Alþýðublaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 8
/ Alþý$ubla$ið heimsækir Ós^ld Knudsen og ræðir m. a. vfö hann um kvik- myndagerð hans, erfiðar adstædur ©£ myndina um Surt, sem fékk verð laun f'yrir skömmu síðan. URINN STEFNI AÐ ÞESSU Það var eins og að koma inn í baðstofu í gömlum sveitabæ, að koma inn í stofuna hjá Ósvaldi Knudsen. Þar var allt í þessum gamla vinalega stíl, bæði hús gögnin og umhverfið, og til að kóróna allt þetta, var gamall ask ur á einu borðinu. Einhver óvenjuleg kyrrð og ró hvíldi yfir öllum þessum gömlu 'hlutum, — þeir höfðu greinilega góð áhrif á mann. — Ég er alinn upp í svona um hverfi, sagði Ósvaldur, og mér finnst ég kunna bezt við mig inn an um gamla hluti. Þess vegna hef ég reynt að halda þessum gamla svip hér. — Ertu þá ekki hrifinn af því, sem nú er í tízku? spurði ég. — Mér finnst margt fallegt af því, sem nýtt er í dag, en einhvern veginn finnst mér samt heimilis legra í umhverfi, sem er með göml um svip. Það hefur hver siiin smekk. — Er ekki sumarbústaðurinn þinn torfbær? — Jú, ég byggði gamlan sveita bæ úr torfi í Ölfusinu. Þar dvelst ég eins oft og lengi og ég get. Nokkrum sinnum hef ég komið í Dillonshús við Árbæ og þar hef ur mér líka liðið vel. Mér finnst allt vera notalegt, sem er gamal dags. — Hvar á landinu ertu fædd ur? — Ég er nú fæddur fyrir aust an, en þaðan fón ég norður, og var á Akureyri til 12 ára aldurs. Þá kom ég hingað suður. — Og fórstu fljótt að taka kvik myndir? — Nei, ég byrjaði á því árið 1945. Guðmundur Einarsson frá Miðdal 'átti; þá kvikmyndavél og fékk mig til þess að kaupa mér tökuvél lika. Þannig byr.iaði þetta og síðan hef ég ekki getað slitið g 23. sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ mig frá kvikmyndunum. — Og hvað hefurðu svo helzt myndað? — Mesta áherzlu hef ég lagt á það, sem er að hverfa, en auk þess hef ég kvikmyndað ýmislegt, sem hér hefur skeð á þessum árum. Fyrsta myndin, sem ég setti samari var af Heklugosinu 1947, en mést tók ég styttri þætti fyrst — Hvað heldurðu svo að kvik myndtrnar þínar séu orðnar marg ar? í — ijg hef nú ekki ákveðna tölu á þeiin, en þær eru víst orðnar milli ítuttugu og þrjátíu. Þessar t myndir eru allar í litum en mis langar. -r Býrð* þá til kvikmyndahand rit, áður en þú byrjar að taka? — Nei, það geri ég yfirleitt ekki, heldur hugsa ég mér bara þráðfcm. Svo breytúst það allt saman á meðan ég er að vinna að myndinni; sumt er ekki hægt að taka, annað verður að taka öðru vísi en maður hugsaði sér í byr-j un. — Eru nokkrar af þessum mynd um leiknar? — Nei, ég hef ekki farið út í slíka kvikmyndagerð, vegna þess að ég tel mig ekki ráða við leik myndir. Þetta hafa eingöngu ver ið fræðslumyndir, sem ég hef verið að reyna að gera hingað til. — Aðstæðurnar hafa auðvitað oft -verið erfiðar? — Jú, ekki er hægt að neita því, en ég hef notið stuðnings ágætra manna, svo sem Kristjáns Eldjárn, Sigurðar Þó.rarinssonar og Þórhalls Vilmundarsonar. Þeir hafa samið textana með myndun um og aðstoðað mig á ýmsan hátt Ég er svo ósköp illa að mér í þessum efnum og hef þess vegna þurft að sækja mikið til annarra. — Svo hefurðu orðið að senda allar filmur út til framköllunar? — Því miður er ekki hægt að framkalla litkvikmyndir hérlend is ennþá, en mér skilst, að með tilkomu sjónvarpsins komi upp framköllun fyrir svart hvítar film ur. Oft hefur maður orðið að bíða svo og svo lengi eftir fram köllun á filmunum, og í sumum tilfellum hefur sumarið verið bú ið, þegar þær hafa komið aftur og þá hefur verið of seint að end urtaka það, sem mistekizt hefur — Það er mikill munur á að fást við kvikmyndagerð hérlend is ógf erlend's, hvað tæknilega að stöðu snertir, en ¦ hér eru án efa skemmtilegri verkefni úti í nátt úrunni. Heldurðu, að þú vildir skipta og fá betri aðstöðu og er lent landslag? — Nei. alls ekki. Við höfum hér eld og ís og sérkennilegt lands lag, oe bað er ómetanlegt. Ég vil heldur hafa óþægindin í sam bandi við framköllunina og annað, og fá að vera í þessu fallega um hverfi. heldur en að fá góða aff- stöðu. — En bú hefur mun betri að stöðu mina pn begar þú varst að byrja, fr ekki svo? — Jú íú bað er tvennt ólíkt Ég var ó«ur v:ð klippingu og ann að hér •' br>r«stofunni, og þurfti að hlfi"ns hnrt með allt, þegar gesti vnar n« earði, en nú hef ég sérstakt klinnherbergi, tónupptöku • herberg'. bar sem sá er les text ann situr, svningarklefa, og filmu geymsln o" skála, sem ég sýni í fyrir vini m?na og kunningja, — en þar hsfffl' ég áður málaravinnu stofu. Þegar h»r var komið, fluttum við okk"r i'jr c+ofunni með gamla viðkunnanies?T svipnum, yfir í sýnr ingarsaiinn Ósvaldur er lærður málarameic^ari. 0g hefur það ver ið hans aSa'starf, en kvikmýnda gerðin hef'"- vprið hans hjartans áhugamA' ng hann segir mér, að allar-frís*"ndir hans fari í kvik Texti og myndir: Ólafur Ragnarsson í; Osvaldur iruii í eldtraustu filmugeynislunni sinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.