Alþýðublaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 3
Eggert G. Þorsteinsson, fé- lagsmálaráðherra mælti í gær í neðri deild fyrir frumvarpi til laga um brunatryggingar utan Keykjavikur, en efri deild hefur þegar afgreitt frum varp þetta frá sér. Málinu var vísað til 2. umrffiðu og nefnd- ar. í efri deild mœlti Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) fyrir áliti fjárhagsnefndar deildar- innar um frumvarp til laga um lántöku vegna vega og flugvalla gerða. Auk framsögum. tóku tii máls þeir Helgi’Bergs (F) og Magnús Jónsson fjármálaráð- herra. Páll Þorsteinsson (F) mælti í gær í efri deild, fyrir frum- varpi, sem hann flytur ásamt fimm öðrum Framsóknar- mönnum um breytingu á í- þróttalögum á þá lund, að skipaðir verði sérstakir íþrótta námsstjórar. VÉL KOM EKKI I STAD FÓLKSINS Reykjavík OÓ. VÉLARNAR igeta ekki kom- ið í stað fólks og 'heimilin eru orðin fámennari og allt öðru vísi en áður var. Það eru eng- in vandræði að lifa í Ófeigsfirði ef hægt er að nýta hlunnindin, og unga fólkið er ek:ki að fara af því að það hefur ekki nóg að bíta Oig brenna en það dregst burt í þéttbýlið. Þetba sagði Pétur Guðmunds son síðasti ábúandi í Ófeigsfirði á Ströndum, í viðtali við Al- þýðublaðið, en hann kom á mánudag til Reykjaivíkur ásamt fjölskyldu sinni og er nú sest- ur að í Kópavogi og Ófejgsfjörð ur kominn í eyði. Fyrir tuttugu árum var þar þríbýli ag tvíbýli alit til þess að varðskipið Al- bert kom þar við í síðustu viku og flutti fólkið á braut. Og er nú enn einn fjörðurinn á Vest fjarðakjálkanum kominn í eyði og fbúarnir fluttir i þétt- Ibýli. Af öðru býlinu fluttu fimm manns suður í Kópavog og af hinu 'hjón með fjögur hörn til Bolungavíkur. Pétur bóndi í Ófeigsfirði er fæddur þar og hefur búið þar ■alla tíð. Hann er nú 75 ára að aldri. — Faðir minn settist þama að lárið 1874. Hann lifði til 1943. Ég gifti mig 1911 og hóf þá sjálfur búskap. Konan mín Ingi björg Ketilsdóttir er fædd á ísafirði en flutti á Strandir nokkru áður en við giftum okk ur. Hún hefur alla tíð unað sér vel í Ófeigsfirði og var ekkert spennt fyrir að flytja í burtu, en unga fólkið treysti sér ekki til að búa þarna lengur og við því er ekkert að gera. Við eiig um sjö pilta á lífi og voru þeir allir komnir burtu nema sá yngsti hefur verið hjá okkur til þessa. Annar sonur okkar bjó einnig í Ófeigsfirði en flutti um leið og við. Hann fór til Bol ungavíkur ásamt konu og fjór um börnum, þau eldri voru far in að heiman áður. Við vorum fimm á mánu býli, við hjónin, sonur okkar, systir mín oj» gam all maður okkur áhangandi. — Ófeigsfjörður °r með mestu og beztu hlunnindaiörð um í Strandasýslu, en jörðin er einangruð og erfitt með að drætiti. Næsti l>ær er ekki nema um þrjá kílómetra í burtu, í Ingólfsfirði, en vegleysa á imilli, varla hægt að komast með hesta. Helztu hlunnindi eru afbnagðs góð selveiði og æð arvarp. Þá er þama mikill reki en erfitt að nýta hann, Fyrst er að ná honum og bjarga und an sjó og síðan að koma hon- wn frá sér. Jörðin er víðáttu- mikil og hrjóstrug en samt nokkuð góð undir bú. Næsta byggða jörð að norðam verðu er Drangur, en mér skilst að hún verði ekki lemgi í byggð úr þessu. Drangavtk er ó milli þeirrar jarðar os Ófeigs fjarðar, hún er nú í eyði Svona er þetta fyrir vestan. góðar jarðir en samgöngur mjög erf iðar. Gamla fólkið igetur ekfci húið eitt og un,ga fólkið sækir í þéttbýlið. Á þessum iörðum þarf að vera margt fólk til að nýta hlunnindin. Þegar eftir fermingu fara börnin í burtu í skóla og koma ekki heim nema á sumrum og fara að lokum al- farin og þá er fámennt og ein anigrað að búa i fjörðunum í Strandasýslu. — Annað er bað sem gerir erfitt að búa þar núna. Bú- skaparhættir hafa brevzt mik- Framhald á 15. síðu. *oo-ooooooooooooooooooooooooooooo< >0000000000000000 fnd athugar vanda- inál litlu hátanna ooooooooooooooo* «000000000000000 EGGERT G. ÞORSTEINSSON, sjáiMrútvegsmálaráöherra, skýrði frá því á Alþingi í gær að hann hefði farið þess á leit við formenn þingflokkanna, að þeir skipuðu hver um sig einn mann í nefnd til að athuga vandamál smærri vél- bátanna, einkum þeirra, sem eru frá 45—120 tonn að stærð. Skýrði ráðherrann frá þessu, er Björn Jónsson (K) hafði mælt fyr- ir frumvarpi, sem hann flytur um að greidd verði 75 aura verðupp- bót á hvert kíló af línu og hand- færafiski. Eggert sagði að þetta mál hefði verið í athugun því hér væri við mikið vandamál að etja og kvaðst hann því hafa talið rétt að allir þingflokkar ættu aðild að athugun þess, og hefðu sér þegar borizt tilnefningar í nefndina, sem að framan getur og kvaðst hann vonast til, að hún gæti hafið störf hið allra fyrsta. Auk þess mundi nefndin, sagði Eggert að lokum, athuga, hvert verð er hæst hægt að greiða fyrir línu og handfærafisk- inn, en þeir bátar sem hér um ræðir eru yfirleitt of stórir til dragnótaveiða eru of litlir til síldveiða amk. að vetrarlagi og eru því margir þeirra á línu. — Nefndin mun einnig athuga hvað kosta mun að verðbæta línu og handfærafiskinn og ýmis önnur atriði í þessu sambandi. Frægír jazzleik- arar í heimsókn Reykjavík. — ÓTJ. JAZZLEIKARARNIR Art Far- men og Donald Byrd munu leika á vegum Jazzklúbbsins í Tjarnar- búð einhverntíma í þessum mán- uði. Þessir karlar munu miklir spámenn meðal jazzunnenda, og er komu þeirra beðið með mikilli eftirvæntingu. Farmer og Byrd koma sitt í hvoru lagi, en báðir eru sólóistar á trompet. Munu íslenzk- ir tónlistarmenn aðstoða þá og sér Þórarinn Ólafsson um þá hlið málsins. Á fundi með fréttamönnum sagði Þráinn Kristjánsson, form. jazzklúbbsins að hann hefði lengi haft hug á að fá þekkta tónlistar- menn hingað í stuttar heimsóknir. Þetta væri ekki ýkja miklum erf- iðleikum bundið, margir kæmu hér við á leið sinni, þar sem flugvélar þeirra millilentu í Kefla vík, og sparaði það dýran ferða- kostnað, sem hefði ákaflega mikið að segja, þegar viðkomandi stopp- aði ekki nema 2—4 daga. Þráinn Framhald á 14. siðu OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO >00000000 Hóf haldið til heiðurs Arndísi ARNDÍSI BJÖRNSDÓTTUR leikkonu var haldið samsæti í Þjóðleikhúskjallaranum sl, mánudagskvöld. Að því stóðu Félag íslenzkra leikara og Leikarafélag Þjóðléikhússins. Arndís varð sjötug á síðasta vori og lét af störfum við Þjóðleikhúsið í haust og var henni haldið samsætið af þessu tilefni. Brynjólfur Jóhannesson leikari stjórnaði hófinu og hélt aðalræðuna. Margar ræður voru fluttar og Arndísl þökkuð margháttuð störf í þágiu leiklistar á íslandi. Meðal þeirra sem tóku til máls var Guðlaugur Rósinkranz þjóð- leikhússtjóri og Herdís Þor- valdsdóttir leikkona, sem tal- aði fyrir hönd leikara Þjóð- leikhússins. Leikarar og starfsfólk leik- , húsanna fjölmenntu í hófið, < sem var hið ánægjulegasta. í < alla staði, komu þar fram \ < margir og góðir skemmtikraft- ar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. nóv. 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.