Alþýðublaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 7
SUMARIÐ 1950 frétti ég í Kaup- mannahöfn, að efnilegasta ljóð- skáld yngri kynslóðarinnar í Noregi héti Tor Jonsson. Varð ég mér úti um bækur hans þrjár, „Mogning í mörkret”, „Berg ved blátt vatn” og „Jarnnetter”, og fékk á þeim mikið dálæti. Veturinn eftir barst svo andláts- fregn skáldsins. Tor Jonsson réð sér bana að unnum úrslitasigri. Kann ég enga raunhæfa skýr- ingu á þeirri ráðstöfun hans, en Norðmenn höfðu misst frábær- an listamann. Tor Jonsson orti á landsmáli, enda fæddur og uppalinn í Lom, fjallabyggð í Guðbrandsdal, sem fræg er af náttúrufegurð sinni, en fátækt hefur löngum þótt landlæg þar um slóðir. Vora og kjör hans næsta kröpp í æsku. Tor Jonsson stundaði um skeið landbúnaðarstörf í átthögunum, en hleypti brátt heimdraganum, gerðist blaðamaður og hóf rit- störf. Kvaddi hann sér hljóðs á skáldaþingi hálfþrítugur að aldri og átti þá aðeins áratug ólifað. Eigi að síður mun hans lengi getið í norskri bókmennta- sögu. Honum vannst vel á skömmum tíma. Tor Jonsson minnir helzt á Stein heitinn Steinarr íslenzkra samtíðarskálda. Hann samdi ljóð af hugkvæmnislegri tækni og var óvægilega ádeilugjarn, en túlkaði jafnframt fíngerðar til- finningar og yfirskilvitlegan næmleik. Sennilega saknaði hann alltaf æskusveitarinnar uppi í Guðbrandsdal, en sviði endurminninganna um harð- ræði og umkomuleysi hvarf hon- um aldrei. Þannig kom til sú tvíhyggja, sem einkenndi skáld- skap hans og hóf ljóðin í æðra veldi. Tor Jonsson beitir mjög táknum, hvort heldur hann er glaður eða hryggur, sæll eða reiður, og dauðagrunurinn fylg- ir kvæðum hans eins og skugg- inn ljósi. Skáld'ið skynjar örlög sin áður en hann veit þau, styrj- öldin hefur kannski vakið hon- um þennan geigvænlega beyg, og Tor Jonsson var of viðkvæm- ur til að harka af sér nema í eldraun bardagans, þess vegna lét hann fallast fram á vopn sitt að fengnum sigri, þó að hann ætti sér ómþýða og hljómsterka davíðshörpu. En vegna hennar lifir hann dáinn. Nú er í ráði að varðveita til- tækar heimildir um Tor Jons- son á bernskuheimili hans í Lom, þar sem systir hans býr. Þær verða nokkrar bækur og myndir, svo og húsið, sem faðir hans byggði, óbreyttir munir að eign- armati, en ríkur arfur samt. Og þar mun forvitinn gestur skiija betur en ella sögu þcssa dula manns, sem þó reyndist flestum opinskárri í Ijóðum sínum, ein- farans á fjöldans vegi, skáldsins, er lagði líf sitt að veði í boð- skap og túlkun og flýði að heirv an til að komast heim. Þangað hefur hann borizt í tvennum skilningi. Tor Jonssonvar meistari þeirr- ar vandasömu íþróttar að gera stutt kvæði stór. Norsk kjær- leikssong ber aðferð hans órækt vitni: Framhald á 10. síðu. [-» GRÍMA: Leikritið um frjálst framtak Steinars Ólafssonar í veröld inni. Höfundur: Magnús Jónsson Leikstjóri: Eyvindur Erlends son Magnús Jónsson brúkar í nið urlagi leiks síns iiugmyndina sem þeir Múlabræður hættu við að herma eftir Strompleik Lax- ness i Járnhausnum í vor: upp kemur í leiknum kuflbúinn „meistari” sem greiðir farsæl lega fram úr rembihnút hans, flytur áhorfendum ísmeygilega tölu um fánýti allra hluta, ekk ert skipti máli í því samfélagi þar sem nú lifum vér. Karl Guð mundsson fer með þessa þulu af mikilli kúnst. Og þó hug- myndin sé ekki ýkja djúpt sótt fær þó satíra höfundarins i þess ari „þjóðfélagsádeilu" ianghelzt brodd í leikslokin, og þar skilst hann greinilegast við venjubund inn skopleik. Annað innsköts- efni hans í leiknum, kórar, á- vörp og athugasemdir beint til áhorfenda, eru meir tll pírum párs og uppfyllingar, án þess að skipta sjálfa framvindu leiks-. ins nokkru þó margt sé gert með hnyttni. En vegna þessa tvlsklnnungs, meðal annars mis tekst leikurinn sem raunhæf á- deila, sém ýti við áhorfendum um, veki þá og virki til þátttö! hugsunarferli sem fram farj í: húsinu sjálfu. Grímumenn lásu upp leikr um frjálst framtak Steinars afssonar í veröldinni, leiki uppkastið væri víst nær segja, á sviðinu í Tjarnarbæ; mætti segja að leikurinn v hálfleikinn. Þetta flutningsfi virðist mjög haganíegt' fyrir ’ rit af þessu tagi þar sem ung ur höfundur er að þreifa sig áfram, kanna hvað hann géti gert; kostir þess njóta sín vel með þessu móti en. trafali verð ur með minnsta móti af van smfði þess. Sviðsetningin ef vérk ungs leikstjóra sem enn er við nám, Eyvinds Erlendssonar, og frumraun hans hér sem hann leys ir með sóma. Ég get ekki ímynd að mér að leikritið um Steinar hefði notlð sín betur í eiginlegri sýrtingu;" það virðist sem sagt allfjarri því að vera fullskrifað til leiks. Frumhugmynd leiksins virðíst að sönnu góð og gild; þar er lagður grundvöllur að ósköp venjubundnum skopleik. blönd - uðum alvöru eftir efnum og á- stæðum. Ferill Steinars frá venju legum, tiltölulega heiðarlegum sjómanni unz hann er orðinn smygl-matador og grósséri virð ist haganlegt tilefni hæðinnar Og ádeiHnnar samfélagslýsingar; Arnar Jónsson, Sigurður Karlsson ofe Karl Guðmundssson. mér virðist hreinræktuð skop sýn efnisins vænlegust undir- staða undir álvöru höfundárins, ádeilu hans og jafnvel eirthvern boðskap. En enn sem komið er megnar Magnús Jónsson ekki að skrifa samféllda, sannfærandi sviðsræðu; það einkennir rithátt hans að setningarnar eru einatt hnyttnar ein og ein en samtöl in míklu miður; og byggirtg leiks hans er mjög í molum. Léikritið um Steinar orkar á undirritaðan eins og forviínilegt uþpkast; þar eru dregnar útlinUr efnis, mann lýsinga og samfélags, sem sitt hvað mætti gera úr. Annars veg »r kaldrifjað grín, leikinn og liðugan farsa, með miklu meiri ritleikni og sviðstæknl. Hins veg ar, kannski. róttæka samfélags lýsingu og ádeilu með miklu rót. tækari úryinnslu efnisins, ný- stárlegri vinnubrögðum, gagn- gerari skírskotun til áhorfenda í leikhúsinu. En eins- og leikur inn stendur nú virðist út í hött að geta gátur um framtíð höf undarins, ,hver leið sé honum vænlegust cða hverja hann velji. Leikendur Grímu sem fluttu leikinn i Tjarnarbæ á sunnudags kyöld eru, eins og vera ber Ungt . fólk, sumt efnilegir leikarar, aðr ir óráðnari eins og gengur. Einna mest mæðir á Arnari Jónssyni, sem fer með þrjú hlutverk, og Hugrúnu Gunnarsdóttur með tvö. Hugrún sýndi einna mestan leik í sýningunni, lýsti þeim Bellu og .Sunnu báðum með tilfinningu ogþrótti; en raddbeitíng hennar er , enn mjög ábótavant. Fyrsta hlutverk Arnars, Siggi, er æði óráðið af hálfu höfundarins, en Arnar fór skilmerkilega með það; Júníór gerði liann síðan mjög skopleg skil. Þriðja aðalhlut verk leiksins (Steinar) les Sig- urður Karlsson, það mun vera- fyrsta eiginlega hlutverk IcikíT ans og var fíutningur hans óneit anlega með miklum viðvaninga brag. Enn er að nefna þá KarV Guðmundsson og Eyvind Erlenda son sem lýstu tveimur „gvend um" æði kátlega; það eru hreirv ar farsapersónur og líklega hc:k legastar í leiknum. Eyvindur fór ennfremur með hlutverk Lári’9 ar útgerðarmanns af þrihross- ættinni, og Karl með hlutverft: Ólafs, heiðvirðs erfiðismanno. Fleiri nöfn verða ehsk nefnd að sinni en þátttakendiác í leiknum eru níu talsins, hluk verkin fimmtán, sum örsmá. — Leiknum var vel tekið af fulí Framhald á 10. síðu FRJÁLST FRAMTAK ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. nóv. 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.