laugavegi 160, þar sem verzlunin ÁS var áð- ur til húsa. Er þetta eina slátur- salan í Reykjavík, áður liafði Sam- bandið einnig sölu á slátri á haust- in, en hætti því fyrir nokkrum ár- um. í slátursölu SS er hægt að kaupa allt til sláturgerðar, ekki einasta sjálft slátrið og það sem því til- heyrir, heldur einnig rúgmjöl, haframjöl, salt og rúsínur. Slátur- salan stendur yfir í þijár vikur, en fólk er hvatt til að verzla þarna tímanlega því reynslan er sú að þegar líður á vantar ýmislegt til sláturgerðar. Eins er fólki sem kaupir slátur bent á að hafa með sér ílát. Heilslátur með sviðnum haus kostar nú 78.00 krónur. Slátursðlan byrjuð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.