Alþýðublaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 14
„Nýr-Stormur" kemur út á morgun Á föstudaginn kemur út nýtt vikublað hér í borg inni, sem heitir Nýr Stormur eins og áður hefur verið frá skýrt í Alþýðublaðinu, Að sögn Gunars Hall. út gefanda blaðsins verður það tólf síður að stærð og mun hér eftir koma út á hverj um föstudegi. Þetta á að vera frjálst og óháð blað, þar sem fjallað verður um stjórn mál auk annars innlends og erlends efnis. WILLY BRANDT. . . Framhald af 3. síðu. ið við ærumeiðingar. Hann nefndi dvöl sína í Noregi á stríðsárun tim og kvaðst hafa snúið aftur til Þýzkalandg með hreina samvizku. Brandt útilokaði möguleika á tnyndun samsteypustjórnar allra flokka. Aðspurðir neitaði vara- formaður flokksins, Fritz Erler, því ákveðið að öðru kanzlaraefni hefði gengið betur í kosningabar áttunni. Flokksstjórnin gaf í dag út tilkyningu, þar sem Brant var þakkað fyrir störf hans í kosninga baráttuni. GÖNGUFERÐ. . . Framhald af síðu 3. súrefnisgeymi. Sennilega notar hann þá tækifæriö til mynda töku. Hann mun reyna nokkrar skrúfur og bolta og sérstök geimtól. Hann mun reyna nokk ur geimtól, og hann mun láta sig líða í loftinu að stillitækja liluta geimfarsins og taka það an geislamælingatæki, sem fest er utan á geimfarið. Á þeytingnum gegnum rúm ið með átta kílómetra hraða á sekúndu, vonast Scott til að geta gert athuganir á Agenaeld flaug, sem mun verða á ferð þar í grendinni og skotið verð Ur á loft áður. Einnig munu geimfararnir oftsinnis nálgast og koma Geminigeimfarinu sam síða Agena eldflauginni, en þetta er aðferð, sem bráðnauð synlegt er að geta beitt, er Bandaríkjamenn senda mannað geimfar til tunglsins fyrir árið 1970. Armstrong geimfari hefur geimflugsreynslu, en ekki Scott, þar sem Armstrong, sem er 35 ára að aldri, hefur reynslu flogið geimþotunni amerísku X—15. Árið 1962 hætti hann tilraunaflugi og gerðist geim fari. Meðan áætlanir eru gerðar fyrir Gemini—8 ferðina held ur áfram undirbúningur í geim stöðvunum á Kennedyhöfða í Florida fyrir Gemini—6 og 7 ferðirnar. í Gemini— 6 ferðinni í haust munu geimfararnir Walter Sch irra og Thomas Stafford gera tilraunir til að mæta og leggj ast að Agenaeldflauginni á braut. Og á þessu ári eða snemma árs 1966 munu tveir aðrir amerískir geimfarar þjóta út í geiminn með Gemini—7 far inu í tveggja vikna metferð. TÁRAGAS. . . Framhald af 3. síðu rískur ofursti fyrirskipunum og beitti táragasi til að dreifa 400 konum og börnum og skærulið um frá neðanjarðargöngum skammt frá Qui Nhon og kvaðst hann liafa orðið að beita eldvörp um eða sprengjum ef liann hefði ekki mátt nota táragas. Vietcong gerði áhlaup á fjórum stöðum í Suður-Vietnam í dag. í Saigon er sagt, að 21 Bandaríkja maður hafi fallið, í síðustu viku og 100 særzt en 17 Bandaríkja* menn féllu og 48 særðust vikuna á undan. í síðustu viku voru 495 særuliðar felldir. 65 stjórnarlier menn féllu, 285 særðust og 15 er saknað . SÆKJA FUND. . . "'ramö a( nis 3 hallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri Vilhjálmur Þór, sem er í stjóm Alþjóðabankans, og Pétur Thor- steinsson ambassador. Viðskiptamálai’áðherra hefur verið í opinberri heimsókn í Tékkó slóvakíu og fór beint frá Evrópu til Bandaríkjanna, en þeir, sem héðan fóru, flugu vestur um haf í gær. FUNDUR. . . . Framhald af 1. síffu. kvaddur til. Prentararnira haf boðað vinnustöðvun frá 1. október að telja, en hinir hafa allir sjö daga uppsagnar frest. Auk áðurnefndra funda hafa prentarar haldið tvo fundi með vinnuveitendum sínum. Samningaumleitanir em sem sagt í gangi, og vona víst allir að til verkfalls þurfi ekki að koma, því annars er hætt við, að jólabækurnar verði fáar í ár og þótt sum um sé illa við dagblöðin vilja þeir samt helzt ekki án þeirra vera. MJÓLKIN. . . . Framhald af l. sfffu einhverjum umbúðum, en dreifa henni ekki í mjólkurbrúsum, sem mælt væri upp úr á hverjum sölu stað. Aftur á móti sagði hann að hérlendis muni slíkt aðeins vera við haft í Reykjavík, og nefndi til dæmis Akranes, en þar á Mjólkur samsalan mjólkurstöð, og sagði markaðinn þar ekki bera dýrar vélar til að setja mjólkina á liyrn- ur eða flöskur. Þess vegna væri mjólk seld þar í lausu máli. — En þótt almenningur í Reykja vík geti ekki fengið keypta mjólk í lausu máli er hún seld í brúsum til siúkrahúsa, veitingahúsa og til iðnaðar, svo sem bökunar, sagði sölustjórinn. Varðandi skiptingu mjólkur- magnsins milli þessara þriggja af- greiðsluaðferða, gaf hann þær upp- lýsingar, að daglega seldust 70 þúsund eins lítra hyrnur, 4600 lít- ersflöskur og um það bil 4000 lítr- ar í brúsum. Færi mjólkin í Reykja vík, Hafnarfjörð og Kópavog, suð- ur um allt Reykjanes og austur í sveitir. Þegar við spurðum, hvort ekki væru væntanlegar nýjar mjólkur- umbúðir, í stað hyrnanna, sem mörgum er hálfilla við, sagði Odd ur Helgason, að þeir þarna hjá Mjólkursamsölunni, reyndu að fylgjast með öllu þvi sem kæmi nýtt í þessum málum, en hingað til hefðu þeir ekki fundið neitt, sem þeir teldu taka hyrnunum fram. Þær pakkningar, sem notað- ar væru hjá Kea á Akureyri taldi hann ekki heppilegt að nota í Reykjavík, því að 10 lítra kassar ÖOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO útvarpið Fimmtudagur 23. september. 7.00 Morgunútvarp. Veðurfr. Tónl. 7.30 Fréttir. 9.00 Útdráttur úr forystugreinum dagblaðanna. 12.00 Hádegisútvarp. Tónl. 12,25 Fréttir og vfr. 13,00 Á frívaktinni. Eydís Eyþórsdóttir stjórnar óskalagaþætti fyrir sjómenn. 15.00 Miðdegisútvarp: — Fréttir. Tilk. íslenzk lög og klassisk tónlist. Einar Kristjánsson syng- ur tvö lög, Hamraborgin og Kirkjuhvoll. 16.30 Síðdegisútvarp. Veðurfr. Létt músik. 17,00 Fréttir. 19.30 Fréttir. 20,00 Daglegt mál. Svavar Sigmundsson stud. mag. flytur þáttinn. 20,05 „Scheresade”, lagaflokkur eftir Ravel. 20,20 Raddir skálda: Úr verkum séra Sigurðar Einarssonar í Holti. Ævar R. Kvaran og Har- aldur Björnsson flytja kafla úr leikritinu „Fyrir kóngsins mekt.” Þorsteinn Ö. Stephensen les óbundið mál eftir séra Sigurð og höfundur sjálfur kvæði. Ingólfur Kristjánsson undirbýr þáttinn. 21.10 Minningar frá Brasilíu, hljómsveitarþættir. 21,35 Jóreykur, — hestamaður ferðast frá Buenos Aires til Washington. Baldur Pálmason les kafla úr bók eftir Felix Tschiffrey, í þýð. Maju Baldvins. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: Herra Poncin, eftir N. Flower í þýð. Guðm. Ársælssonar. Fyrri liluti. — Hildur Kalman les. 22,30 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23,00 Dagskrárlok. væru of þungir til að bera þá heim, en hér í borginni væri ekki hægt að koma við því dreifingarkerfi, sem Akureyringar hefðu. Þar væri mjólkinni dreift á vegum matvöru búða Kaupfélagsins, og henni ek- ið heim til neytenda. Auk þess, sagði hann, að umbúð- ir KEA væru dýrari en hyrnurnar og ekki væri talið, að mjólkin geymdist neitt betur í þeim, en sumum fyndist hyrnurnar rúmast illa í kæliskápum, og væri það að mörgu leyti rétt. Erlendis er nú unnið að éndurbótum á báðum þessum umbúðategundum, og má því vænta breytinga á þeim fljót- lega. Oddur Helgason sölustjóri sagði, að til tals hefði komið að skipta yfir £ svonefndar „Pura-pak” um- búðir, sem væru mikið notaðar í Bandaríkjunum, en minna í Evr- ópu, vegna þess, hve dýrar þær væru. Frá þessu hafi þó verið horf- ið, því að í ljós hafi komið, að Pure-pak væru 20—30 aurum dýr- ari pr. líter en hyrnurnar. Væru umbúðir þessar svipaðar hyrnun- um að allri gerð, en væru ferkant aðar og framleiddar í tveggja lítra stærðum auk eins fjórða og líters- stærðanna. Tetra-pak, fyrirtækið sænska, sem framleiðir hyrnurnar, er nú að byrja framleiðslu á ferköntuðum mjólkurílátum, en óvíst er enn hvernig sú tegund reynist. — Eins og málin standa í dag, sagði Oddur að lokum, — eru ekki til neinar umbúðir, sem við teljum tilvinnandi, að nota í stað hyrnanna, en að sjálfsögðu reyn- um við að fylgjast með því, sem gerist annars staðar, í von um að finna það, sem heppilegast yrði hérlendis. HAUSTFLUTNINGAR. . . . Frh. af 1. síðu. fluttar sláturafurðir, en þess má geta að ekkert frystihús er í Ör æfum. Áður en flugsamgöngurnar komu til sögunnar, söltuðu bænd ur kjötið og geymdu til vors, og komu því yfirleitt landleiðina á markað, en þegar þeir notuðu sjó leiðina lentu þeir oft í erfiðleik um, því að hafnlaust er á þessu svæði. Frá Reykjavík flytja flugvélarn ar matvöru, verkfæri og* þunga flutning og slátra Öræfabændun svo eftir því, sem kemst í flugvél ina hverju sinni, þegar hún fer til höfuðborgarinnar. Framkvæmdastjórastarf Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar í Reykjavík, er hafa skal yfirumsjón með bygg- ingu 250 íbúða á ári hiverju. hér í borg, á árun- um 1966—1970, óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjória. Æskilegt er að sá, sem starfinu gegnir, sé verkfræðingur, arkitekt eða bygging- arfræðingur og hafi auk þess reynslu af störf- um við húsabyggingar. Umsóknir skulu sendast til formanns nefnd- arinnar, Jóns Þorsteinssonar, alþingismanns, Stóragerði 1, Reykjavík, er gefur allar nánari upplýsingar. Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar. Rafvirkjar - vélstjórar Við Mjólkárvirkjun í Arnarfirffi er staða rafvirkja effa vélstjóra laus til umsóknar. Áskiliff er, aff umsækjandi sé fjölskyldumaður og aff hann hafi próf frá rafmagusdeild Vélskólans. Umsóknir meff uppl. um menntun og fyrri stþrf, send- ist starfsmannadeildinni fyrir 4. október. Rafmagnsveitur ríkisins, starfsmannadeild. Laugavegi 116, Reykjavík. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jaarðar- för móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, Rannveigar Jónsdóttur, Eyri, Eyrarbakka. Börn, tengdabörn, barnabörn og systkini. |,4 23. sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.