Alþýðublaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 15
Framsókn Framh af hls á undanförnum árum unnið stór- virki í hagræðingarmálum, og af- koma bænda væri yfirleitt mjög góð og skuldir þeirra yfirleitt greiddar upp, til dæmis skuldir við stofnlánadeildina. Sigurvin Einarsson (F) sagði, að í 20 ár hefði gilt sú meginregla að bændur ættu að fá hliðstæðar kauphækkanir og launamenn við sjávarsíðuna, en nú segði við- viðskiptamálaráðherra að þessi stefna væri röng. Sigurvin lagði til að öll laim bæði til sjávar og sveita yrðu látin hækka eða lækka til samræmis við aflabrögð. Spurði hann að lokum hver væri stefna ríkisstjórnarinnar í landbúnaðar- málum. Ingóifur Jónsson (S) landbún- aðarmálaráðherra, sagði að stefna ríkisstjórnarinnar væri sú að land búnaðurinn gæti staðið á eigin fót um og lán þess að til kæmu út- flutningsuppbætur. — Ráðherra minnti á að ræktun hefði - aldrei verið meiri en siðastliðið ár. og afar margt hefði breyzt til bóta í íslenzkum landbúnaði frá árinu 1960. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála- ráðherra kvaðst vilja leiðrétta nokkur atriði, sem fram hefðu komið í ræðum stjórnarandstæð- inga. Þórarinn Þórarinsson viður- kenndi nú í fyrsta skipti, sagði G.vlfi, að ég hefði nokkuð til míns máls í því sem ég hef verið að segja um landbúnaðarmálin und- anfarið, en fram til þessa bafa um mæli mín yfirleitt verið kölluð á- rásir á bændur eða landbúnaðinn í heild, en nú er liins vegar ját- að hér á Alþingi að margt af því sem ég hefi verið að segja, megi til sanns vegar færa. Æ fleiri gera sér nú grein fyrir því að í land- búnaðinum eru mörg erfiðustu efnahagsvandamálin, sem nú er hér við að etja. Síðan hrakti Gylfi rökvillu Þór- arins í Tímanum sl. sunnudag, sem Þórarinn endurtók á Alþingi í gær, að verðbólgan hefði auk- izt mun meira í tíð núverandi ríkisstjórnar en í tíð næstu stjórna á undan. Á árunum 1951 til 1959 hækkaði vísitalan um 136 % eða um 17% á ári, sagði Gylfi, en allan þennan tíma voru Fram- sóknarmenn í stjórn. En á árun- um 1959—1965 hefur vísitalan hins vegar hækkað um 9 — 10% á ári. sem er hlutfallslega mikið minna en árin þar á undan. Og síðan júnísamkomulagið var gert hefur vísitalan hækkað um 5,1% á ári. — Eg játa það fyllilega hélt Gylfi áfram, að þvi miður hefur ekki tekizt að kveða verðbólgu- drauginn niður, en mun betri ár- angur hefur þó náðst í tíð núver- andi ríkisstjórnar, en á árunum 1950-1959. Vék hann að ummælum Hall- dórs E. Sigurðssonar (F) og Sig- urvins Einarssonar (F) um að bændur ættu að eiga rétt á kaup- hækkunum til samræmis við hækk að kaup við sjávarsíðuna, hverjar svo sem orsakir þeirra kauphækk- ana væru, því þannig ættu þeir að njóta bústækkunar og aukins af- lirðamagns. Sýndi Gylfi síðan fram á að meðálbúið, sem stuðzt er við við verðútreikningana, hef- ur stækkað sl. 17 ár um 50,3%, en sömu 17 ár hefur mjólkurfram- leiðslan aukizt úr 65 þúsund tonn- um á ári í 118.600 tonn eða um 82,4% og kindakjötsframleiðslan úr 6471 tonni á ári í 12.035 tonn eða 86,0%. Mjög hæpið væri að segja, að aukið afurðamagn komi þannig fram, að það vegi upp á móti þeim kauphækkunum, sem orðið hafa við sjávarsíðuna, enda kæmi' ýmislegt annað hér inn í j og þetta dæmi væri mjög flókið og tæki langan tíma að reikna það til hlítar. Gylfi lagði síðan að lokum á- herzlu á að neytendur og bændur ættu að semja um afurðaverðið, ef þess væri nokkur kostur, og að sjálfsögðu ættu bændur að fá hlut deild í aukningu þjóðarteknanna á hverjum tíma, þótt þeir ættu rétt á sjálfkrafa kauphækkun, þótt kaup við sjávarsíðuna af einhverj- um orsökum hækkaði. Bóndinn Framhald af S. síðu ið og þarf miklu meiri aðflutn i inga en 'áður var. Farið er að kynda með olíu eða kolum, fóð urbæti þarf að flytja og margt fleira mætti telja. Lendingar- Skilyrði eru slæm í Ófeigsfirði og veldur það oft vandræðum. Erfitt er orðið til sjávar, og hæpið að fá í soðið þótt róið sé. Áður var meiri fiskur úti fyrir og sjóróðrar stundaðir. — Auðvitað leiðist mér að jörðin skuli fara í eyði, en við því er ekkert að igera. Þarna eru tvö íbúðarliús, annað nýtt og vel til þess vandað. Nú stendur það tómt. Annars er þetta ekki í fyrsta sinn sem Ófeigsfjörður fer í eyði þótt jörðin 'hafi yfirleitt verið byggð | allt frá landnámsöld. í jarða-' tali Árna Magnússonar. sem hann gerði á þessum slóðum ár ið 1719 var Ófeigsfjörður í eyði. — Eg á kannski eftir að koma aftur í Ófeigsfjörð. Ef heilsan leyfir fer éis þangað í vor og gríp í að verka selskinn. Sundmót Framhald af 11. síðu- Sigrún Siggeirsdóttir Á, 41,6 Gréta Strange SHR. 44,7 50 m. flugsund drengja: Pétur Einarsson SH, 33,3 Guðmundur Grimsson Á, 33.7 Reynir Guðmundsson Á, 34,7 4x50 m. bringrusund kvenna: A-sveit Ármanns 2:59,0 B-sveit Ármanns 2:59,0 50 m. skriðsund stúlkna: Hrafnhildur Kristj.d. Á 31.1 Matthildur Guðmundsd. Á, 32,8 Guðfinna Svavarsdóttir, Á 33,4 4x 100 m. bringusund karla: Sveit ÍR, 5:19,3 mín. (ísl. met.), Sveit SH. 5:24,2 Sveit ÍBK 5:40 ,3 í sveit ÍR voru Guðmundur Gísla son, Ólafur Gnðmundsson, Leikn ir Jónsson og Hörður B. Finnsson. Gamla metið, 5:25,2 mín átti sve’t SH frá 1964. Sveit SH synti því einnig á betri tíma en gamla met ið. ■i Fyrir nokkrum árum skildi leikarinn frægi, Laurence Olivier, við konu sína, leikkonuna, Vtvia^ Leigh, sem frægust hefur orðið fyrir leik í myndinni Á hverfanda hveli. Rétt eftir skilnaðinn kvæntist hann brezku leikkonunni Joan Plowright og sjást þau hér á myndinni með börnum sínum tveim, Tamsin, tveggja ára og Richard, þriggja ára. Fjölskyldan var að koma úr sumarleyfi á Mallorea. , MikiK atvinna í Þorlákshöfn Reykjavík. — GO. MIKIL atvinna hefur verið í haust í Þorlákshöfn, þrátt fyrir léleg aflabrögð í dragnótina í september og októbermánuðum. Dragnótavertíðin í haust er ein- hver sú lélegasta, sem menn muna á seinni árum. Atvinna hefur einkum verið við byggingu íbúðarhúsa og nýrrar síldar og fiskimjölsverksmiðju, sem á að vera tilbúin á næstu íþróttir Framhald af 11. síðu- I íþróttahilsi Jóns Þorsteinssonar. Fimleikar 1. fl. karlar á þriðjud- og föstud. 9 til 10.30. Fimleikar 2. fl. karlar og þriðju- daga og föstudaga 8 til 9. Kennari er Vigfús Guðbrands- son. Fimleikar 2. fl. kvenna á mánud. 8 til 9 og miðvikud. 7 til 8. Kennari er Ragna Lára Ragnars dóttir. Frúarflokkur er á þriðjud. og föstud. 9 til 10. Kennari er Ragnheiður Benney Ólafsdóttir. vetrarvertíð. Þá hefur verið tals- verð vinna við þann afla sem á land hefur borizt og eins við þurr- an saltfisk og pökkun á skreið. Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- an nýja á að afkasta 2000—2500 málum á sólarhring og er hún eign hlutafélagsins Mjölnis í Þor- lákshöfn. Unnið er að hafnarbótum. Það sem af er þessu ári hefur sex ker- um verið hleypt af stokkunum og bætt við svonefndan Norðurvarar- garð. Lengist garðurinn um 5 mtr. við hvert ker. Áætlað er að bæta sjö kerjum við fyrrnefndan garð á þessu ári. Mikið er um íbúðabyggingar og fjölgar fólki stöðugt en enn er það svo, að þegar mest er um að vera á veturna þarf ævinlega að fá meira og minna af fólki annars staðar frá. Strandir - Framhald af 2. síðu. b Hólmavíkur. Það brást einnig í sumar og varð að sækja læknis- hjálp alla leið til Reykhóla í Barðastrandarsýslu og þykir mönit um, sem þá sé ekki nema herzlu- munurinn til Reykjavíkur. Nú eé hins vegar kominn læknir til Hólmavíkur og verður þar um eitt- hvert bkeið. (ntb-reuter). — Fyrsta fárviðrl vetrarins geisaði í dag í strand- héruðum í' Norðvestur-Evrópu. —j Flóð urðu á nokkrum stöðum, eink um í Norður-Þýzkalandi og á vesturströnd Danmerkur. Fréttir bárust um skipstapa og eignatjón en manntjón varð lítið af völduní óveðursins. 1 Óveðrið var verst í Bretlandi^ Vestur-Þýzkalandi, Belgíu og Dan-, mörku. í hafnarbæjum í Norður^ Þýzkalandi var vatnsborðið ó- venjulega hátt. í mynni Saxelfur, var vatnsborðið 3 metrum hærrá1 en venjulegt er, og oili þetta flóðS um á stórum svæðum við höfnina Frumvarp um auka tekjur ríkisjóðs < í Laugarnesskóla. Drengjaflokkur á mánudögum og miðvikudögum 19.30 til 20.20. Kennari Jóhannes Atlason. Breiðagerðisskóli. Frúarflokkur á mánudögum og miðvikud. 8.30 til 9.20. Kennari Halldóra Árnadóttir. Þeir, sem áhuga hafa á ofan- greindum æfingatíma, eru beðnir að snita sér til skrifstofu Ármanns í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar sími 13356. Athugið að skrifstof- an er aðeins opin á mánud og fimmtudögum frá 8 til hálf tíu að kvöldinu. Reykjavík. — EG. 1 GÆR var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um aukatekjur ríkissjóðs, og gerir það ráð fyrir að ýmsar aukatekjur hækki um 1/3 yfirleitt frá því sem nú er, en þessi hækkun var boðuð í fjár- lagafrumvarpi í haust er þing kom saman. í athugasemdum við frumvarp- ið segir að við samningu frum- varpsins hafi verið fylgt þeirri aðalreglu að tvöfalda þau föstu gjöld, sem eru í aukatekjulögum en þau hafa um skeið verið inn- heimt með 50% álagi þannig, að þar verður um hækkun að ræða, sem nemur 1/3, en í nokkrum tilfellum hefur verið vikið frá þessari reglu, þar sem hækkum hefur eftir atvikum þótt mega, vera meiri. F Samkvæmt frumvarpinu hækka, ýmis gjöld af leyfum eða þjón-f ustu sem hið opinbera veitir. — Leyfisbréf til heildsölu á skv. frumvarpinu að kosta 20 þús. kr. leyfisbréf til umboðssölu 10 þús.f krónur. Vegabréf til útlanda kosta 200 kr. Ökuskírteini 100 kr. —! Meistarabréf kr. 1000 og sveins-,. bréf kr. 200. í frumvarpinu eru einnig á- kvæði um margvísleg dómsmála- gjöld fyrir héraðsdómi og fyrir hæstarétti. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. nóv. 1965 15 V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.