Alþýðublaðið - 02.12.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.12.1965, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 2. desember 1965 - 45. árg. - 274. tbl. - VERÐ 5 KR. 5000000<XXXXX> ooo Sálmamir ' í útvarp á ungversku Eftirfarandi frétt rákumst við á í tímaritinu Bjarma, sem er kristilegt málgagn, og er hún birt hér á eftir: „Ungverska er eitt þeirra tungumála, sem útvarpað er á frá kristilegu útvarps- stöðinni í Monte Carlo. Þá útsendingu annast Ungverji einn, sem á heima í Noregi, og skýrir hann svo frá, að útvarpið heyrist vel í ætt- landi sínu, og fær hann mörg bréf, er staðfesta að svo sé og" segja frá þeirri blessun, sem hlustendur hafa hlotið vegna þessa út- varpsstarfs. Um tima voru lesnir sálmar úr Passíu- sálmum Hallgrims Péturs- sonar, en þeir hafa verið þýddir á ungversku. Hlust- andi einn í Suður-Ungverja landi segir svo í bréfi: Mér eru ógleymanlegir sálmarn- ir, sem þið lásuð eftir ís- Framhald á 15. síðu >0OOO<><><><><><><><><>0<> Fyrir hvern keypti Hannas Skarðsbók? Reykjavik. — OÓ. SALA Skarðsbókar hefur vakið mikla athygli á Norðurlöndum og viðar. Alþýðublaðið hafði i gær samband við Gunnar Thoroddsen ambassador i Kaupmannahöfn, og sagði hann, að talsvert værí skrif- að um uppboðið í dönskum blöð- um í gær. Ekki gitu þau upplýst fyrir hvaða aðila fornbóksalinn Hannas keypti bókina. í Politik- en var ítarlega sagt frá uppboð- inu og tekið var fram, að ambassa dor íslands l London hefði verið þar viðstaddur, en ekki boðið í handritið. Þá hafði blaðið eftir Hannas að hann hefði keypt Skarðsbók fyrir Skandinava, sem hann vildi ekki segja hver er, eða hverrar þjóðar. í NTB frétt frá London segir, að í gær hafi enn allt verið á huldu um fyrir hvaða Skandinava Hannas hafi keypt hina dýrmætu Skarðsbók. Fornbóksalinn segist ekki hafa leyfi til að láta uppi hver kaupandinn sé, eða til hvaða lands handritið verður sent frá London. — Allt, sem ég get sagt, er að handritið fer til Skandinav- íu og það mjög bráðlega, sagði Hannas í viðtali við fréttamann Reuters í London. Forstöðumenn Sothebeys segjast ekki hafa hug- mynd um fyrir hvern Hannas keypti Skarðsbók. Það er ekki rétt sem segir í Politiken, að íslenzki ambassador- inn í London hafi verlð viðstadd- ur handritauppboðið hjá Soth- beys þegar Skarðsbók var boðin upp. Sígurður Lindai flytur ræðu sína. (Mynd: JV) Stúdentahátíð l.desember: Hörö árás á ráöa- menn þjóöarinnar SIGURÐUR LÍNDAL hæsta- réttarritari f lutti aðalræðuna 'á hátíð stúdenta 1. dese^mber í Há- skólanum, og réðist harkalega á íslenzk og bandarísk yfirvöld fyr- ir hermannasjónvarpið í Kefla- vík. Hann taldi sjónvarpið vera bandarískt tilræði í íslenzkum innanríkismálum og krafðist þess, að það yrði takmarkað við upp- runalegt svæði sitt. Þótti honum grunsamlegt, hvernig Bandaríkin þættust annars vegar vernda smá- ríki, en læddust hins. vegar inn að því á þennan hátt.. Sigurður réðist einpig á leið- toga íslenzkra stjórnmála og sagði að þeir væru lítið meira en for- svarsmenn einstakra hagsmuna- samtaka, en hefðu ekki kunnað að ooo<x«xx>o<xxxxxx><> Jólatréð í GÆR var verið að vinna við að koma fyrir jólatrénu á Austurvelli, svo að þess mun ekki lanst að bíð'a, að það blasi við sjónum okkar í allri sinni ljósadýrð. TréS er eins og fyrri ár gjöí frá Oslóarborg. (Mynd: JV). ooooooooooooooooos veita þjóðinni allri forustu, sem hæfði. Sigurður átaldi harðlega, að Alþingi skyldi ekki ræða meira ><><><><><><><><><><><><><><><>i ÁSKRIFTARGJALD Alþýðu blaðsins verður frá og- með • 1. desember kr. 95 á mánuði Verð auglýsinga verður frá sama tima kr. 60 d.cm. ><><>0<><>C><><><>0<><>0<><> um sjónvarpsmálið en raun bæri vitni, og gaf í skyn, að atkvæða- hræðsla þingmanna mundi ráða. Hét hann á þá þeirra, sem kynnu að hafa snefil af skilningi á þjóð- erni íslendinga að beita sér fýrir samtökum um að Alþingi mark- aði stefnu í málinu. Fyrri hluti ræðu Sigurðar var öllu hógværari og fjallaði hánn þar um þjóðerni almennt. Taidi hann ástæðu til að kanna betur en gert hefði verið, hvort íslend- ingar hefðu raunverulega áhuga á Framh. á 14. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.