Alþýðublaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — RitstjórnarfuU- trúl: Eiður Guðnason. — Simar: 14900 - 14903 — Augijsingasími: 14906. ABsetur: AlþýSuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavik. — PrentsmiSja AlþýSu- blaSsins. —, Askriftargjald kr. 00.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakiS. Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. ALDREI MEIRA ÞAÐ ER furðuleg ósanngir'ni af Tímanum að halda fram, að „íhaldsmennska” hafi einkennt stjórn skölamála á isíðustu árum. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1965 á að verja 'til kennslumála úr ríkissjóði hivorki meira né minna en 476,8 milljónum króna. Þessi upphæð hefur farið hækkandi ár frá ári, og verið varið sífellt meira fé til að uppfræða æskuna, enda þótt tekið sé tiliit til -hæikkandi verðlags. Skólabyggingar hafa aldr.ei í sögu þjóðarinnar ver- ið nálægt því eins miklar og nú, og gildir það um alla iskóla, frá barnaskólum til háskóla. Meðal þeirra skóla, sem risið hafa, eru heimavistar barna- og ungl- ingaskólar í sveitum, en unglingadeildir þeirra gegna svipuðu hlutverki og héra’ðsskólarnir. Mikilli við- byggingu er lokið við Menntaskólann í Reykjavík, hafin er bygging nýs menntaskóla þar og stækkun stendur yfir á Laugarvatni. Enda þótt fjölgun nem- enda hafi verið gífurleg á síðustu árum, þegar hinir fjölmennu árgangar áranna eftir stríðið komu í skól- •ana, hefur enginn nemandi farið á mis við mennta- skólasetu, ef hann hefur náð tilskildu prófi. Margvíslegar nýjungar hafa verið gerðar í skóla- málum þjóðarinnar, ekki sízt á sviði tæknimenntun- ar, kennaramenntunar og annars sérnáms, sem hefur vaxandi þýðingu. Er óhætt að fullyrða, að engin rík- isstjórn hafi nokkru sinni lagt svo mikla áherzlu á kennslumálin sem sú, er nú situr, varið til þeirra meira fé, staðið fyrir meiri skólabyggingum eða gengizt fyrir fleiri umbótum á skólakerfinu. Þessari staðreynd getur Tíminn ekki mótmælt, svo framar- ) lega sem það blað heldur sig í kallfæri við sannleik- i ann. ÖRYGGI ENN HAFA tveir drengir í Reykjavík slasast í hálfbyggðum húsum. Höfðu þeir klifrað upp í húsin 'eítir vinnutíma og farið isér að ivoða. Þessi atburður <er aðeins einn af mörgum slíkum, sem minna á, hiversu illa er búið um byggingar í smíðum hér á landi. Er 'algengt að grunnar standi tímum saman, oft djúpir og fullir af vatni, án þess að þeir séu girtir eða neitt ; <gert til að forðast slys. Þá standa hálfbyggð hús opin og börn klifra upp vinnupalla hindrunarlaust. Nauðsynlegt er að leggja meiri áherzlu á traustan ■ umbúnað bygginga og gæta meiri hirðusemi um-* ' hverfis þær. Það er ekki aðeins öryggismál, heldur 1 loðir sóðaskapurinn oft við lóðir húsanna löngu eftir : að smíði þeirra er lokið. 4 23. sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ _ RÐ 77 daga ferð - 2. októher Siglt /neð Gullfossi heiman og heim 2 dagar í Leifh 4 dagar í Kaupmannahöfn 3 dagar í Hamborg Verð kr. 1075,ð@. Innifalið: Allar ferðir á sjó og landi, gisting og hálft fæði í Hamborg og Kaupmannahöfn, fullt fæði á Gullfossi, fararstjórn og söluskattur. Þátttaka tilkynnist sem fyrst. LÖNÐ & LEiBiH Aðalstræti 8 — Sími 20800 og 20760. M.s. MG ULLFOS51' 209 passengers ¥ m II7RE B a: T T L ★ Skreiðin heitir Edda og Saga. ★ Furðulegar nafngiftir. ★ Af hverju ekki heilagsanda skreið? ★ Smekklaust og rangt. ---a-------II NÝLEGA HAFA útflytjendur og f skreiðasjeffar valiS nöfnin Edda og Saga á íslenzka skreið. Um þetta hafa spunnizt töluverðar um ræður: Hérna er umsögn mín: ÉG HEF OFT orðið liissa á því hversu lítið hugmyndaflug fram leiðendur og kaupsýslumenn hafa sýnt þegar þeir hafa valið nöfn á vörur sínar. Ég nenni ekki að telja fram dæmi um þetta, en þau eru mýmörg, — en fá eru eins illa valin og þessi. Ég hefði hald ið, að það sem. fyrst og fremst yrði að hafa í huga þegar valin eru nöfn á söluvarningi, væri það að þau höfðuðu til vörunnar sjálfr ar, eðli hennar og gæða. SKREEÐ SÚ, sem hér um ræð ir, er ekki seld á innlendum mark aði. Hún er eingöngu seld til ann arra landa og aðallega til Nígeríu og ítalíu. Áður munum við hafa notið markaða sem Norðmenn liafa unnið upp og jafnvel fengið að skjótast undir hattbarð þeirra eigin nafngifta á sína skreið eftir þvi sem mér er sagt. En þessu varð að breyta, af hverju sem það var. Og um leið urðum við að fá önnur nöfn á skreiðina. LAKASTA SKREIÐIN mun vera send til Nigeríu en hin betri til Ítalíu. Ég hygg að jafnt Afrfkunegr ar og ítalir þekki lítið sem ekkert til Sögu og Eddu. Það getur því ekki verið, að þeir sem skírðu skreiðina þessum nöfnum liafi ver ið að ahugsa um að auglýs vöruna á sölustað. Það væri þá helzt, að þeir hefðu verið að hugsa um sjálfa okkur eða aðra Norður landabúa. En engir okkar eta nú orðið skreið. ENGA TILLÖGU hef ég fram að færa um nafn á íslenzkri skreið til sölu í Nígeríu. En vel gæti ég húgsað mér eitthvað kirkiulegt nafn eða himneskt á skreið okk ar, sem seld er tii Ítalíu. í Róm mun vera til banki, sem lieitir Heilagsandabanki eða Banki heil ags anda. Hvers vegna ekki að kalla betri flokkinn. Heilagsanda skreið? Mér er sagt að skreiðin, sem seld er undir nafninu Edda sé betri en sú, sem seld er undir nafninu Saga. Það má vera að þetta stafi af því, að einhvern skír endanna hafi grunað að fleiri ít alir könnuðust við Sögu en Eddu enda má gera ráð fyrir því, án þess þó að ítalirnir þurfi endi lega að vita um hverskonar sögu sé að ræða. ANNARS MÁ LÍKA leggja til að kalla skreiðina Biblíuskreið, því að Biblíunafnið þekkja flestir, að minnsta kosti á ítalíu. Hitt er svo þó bót í máli að ítalir munu ekki almennt kunna visuna: Biblían stóð sem böglað roð fyrir brjósti mínu. Gleypti ég hana alla í einu, og ekki varð að gagni neinu. ÁLÍKA MUNDI fara fyrir mann* sem legði sér Sögu til munns, að ég tali nú ekki um Eddu, Því að alltaf hefur mér fundizt hún vera hörð undir tönn og erfið í meltingu í ALVÖRU TALAÐ: Mér finnst þessi nöfn á skreið, sem seld er til annarra landa ekki ná nokkurrl átt. Þau eru röng og þau eru smekk laus. Og þar með er eiginlega allt allt annað mál hvoi-t skreiðin sagt. mundi svara til nafnsins, en það er Hannes á hominu. Stór íbúð eða einbýlishús helzt sem næst Háskólanum, óskast tekið á leigu til margra ára. Tilboð sendist til þýzka böka- safnsins, Háteigsvegi 38. Bréfberastarf í Kópavogi Pósthúsið í Kópavogi vantar mann til bréf- berastarfa (í Vesturbæ). Upplýsingar hjá Stöðvarstjóranum, símí 41-225.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.