Alþýðublaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 7
|v ■: WMM/k k: mmk ' ‘t/1 'fi' - • i • 'ííS&7; .'. *-1. ‘ •.! ■ \-i: J - 1 p ■• '•' • WMWÉÍmíiiA : :/'" - í-j' WiMkfimS/ >•>./.V, .; $ . JWíxtfK-:;:. Á YFIRBORÐINU virðist höfuð- staður S. Vietnam ekki vera settur úr skorðum, af hinu bitra og vægð- arlausa stríði, sem hefur geisað undanfarin 20 ár í þessu ógæfu- sama landi. Auðvitað hefur stríðið ekki alltaf borið sama nafn. Á máli stjórnmálanna kallast það jafnvel ekki stríð. En fyrir fólkið er þetta blóðugt, miskunnarlaust og óskiljanlegt stríð, þar sem bróðir berst móti bróður og faðir á móti syni. í Saigon verður maður vel var við stríðið, þótt borginni hafi ver- ið hlíft undanfarna mánuði við beinum stríðsaðgerðum eða blóð- Ugum átökum. Svartamarkaðs- brask blómstrar. í öngstrætum borgarinnar fæst allt frá banda- rískum vopnum til gulls og eðal- steina. Gangstéttirnar eru fullar af götusölum, sem bjóða vörur sínar þeim þúsundum bandarískra hermanna, sem eru í leyfum frá vígstöðvunum upp í sveit. Öll f jöl- Skyldan situr í kringum vöruúr- valið. Venjulega er það lítill frakkur strákur eða systir hans, Sem hefur orð fyrir liópnum. Þau tala hina nauðsynlegu ensku, til þess að verzlunin geti gengið. Og svo er prúttað, verðíð lækkar um helming, en þó er maður snuð- aður um jafn mikið. BARSTÚLKURNAR GRÆÐA Flestir lifa svipuðu fátæktarlífi og áður en þó eru það nokkrar stóttir, sem græða á stríðinu. Þetta á fyrst og fremst við hinar 4000 barstúlkur, sem vinna í hinum 150 börum borgarinnar. Hvert kvöld er — Miami Bar — California Bar — Texas Bar — eða hvað þeir nú heita allir saman, fullir af ungum bandarískum hermönnum, sem eru ef til vill í fyrsta skipti að heim- an. Hermennirnir eru flestir urn 20 ára, barstúlkurnar eru ekki svo gamlar. Þær eru stúlkur, sem miðað við okkar eigið umhverfi eru skólastelpur og lærlingar. í Saigon mæta þau lífsins harða sannleik snemma. Margir hermannanna, sem eign ast vinstúlku og lofa að heim- sækja hana, þegar þeir næst fá leyfi, koma aldrei til baka. Þeir deyja í frumskóginum og á hrís- ökrunum í tilgangslausu stríði við ósýnilegan óvin. VIETCONG Það versta við þetta stríð er, að enginn veit hver er vinur og hver er óvinur. í Saigon úir og grúir af Vietcong-mönnum. Bandarískur eftirlitsmaður, sem hefur verið hér mörg ár, segir að flestir leigubíl- stjóranna, sem skröltast um í gamla Renauinum sínum, eru á snærum Vietcong. Sama er að segja um barstúlkurnar, segir eft- irlitsmaðurinn, ég vildi aldrei segja slíkri nokkuð mikilvægt. Við höfum reynt að segja strákunum okkar þetta, en samt sem áður sitja þeir stöðugt og masa við þær um allt mögulegt, eins og þeir væru að gefa stelpum í heima — segir hann. Vietcong netið nær um allt. Kokkurinn, herbergisþernan, 10 ára skóburstarinn, allir eru mögu- legir. — Stundum er ég ekki viss um hvort þeir Vietnamar, sem við vinnum með, eru á okkar bandi, segir eftirlitsmaðurinn. — Allt er svo flókið og snúið, að ég er hættur að hafa áhyggjur út af því. Ég bara vona það bezta. GEGN SVARTAMARKADS- BRASKI Skömmtun ríkir í borginni og stranglega er hegnt fyrir hömstr- un. Nýlega var kaupmaður hirtur með 5000 kg. af kaffi í verzlun sinni. Hann var samstundis tekinn fastur og kaffið gert upptækt. For- sætisráðherrann Ky hefur hvað eftir annað hótað allsherjarleit og útrýmingu braskara og svindlara en hingað til hefur nú verið látið nægja að hirða þá, sem upp kemst um með venjulegum leiðum. Embættismenn og hershöfðingj- ar eru einnig margir taldir brot- legir, en Vietnamar yppta bara öxlum, þegar minnst er á að upp- ræta embættisspillinguna. Þeir eru orðnir svo vanir loforðum og engum efndum að þeir eru hættir að treysta nokkru. Loforðin gera elcki gagn lengur, nú verður að hafa eitthvað raunverulegt til að sýna. AÐ VINNA FÓLKIÐ Það er sífellt greinilegra, að Suð ur-víetnamíska stjórnin, undir sterkri pressu frá Bandaríkja- mönnunum, virðist nú loks vera að skiljast — að stríðið verður ekki unnið, nema að hafa fólkið með Lítill snáði sefur á gangstéttinni í Saigon. Hvort þetta er sæla eðá harmleikur, er ekki gott fyrfr vegfaranda að dæma um. sér. Slagorðið — vinnum stríðið fyrst og fólkið á eftir — sem fyrri stjórnir tileinkuðu sér, er nú lagt til hliðar. í hinni miklu hernaðarráðstefnu, sem lialdin var í Saigon í miðjum september, — þar sem fulltruar frá öllum S.-Víetnamísku herjun- um komu saman — var það félags byltingin, sem var efst á listan- um. FLÓTTAMANNA• VANDAMÁLIÐ Flóttamannavandamálið er sér kafli út af fyrir sig. Þúsundir Gata Saigon, með hjólum og mótorhjólum. — Bílar eru fáir. flóttamanna streyma dag hvern til Saigon frá sveitahéruðunum, og allt í kringum borgina má nú. sjá flóttamannabúðir. Þar fá flótta- mennirnir þak yfir höfuðið og 3 rísmáltíðir á dag, en meira er ekkl hægt að gera. Það er ekki hægt að lofa nokkru um framtíðina, fyr- ir hinn gamla útslitna bónda, for- eldralausa barnið, eða þeim for- eldrum, sem séð hafa barnið sitt drepið. Eins og ílóttamannabúðirnar liggja í kringum borgina, mynda 10.000 S.-víetnamískir hermenn og bandarískir ráðgjafar þeirra ó- vissa vörn gegn Vietcong, sent minnst hafa 15000 manna lið tiP að sitja um borgina. Á hverrl nóttu er gerð árás og á hverjun* morgni eru nýir stjórnarhermeni* settir fyrir þá, sem dóu eða hurfur einhvernveginn um nóttina Og svo er beðið nýrrar nætur. SAIGON ER EINANGRUÐ Bandariskum herjum liefur tek- ist að halda leið 19 opinni — aðal- leiðinni norður — eftir að haf<» notað First Airmobile Cavalry Division, sem með sínum 450 helf- kopterum er einstök í bandaríska hernum. Þetta er einasta sam- gönguleiðin frá Saigon, sem er sæmilega trygg — áður en myrkr- ið skellur á, Annars er Saigon ein- angruð borg. Öll umferð er mefl flugvélum. Og jafnvel flugvél, sem hefur sig á loft, í aðeins 20 mínútna akstri frá miðborginni, er varinn með vélbyssum og her- liði. Á þakgreiðasölum hótelanna er hægt að heyra hávaðann og sjá blossana, þegar hinar stóri* sprengjuflugvélar B-52 sleppa- hlassi sínu, napalm- og eldsprengj- um, vfir D-svæðinu, svæði sen> allt frá hinu franska Indokína stríði, hefur verið vettvangur upp- reisna, fyrst Vietminh og nú Viet- cong. Frumskógurinn er þó svo þétt- ur, að jafnvel úr hinum litli* njósnaflugvélum, sem rétt fljúga yfir trjátoppana, er ekki hægt sfí Framhald á 10. síðn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. sept. 1965 J W

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.