Alþýðublaðið - 02.12.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 02.12.1965, Blaðsíða 9
antshafsríkjanna í Vestur-Evrópu. Á móti eru ekki sarns konar flugskeyti vestan við tjaldið, held- ur öll kjarnorkuvopn Bandaríkj- anna hin langdrægari. Eru þau aðallega í Norður-Ameríku og í Polaris kafbátum. Þessi staða hefur valdið því, að margir Vestur-Evrópumenn krefj- ast hlutdeildar í stjórn kjarnorku- vopna til að ráða einhverju um varnir sínar, eins og það er orðað. Þeir una því ekki eða treysta, að nálega allar ákvarðanir um beit- ingu kjarnorkuvopna séu í hönd- um Bandaríkjaforseta í Washing- ton. Frakkar hafa komið upp sínum eigin kjarnorkuvopnum, vafalaust í þeirri trú, að það styrki vald þeirra og virðingu. Eftir það hef- ur Vestur-Þjóðverjum þótt illt að vera ekki þátttakendur í stjórn kjarnorkuvopna, enda þótt þeir hafi ekki óskað eftir slíkum vopn- um eða leyfi til að framleiða þau. Bandaríkjamenn gerðu tilraun til að leysa þetta vandamál með kjarnorkuflota bandalagsins, þar sem margra þjóða menn væru á hverju skipi, sem hefði kjarnorku- vopn. Ekki var fullljóst, hver ætti raunverulega að halda um gikkinn, en hugmynd þessi mætti sterkri andstöðu og hefur ekkert orðið úr henni enn. Bretar lögðu fram gagntillögu um skipan kiarnorku- mála, en allt er þetta mál enn í fullkominni óvissu. Mörg smárík- in, ekki sízt á Norðurlöndum, vilja engin afskipti hafa af þessu máli og sætta sig vel við, að forseti Bandaríkjanna beri þá ábyrgð að ákveða notkun kjarnorkuvopna, enda sé bezt að þau breiðist sero allra minnst út. Þetta eru þau meginvandamál, sem Atlantshafsbandalagið á nú við að stríða. Margir halda uppi gagnrýni og vilja breytingar á bandalaginu, ekki sízt franska stjórnin, en sá galli er á tali þeirra að þeir hafa ekki lagt fram skýrar tillögur um, hvað þeir vilja, að NATO geri, hvernig þeir vilja breyta bandalaginu. Enda þótt þeir, sem harðast gagn rýna bandalagið, hafi enn ekki lagt fram tillögur, hafa aðrir reynt að benda á leiðir, sem kynnu að leysa vandann og skapa á ný þá einingu, sem áður ríkti í röð- um þess. Þessar tillögur falla í fjóra flokka. FYRSTA HUGMYNDIN er að halda núverandi skipulagi NATO í megindráttum, en gera ýmsar skipulagsbreytingar innan þess ramma. Er vitað, að Bandaríkja- menn aðhyllast þessa skoðun og mundu helzt vilja, að þessi leið væri farin, enda þótt þeir viður- kenni, að breyttar aðstæður geri ýmsar breytingar óhjákvæmileg- ar. Hins vegar telja margir, að þessi leið geti aldrei fulinægt óskum Frakka. Helztu breytingar, sem til greina kæmu, væru mun nánari samvinna á varnarsviði. Mundu Bandaríkja- menn þá taka upp nánara sam- band við stjórnir Evrópulandanna, til dæmis í málum eins og Kúbu- deilunni, þegar Kennedy og Krust- jov stigu fram á barm kjarnorku- styrjaldar, en þá var varla unnt að segja, að stjórnin í Washing- ton leitaði neinna ráða hjá banda- mönnum sínum. ÖNNUR HUGMYNDIN er að gera Atlantshafsbandalagið að „tveggja hæða húsi“ eins og það er orðað, það er að flokka þátt- tökuríkin í tvennt, eins konar að- alfélaga og aukafélaga. Mundu þá aðalfélagarnir samhæfa varnir sínar undir einni stjórn, eins og ætlunin hefur lengi verið, en auka- félagar (sem væru væntanlega Frakkar) þyrftu ekki að taka þátt í slíkri sameiningu og hefðu að- eins hið lausara varnarsamband. Ný bátttökuríki mundu verða aukafélagar í fyrstu og væri jafn- vel hugsanlegt að hafa þriðja flokkinn fyrir þau ríki, sem vilja aðeins hafa laus en vinsamleg tengsl við bandalagið. Þessi lausn gæti komið til greina ef ókleift reyndist að bjarga banda laginu á grundvelli heilsteyptara samstarfs. En varnarmáttur þess mundi verða minni en hann er í dag og eftirgjöf við ólík sjónar- mið kynni að reynast slík útvötn- un, að bandalagið yrði veikara en áður. ÞRIÐJA HUGMYNDIN er að byggja bandalagið á „tveim súl- um“ eins og það er kallað. Væri þá stofnað sérstakt varnarbanda- lag Evrópu með þátttöku allra bandalagsríkjanna þar í álfu, að Bretum meðtöldum. Mundi banda- lagið síðan hvíla á þessum Evrópu- samtökum annars vegar og Norður- Ameríku (það er Bandaríkjunum og Kanada) hins vegar. Yrði þá meira jafnræði milli Evrópu og Ameríku, eins og margir hafa óskað eftir. Bandaríkjamenn hafa alla tíð stutt sem mesta sameiningu í Vest- ur-Evrópu og mundi reynast mun léttara fyrir þá að sémja við einn aðila austan Atlantshafsins en 12—13. Ýmsir telja þó, að þessi hug- mynd sé ekki raunhæf. Benda þeir á, að öll helztu deilumál banda- lagsins mundi vera að finna Ev- rópumegin og gætu þau torveldað stofnun varnarbandalagsins þeim megin hafsins. Ekki þykir ólík- legt að Frakkar mundu reyna að verða ráðandi þjóð Evrópumegin, og vaknar þá spurning þess efnis, hvort aðrar Vestur-Evrópuþjóðir mundu una því. Og hvað um kjarn- orkuvopnin? Mundi varnarbanda- lag Evrópu frekar verða óháð bandarískum kjarnorkuvopnum til að mæta hinum 700 rússnesku eldflaugum en Vestur-Evrópurík- in eru í dag? FJÓRÐA OG SÍÐASTA HUG- MYNDIN er í aðalatriðum hin sama og „súlurnar tvær“ nema hvað ekki er gert ráð fyrir varnar bandalagi Vestur-Evrópu innan NATO, heldur aðeins bandalagi meginlands þjóðanna, með Frakka og Vestur-Þjóðverja sem kjarna. Efnahagsbandalag sexveldanna mundi þannig mynda sérstakt varnarbandalag innan NATO, en Framhald á 10. síffu. SVEINN SÆMUNDSSON í BRIMGARÐINUM Sveinn Sæmundsson, höfundur þessarar bókair* er AkurnesEngur, en hleypli snemma heimdrag/« anum, fór I siglingar og dvaldist: f Kanada vfö nám og störf .Sföastliðin álla ðr hefur Sve»nr» veriö biaöafulltrúi Flugfélags fslands.Hann hefut» ritaö mikinn ffölda greina og frðsagna I blöð osj ffmarit(en þessi bókersú fyrsta frð hans hendi'. Hér eru fjórfán frðsagnir úr sfarfi ís’enzkra sjó- manna, barðttu viö bafiö og æðandl ofviðri vl£á grýtta kiettastrðnd islands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.