Alþýðublaðið - 02.12.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 02.12.1965, Blaðsíða 11
b Ritstióri Öm Eidsson v- HVERNIG EIGA KNATT- SPYRNUMENN AÐ ÆFA? EINS og kunnugt er, hélt Knattspyrnusamband íslands fyr- ir skömmu ársþing sitt. Voru þar fjölmörg mál til umræSu og fjölluðu nefndir um liin einstöku vandamál knatt- spyrnumanna. — Verður hér að nokkru getið álits tveggja nefnda þingsins, þ. e. landsliðsnefndar og tækninefndar. Landsliðið óæft? í skýrslu landsliðsnefndar, þar sem rætt er um æfingar landsliðsins getur að líta þessa athyglisverðu klausu: Landsliðsnefnd beindi þeim tilmælum til stjórnar KSÍ að hún sæi svo um að við niður- röðun knattspyrnumóta sum- arsins yrði gert ráð fyrir sér- stökum æfingadögum fyrir landsliðið. — Nefndin ritaði stjórninni bréf skv. beiðni hennar og gerði tillögu um æfingadaga fyrir landsliðið, sex talsins. Æfingar landsliðsins urðu tvær, samæfingar við ungl- ingalandsliðið. — Það er því augljóst að sérstök æfing landsliðsins var engin eða því sem næst. Nú er það skoðun fjölmargra að landsliðið eigi ekki að þjálfa sérstaklega, því að það dragi úr æfingum hjá félög- unum og trufli starfsemi þeirra, Þessa skoðun teljum við alranga. Hvemig á að þjálfa. Tækninefnd þingsins fjallaði m. a. um þjálfunarmálin, sem nú eru ofarlega á baugi, enda eitt erfiðasta vandamál knatt- spyrnumanna í dag, þar eð skort- ur ó góðum þjálfurum stendur þróun íþróttarinnar mjög fyrir þrifum. Virðist sem þingið hafi, ekki komizt að neinni lausn varðandi þetta vandamál, og er það miður. Hins vegnr sendi tækninefndin frá sér þjálfunaráætlun til knatt- spyrnufélaganna, sem ætluð er félagsmönnum til eftirbreytni fram að næsta keppnistímabili, og hljóðar hún á þessa leið: Nefndin hefur áhuga á að hjálpa félögunum til þess að nýta vel tímann milli keppn- istímabila (nóv.—maí) til undir- búnings undir leiki næsta árs. í þessum tilgangi sendi nefndin félögunum í 1. og 2. deild o. fl. áætlun fvrir 1. áfanga undirbún- ingstímabilsins ásamt meðfylgj- andi bréfi. Góðir samherjar: Hjálagt. sendum við ykkur ÞJÁLFUNARÁÆTLUN fyrir knattspyrnumenn sem tekur yfir 1. áfanea undirbúningstíma- bilsins 15. nóv. 1965 — 15. jan- úar 1966. Við viljum eindregið hvetja Knattspyrnuráð, nefndir og þjálf- ara til þess að stuðla að því að j HEFJA MARKVISSA ÞJÁLFUN 15. nóv., svo að líkamsþjálfun leik manna verði almennt komin á hærra stig í janúar, en áður hefur verið. Jafnframt leggjum við áherzlu ' í hve æskilegt væri að félögin I LEGGI EKKI NIÐUR ÆFINGAR eftir að knattspyrnumótunum lík- ur, heldur haldi áfram léttum æf- ingum í einhverri mynd, fram til 15. nóv., að þeir hefja þjálfun skv. meðfylgjandi áætlun. Ef þið vildug starfa á téðum grundvelli og notfæra ykkur með- fylgjandi gögn tækninefndar KSÍ, þá mundi hún gera tvennt ef þess væri óskað: a) sýna og skýra áætlun og æf- ingar. b) senda aðra áætlun fyrir tfma- bilið 16. janúar til 15. marz, Við bjóðum þvi velkomnar ósk- ir aðilanna og f.vrirspurnir varð- andi þetta mól. Liffsmenn Karvina aff æfingu á Hálogalandi í gærmorgun, KERVINÁ GEGN KR AÐ HÁLOGALANDI I KVÖLD Tékkn. handkn.l. Karvína, sem kom hingað til lands á þriðjudag- inn, leikur sinn fyrsta leik í kvöld Valur og Víkingur léku saman í meistaraflokki kvenna sl. laugardagskvöld. Valur sigraffi 14—4, en myndin sýnir eina val- kyrju Víkings í opnu markfæri. og ■ mætir þá Reykjavíkurmeistur- um siðasta árs, KR. Fer leikurinn fram að Hálogalandi og hefst kl. 20,15, en á undan fer fram for- leikur. Karvina er eitt af beztu hand- ’-nattleiksliðum Tékka, en eins og kuní.'gt er standa Tékkar í fremsíi-.’ röð á handknattleikssvið- inu. .4 ir hafa tvö tékknesk lið leikið h. r, Gottwaldo og Spartak Plisen, i i þessi lið sýndu úrvals- hand&Ti .ttleik og hurfu af landi brott ó.úgruð. Bæði þessi lið hefur Ka-vina sigrað í yfirstandandi 1. deildar kepnni í Tékkóslóvakíu, og gefur það eitt til kynna styrk- leika liðsins. KR-ingar tefla sínu sterkasta liði fram í kvöld gegn hinu tékk- neska liði, með Karl Jóhannson í broddi fylkingar. Má búast við skemmtilegri viðureign, einkum þegar það er haft í huga, að þetta er fyrsti leikurinn, en hann er eini leikurinn í heimsókninni, sem fram fer í Hálogalandssalnum. Hinir leikirnir verða leiknir í nýja íþróttahúsinu í Laugardal, V-Þýzkaland Belgía 26-6 Vestur-Þýzkaland vann stórsigur í forkeppni heimsmeistarakeppn- innar í handknattleik gegn Belg- íu með 26:6. í hléi var staðan 11:4. Áður hafði Sviss sigrað Belgíu með 36:19, svo varla fer á milli mála, að Vestur-Þýzkaland og Sviss fara í úrslitin í þessum riðli. sáfyrsti n.k. laugardag, en þá mæta Tékkarnir R.víkurúrvali. A sunnudaginn leika þeir gegn ís- landsmeisturum FH, en tveir síð- ustu leikirnir verða gegn tilrauna* * landsliði og gestgjöfum, Fram. . Sem fyrr segir, hefst leikurine í kvöid kl. 20,15. KKDÍ Aðalfundur Körfuknattleik's- dómarafélags íslands verður hald- inn í KR-húsinu 6. desember og hefst kl. 20. Venjuleg aðalfund- arstörf. — Stjórnin. msm Sugar Ray Robinson, einn ál glæsilegustu fulltrúum hnefaleiká- íþróttarinnar, verður opinberlega hylltur í Madison Square Garden hinn 10. desember nk. Fer athöfnin á undan einvigiiin um heimsmeistaratitilinn í veltÞ vikt milli Emile Griffith og Maniiy Gonzales. Hinn 44 ára gamli Ro- binson hefur nú endanlega lágt hanzkana á hilluna verður m.!a. hylltur af gömlum kempum eihs og Joe Louis, Jack Dempsáy, Rocky Marciano, Cassius Clay 08 Gene Tunney. ★ Enska liðið Arsenal sigráðl Dynamo, Moskvu, með 3—0 I London sl. miðvikudag. Hefndl j liðið nú ósigurs þess í Moskva fyrir tveimur árum síðan, er það tápaði 1—3. j ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 2. des. 1965 íli

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.