Alþýðublaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 5
Benzínsðlð - Hjólbarððviðgerðir Opið alla daga frá kl. 8—23,30. íHíjélfoarðaverkstæöið Hraunholt Horni Lindargötu og Yitastígs. — Sími 23900. Á IþýðubíadÍÓ óskar að ráða blaðburðarböm í eftirtalin hverfj Laugarneshverfi Miðbæ Laugaveg, neðri Hverfisgetu, efri Miklubraut Hverfisgötu, neðri Seltjarnarnes I. Laufásveg Lindargötu Laiigaveg efri Voga ★ TVEIR VINSTRIMENN Einu vinstrisinnarnir í annars mjög íhaldssamri stjórn Erhards eru þeir Hans Katzer, sem skip- aður var verkalýðsráðherra og íékk þar með ráðherraembætti í fyrsta sinn, og Paul Liicke fv. húsnæðismálaráðherra, sem fékk innanríkisráðuneytið. Báðir hafa ágæt samskipti við Jafnaðar- mannaflokkinn (SPD), og fyrir tveimur árum setti Liicke sig í samband við Herbert Wehner, einn af leiðtogum SPD, til þess að ræða við hann um möguleika á myndun samsteypustjórnar CDU og SPD. Samskipti hans við SPD eru enn mjög góð, jafnvel þótt ekkert yrði úr ráðagerðinni. Hans Katzer. sem er 46 ára að aldri, verður ekki þægilegur .ráðherra í stjórn Erhards. Hann er formælandi þess arms CDU, HANS KATZ: Vinstri maður varð verkalýðsmálaráðherra sem lítur á það sem helzta verk- efni sitt að ganga lengra en SPD í róttækum kröfum. Hann mun kappkosta að gæta hagsmuna launþéga, en völd hans eru ekki mikil. Fylgismenn hans eru ekki fjölmennir og eru enn hrifnir af fyrstu stefnuskrá CDU, sem er frá þeim tíma er CDU vildi þjóð- nýta stóriðnaðinn. ★ UNGUR RÁÐHERRA OG GAMALL Enginn veit enn sem komið er hvaða stefnu hinn nýskipaði fióttamannaráðherra, Johann B. Gradl, mun fylgja. Gradl, sem er 61 árs að aldri, er annars vegar eindreginn and- stæðingur 'samningsins um lieim- ERHARD kanzlari lagði nótt við nýtan dag í nokkrar stormasam- ar vikur til að koma nýrri stjórn á laggirnar, en árángurinn veld- ur vonbrigðum. Ýmis konar póli- tískur rígur og persónuleg óvild ríkir milli ráðherranna innbyrð- is. Svo mjög er þetta áberandi, að samvinnan innan stjórnar- innar hlýtur að verða erfiðleik- um bundin. Svo seint sem í vor bar vara- formaður Kristilega demókrata- flokksins (CDU), Hermann Duf- hues, fram kröfu þess efnis, að róttæk endurskipulagning yrði gerð á stjórninni og ungum mönnum fengin ráðherraemb- ætti. En um slíka breytingu hef- ur ekki verið að ræða. Aðeins fjórir ráðherrar eru nýir. RICHARD JÁGER: Hægri maffur varff dómsmálaráðherra. takt, einn .. . tveir .. . áfram gakk .. ★ UMDEILDUR RÁÐHERRA Umdeildasti maðurinn er Ric- hard Jdger dómsmálaráðherra, sem er úr hinni bæversku flokks deild kristilegra demókrata (CSU) og er ofstækisfullur ka- þóliki. Skipun hans hefur valdið öllum þeim vonbrigðum, sem gerðu sér vonir um að frjálslynd ur maður yrði skipaður dóms- málaráðherra. Ekkert lýsir hon- um eins vel og ummæli hans sjálfs. Tímaritið „Spiegel” safn- aði nokkrum þeirra saman fyrir nokkrum vikum. ★ Jager hefur m. a. sagt: „Það er ekki ólýðræðislegu eða lýð- ræðislegu réttarríki ósamboðið að innleiða dauðarefsingu fyrir landráð, einnig á friðartímum”. Jager segir einnig: ★ „Þeir, sem vilja að morð- ingjum sé hegnt með dauðarefs- ingu, skulu ekki kjósa frambjóð- endur jafnaðarmanna”. Og ef SPD hefði fengið stjórn- artaumana í sínar hendur: ★ væru skriðdrekar Rauða hersins löngu komnir inn í Bæj- araland og rauði fáninn við hún á Marientorginu í Munchen”. Erhard hefur sennilega fallið þungt að verða að blíðka Strauss og taka Jager í stjórnina. Mað- ur, sem lætur í ljós aðdáun á Franco og Salazar, er frjálslynd- um manni eins og Erhard fram- andi. Jager sér ekkert athuga- vert við grimmdarverk þau, sem framin eru í nýlendum Portú- gala, og hefur auk þess rægt Willy Brandt og rangsnúið dvöl hans í Svíþjóð og Noregi á Hitl- erstímanum. Og ef „rauðar óeirðir" skyldu brjótast út einhvers staðar í Vestur-Þýzkalandi telur nýi dómsmálaráðherrann, að „ríkið hrynji annað hvort til grunna eða stjórnin neyðist til að nema stjórnarskrána úr gildi og stríða gegn henni i athöfnum sínum”. Jager hefur á síðastliðnum fjór- um árum átt i stöðugum ófriði við samstarfsflokk CDU í rikis- stjórn, Frjálsa demókrataflokk- inn (FDP). Hann kallar FDP flokk agalausra einstaklings hyggjumanna, svo að tæplega verður komizt hjá illindum. ERHARD .. .tveir .. . aliir í sóknir Vestur-Berlínarbúa til ættingja í Austur-Berlín og hins vegar fylgjandi sveigjanlegri stefnu gagnvart ríkjunum í Austur-Evrópu. , Gerhard Stoltenberg, sem er 37 ára að aldri og kallaður „undrabarn” CDU, fær nú sæti í stjórninni sem visindamálaráð- herra. Stoltenberg er annar yngsti ráðherrann í sögu Þýzka lands — aðeins Göbbels var einu ári yngri þegar hann varð áróff- ursmálaráðherra Hitlers. Stolt- enberg var „uppgötvaður” fyrir nokkrum árum þegar hann var formaður æskulýðsfélags CDU „Junge Union”, í Slésvík-Hol- stein. Hann er lítt þekktur með- al þjóðarinnar, þrátt fyrir skjót- an frama. Ekkert ráðuneyti hefur haft einn og sama ráðherrann eins lengi og samgöngumálaráðu- neytið. í 16 ár hefur þar ráðið ríkjum Hans Christoph See~ bohm, sem meira en flestir aðrir er steinn í götu bættra sam- skipta Vestur- Þjóðverja vj 9 Austur-Evrópu vegna þess að hann krefst þess sífellt, að fyrr- verandi þýzkum héruðum í austrl verði skilað aftur. Mannaskipti hafa tíðast orðið í dómsmála- ráðuneytinu og vonandi brýtur Jager ekki þessa hefð. Nú er öðru visi háttað en á fyrsfu árunum eftir heimsstyrj- öldina þegar Adenauer leitaðl- þeirra sérfræðinga, sem hann hafði þörf á. Nú eru það sér- hagsmunahópar, sem ráða þvl hvernig stjórnin er skipuð, og vafasamt hlýtur að teljast hvorl Erhard tekst að halda flokknum saman í fjögur ár. En ef þad tekst hafa hann og Seebohm góða möguleika á að slá metl Bísmarcks við, en hann var ráð- herra í 19 ár. * BILLINN Rent au Icecar Símí 1 8 8 3 3 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. nóv. 1965 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.