Alþýðublaðið - 26.09.1965, Síða 5

Alþýðublaðið - 26.09.1965, Síða 5
Húshyggjjendur Byggi nga m eista ra r p ó s T SENDUM N ý k o m i ð : Gúmmísiígvél í öllum stærðum. Glugginn -^- Ilinn viðurkenndi norski TE-TU glug'gi er kominn á íslenzkan markaff. Framleiðandi samkvæmt einkaleyfi: Gluggaverk- smiffjan RAMMI S/f, Hafnargötu 90, Keflavík.. Fyrsta verksmiffjan hér á landi meff SÉRVÉLAR til smíði glugga og svalahurða. Opnanlegir gluggar og svalahurðir algjörlega vatns- og vindþéttir. Ný gerff af lömum „PENDU“-messing-Iamir. -^- Allir gluggar fúavarffir meff sérstakri böffun.. -^- Allir gluggar afgreiddir meff opnanlegum römmum hengsluffum. Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 17 — Framnesvegi 2. Juan Bosch snýr aftur heimleibis Neu) Yorfc, 25. sept. (NTB - ReuterJ JUAN Bosch, fyrrverandi forseti Dóminikanska lýðveldisins, snýr aftur til Santo Domingo i dag, rétt um tveimur árum eftir að herfor- ingjar steyptu honum af stóli. — Bosch hefur aö undanförnu hi'dð í Puerto Rico. Hann hefur lýst því yfir, að hann sækist ekki eftir því að verða forseti á ný. Ástandið er að mestu leyti með eðlilegum hætti í höfuðborg lýð- veldisins eftir liina hörðu borgara- styrjöld sem leiddi til ihlutunar handarískra hersveita. Kyrrt hef- ur verið i höfuðborginni i margar vikur, en efnahagsmálin eru enn í ólestri. Líða mun á löngu þar til allt kemst í samt lag aftur, að því er sagt er í Santo Domingo. Minningarspjold atyrktarfélags angeíinna, fást á eftirtöldum stöff im. Bökabúff Braga Brynjólfsson ir, Bókabúð Æskunnar og á skrif tofunni Skólavörðustíg 18 efstu iæð. SCHRÖDER VERÐUR í STJÓRNINNI GERHARD Cchröder utanríkisráð- herra mun gegna embætti sínu á- fram i nýju stjórninni, sem Er- hard kanzlari myndar í Vestur- þýzkalandi á grundvelli kosninga- xirslitanna. Þetta kom greinilega í Ijós í gær. Schröder sagði í sjónvarpsviðtali, að kosningaúrslitin jafngiltu traustsyfirlýsingu við utanríkis- stefnu stjórnarinnar og hann gerði því ráð fyrir að halda áfram störf- um utanríkisráðherra. Cehröder sagði, að. hann mundi ekki taka við öðru embætti í stjórninni. GluggaverksmiSjan RAiVIIVil s f, Hafnargötu 90, Keflavík Sími 1601. — Heimasímar 2240 — 2412. Eftir séra Jakob Jónsson Nýlegaihefur verið vakið máls i á því í blöðum, hvort rétt sé að | útvarpa jaröarförum. Þessa hug ic.oingu mína í dag ber engan j veginn að skoða sem svar við I greinum, sem um þetta íjalla, en hins vegar hafa umræður um þetta orðið til að rifja það upp fyrir mér, að hér er um að ræða vandamál, sem margir hafa rætt við mig á liðnum órum. Sannleik urinn er sá, að það er eklci að öllu leyti auðvelt að gefa algilt svar við því, hvort jarðarför skuli útvarpað eða ekki. Málið hef ir ýmsar hliðar. Af hverju vilja menn útvarpa jar-ðarförum? Ein ástæðan getur verið sú, að menn vilji fylgja tízk unni. Og mönnum er vorkunn. Dæmi eru til þess, að fólk, sem á að sjá um jarðarfarir, verður jafnvel enn viðkvæmara en ella fyrir umtali heimsins, því að það vill ekki undir neinum kringum stæðum liggja undir því ámæli, að það vanræki nokkuð, sem mætti verða til virðingar hinum látna. það er sjálfsagt ekkert einsdæmi að menrr leiðist af þessum orsök um lit í öfgar og íburð. Og svo undarlegt sem það kann að virð ast, er eins og menn þekki sjálfa sig afar> illa í þessum efnum. Mað ur, sem lætur ekkert tækifæri ó notað til að bölsótast yfir kostn aði og íburði við jarðarfarir, er vis til þess, ef til á að taka, að biðja um kistu af dýrustu gerð, hafa hóp af einsöngvurum, biðja um hálfa eða hcila sálmabók til söngs, og sem allra stærstan söng flokk. Og auðvitað útvarp. Þarna er útvarpið orðið liður í óhófleg um íburði, sem út af fyrir s:g er alltaf smekkleysi. Jarðarförin á að vera látlaus athöfn, tildurslaus, og einföld að gerð. Nú geri ég ráð fyrir, að fæstir vilji kannast við, að þeir óski eft ir útvarpi jarðarfarar af þessum ástæðum. Venjulega er það gert vegna fjarverandi ástvina, og stundum aðeins vegna eins manns sem er þannig settur að hahn get ur ekki verið viðstaddur útförina Hér er sjáifsagt svo margt sinnið sem skinnið. Mér finnst sjálfum, að mig myndi ekki langa til að hlusta á söng og líkræðu frá kirkju þar sem verið væri að jarða ein livern mér nákominn. Ég myndi heldur óska eftir tækifæri til að vera einhvers staðar einn út af fyrir mig með hugsanir mínar og bænir. Þannig er einnig hægt að sameinast söfnuðinum, þó að ekki sé unnt að vera innan sömu veggja Nú veit ég að aðrir hugsa öðru vísi, og sjálfsagt munu þeir segja að þeir eigi kröfu til þess, að til lit sé tekið til þeirra, og útvar-pið notað, ef möguleikar eru á slíku. En þá er því til að svara, að út sending jarðarfara snertir fleiri en nánustu aðstandendur. Þeim er útvarpað til allrar þjóðarinnar, og þá hlýtur að vakna sú spurning, hvort þjóðin sé þess umkomin að tiota útvarpstæki sin eða nota þau ekki. Gerum ráð fyrir, að aðstandend ur í fjarlægð noti útvarpið eins og til er ætlast. Sízt skyldi ég bera á móti því, að slíkt geti ekki orðið neinum til huggunar. Þrátt fyrir það, sem ég sagði áðan, veit B ég mörg dæmi til þess að menn hafa hlustað með svo náinni sam úðartilfinningu, að þeir væru í raun og veru þátttakendur. Aðr ir hlusta ekki af því, að þeir ætli að taka þátt í helgiathöfn, heldur af því að litvarpið gengur hvort sem er. Það hvín og syngur í tækinu, hvernig sem á því stend ur. Slíkt sýnir auðvitað engan skilning á því, hvernig útvarp á að nota yfirleitt. Það er þessi óeðli lega hálfhlustun á allt, sem frá tækinu kemur, sem gerir útvarpið oft á tíðum að þreytandi nöldur tæki. Þegar fólk er saman komiSf við vinnu eða annars staðar, þar sem ekki getur orðið samstilling eða þögn við jarðarfarir, á sá sem ríkjum ræður, að hafa nægi lega kurteisi til að bera og nógU mikla samúð með syrgjandi fólki, til að skrúfa fyrir tækið. Ég veit að til er fólk sem vill hlusta á iarðarfarir af því, að þar sé um' að ræða guðsþjónustu, með söng og predikun, — og það vakni ekki annað í huga þess en gott eitt, Framh á 15. síðu ■M«WWW8«BM.aBBl ALÞYÐUBLAÐIÐ — 26. sept. 1965 5

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.