Alþýðublaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 11
ikil grozka i starfsemi T.B. AÐALFUNDUR Tennis- og bad- ; mintonfélagsins var nýlega liald- | inn í Tjarnarbúð, uppi. Var fund- j urinn vel sóttur og málefni fé-' lagsins rædd ýtarlega. Varaform. j fráfarandi stjórnar Ragnar Thor- steinsson flutti skýrslu yfir starf- semi félagsins sl. ár, en formað- urinn Jón Höskuldsson er nýlega fluttur til Stykkishólms og gat ekki mætt á fundinum. Kom fram í skýrslu stjórnarinn- ar, að starfsemin hefur verið mik-1 il sl. ár. Tvö innanfélagsmót í badminton voru haldin sl. vetur j auk innanfélagskeppni sem stóð lengi vetrar. Auk þess sá félagið bæði um Reykjavíkurmót og ís- landsmót í badminton. Æfingatímar voru sl. vetur í mörgum íþróttahúsum borgarinn- ar, en sameiginlegir æfingatímar á laugardögum í íþróttahúsi Vals. Fastur kennari á vegum félagsins var Garðar Alfonsson og annaðist hann kennslu hjá unglingum og nýliðum, en félagið lagði ungling- um til ókeypis æfingatíma. Þá gekkst félagið fyrir því, að hingað komu á sl. vetri fjórir af snjöllustu badmintonleikurum Dana og kepptu hér og sýndu í- þróttina. Kostaði félagið þessa heimsókn að öllu leyti. Þá gat varaformaðurinn þess, að eftirspurn eftir æfingatímum yk- ist stöðugt og í haust hefði §|kkl tekizt að útvega nærri öllum,gem þess óskuðu æfingatíma. Hrátt fyrir það væri um 500 manns er æfði á vegum félagsins í vetúr. Fjárhagur félagsins er góðpr og gat það lánað nokkra upphé^ð á sl. hausti til iþrótt.abandalags Reykjavíkur til að flýta íyrhf byggingu íþróttahallarinnar t Laugardalnum. Framh. á 14. síðu. Forsala aðgöngumiða í DAG hefst forsala aðgöngi*. miða að leik Reykjavíkurúrvaia- ins og tékkneska liðsins Karvin^ sem háður verður á morgun I nýja íþróttahúsinu í LaugardaL Verða miðarnir seldir í Bófca- búð Lárusar Blöndal i VesturverJ og Skólavörðustíg. Er fólki ráð- lagt að kaupa sér miða tímaniega þar sem mikil eftirspurn er efthr miðum að leiknum. Forsala aðgöngumiða að leik W H og Tékkanna, sem fram fer 4 sunnudaginn, byrjar á morgun, laugardag, í Nýju Bílastöðbpti í Hafnarfirði. Frá leiknum í gærkveldi; Tékki skorar af líiiu. (Mynd; JV.) ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 2. des. 1965 1|, Tékkarnir sigruðu KR 28-25 FYRSTI leikur tékkneska liðs- ins Karviná, sem hér er í boði Fram, fór fram í gærkvöldi og léku þeir þá gegn Reykjavíkur- meisturum fyrra árs, KR. Leikur- inn var allfjörugur og endaði með sigri Karviná, 28—25. Þessi leikur var jafnframt síðasti stórleikur, sem leikinn er að Hálogalandi, en næsti leikur Tékkanna fer fram í nýju höllinni á morgun. Það þótti tíðindum sæta á Hálogalandi í gærkvöldi, að þar voru staddir starfsmenn íslenzka sjónvarpsins við myndatöku, svo að ekki er hægt að segja annað, en að gamli salurinn hafi verið kvaddur á við- eigandi og virðulegan hátt. Fyrri hálfleikur 15—16. Áður en leikur hófst skiptust leikmenn á gjöfum og Karl Jó- hannsson fyrirliði KR afhenti fyr- irliða Karviná stóran blómvönd. Fyrstu mínútur leiksins einkennd- ust af taugaspennu og kom ekkert mark fyrr en á 4. mínútu og var þar Gísli Blöndal að verki með fallegu skoti. Skömmu síðar fá KR-ingar vítu og úr henni skorar Karl. Gísli skorar svo 3—0 fyrir KR. Nú fara Tékkarnir fyrst að kannast við sig og landsliðsmað- urinn Chiner skorar þeirra fyrsta mark mjög skemmtilega. Jafnast nú léikurinn en KR leiðir þar til á 17. mín. að Tékkar jafna 9—9 og ná yfirhöndinni með marki frá Raník skömmu síðar. Karl jafnar úr vítakasti og KR kemst yfir, en Tékkar jafna og þannig hélt áfram út hálfleikinn — hálfleik, 16—15. og leiðir KR í oooooooooooooooooooooooooooooooo Úrvalslið gegn Tékkum hafa verið valin Sig. Einarsson, Fram — og Herm. Gunnarsson, Val. URVALSLIÐ HKRR og úr- val landsliðsnefndar sem leika við tékkneska liðið Kar- vina hafa verið valin. Lið HK- Lið landsliðsnefndar, sem RR sem leikur í íþróttahöllinni leikur á þriðjudag, er skipað á laugardag er skipað sem hér sem hér segir: segir: ' i Þorst. Björnsson, Fram Karl M. Jónsson, FH Gunnl. Hjálmarsson, Fram Ragnar Jónsson, FH fyrirliði Birgir Björnsson, FH Þórarinn Ólafsson, Víking Karl Jóhannsson, KR Ágúst Ögmundsson, Val Matthías Ásgeirsson, Haukum Guðjón Jónsson, Fram — og Hörður Kristinsson, Árm. Þorst. Björnsson, Fram Helgi Guðmundsson, Víking Gunnl. Hjálmarsson, Fram (fyrirliði), Karl Jóhannsson, KR Hörður Kristinss., Árm. Þórarinn Ólafsson, Víking Guðjón Jónsson, Fram Sig. Óskarsson, KR Stefán Sandholt, Val oooooooooooooooooooooooooooooooo Síðari hálfleikur, 13—9. KR skorar fyrsta markið og nær undirtökum í leiknum um stund og kemst mest í 20—17, en þá taka Tékkarnir góðan sprett og jafna á 13. mín. og leiða leikinn það sem eftir er — þó KR-ingar nái að jafna nokkrum sinnum. — Færðist nú harka í leikinn og verður iítið um verulegt samspil, heldur aðeins skotið úr hvaða tæki- færi sem gefst. Undir lokin er eins og úthald KR sé þrotið og hvert upp’nlaupið af fætur öðru mistekst. Þegar nokkrar mímitur eru til leiksloka er einum Tékk- anna vikið af leikvelli og á með- an skorar KR tvö mörk, sem rétt- ir hlut þeirra nokkuð. Síðasta mark leiksins skorar svo Konráá úr víti — og lauk leíknum með sigri Karviná, 28—25, sem verða að teljast nokkuð sanngjörn úr- slit eftir gangi leiksins. Liðin. Lið KR kom nokkuð á óvart í þessum leik og átti góðan leik í fyrri háifleik. Síðan var eins og úthald og skapstiliingu skorti og þá er ekki að sökum að spyrja. Báðir markverðirnir, Sveinn og Sigurður áttu góðan leik og m. a. varði Sveinn víti. — Af útispil- urunum var Gísli beztur og skor- Framhald á 14. síðu. ÍR. — Frjálsíþráttadeilcl. Innanfélagskeppni í hástökki með atrennu. og langstökki án at- rennu, öllum flokkum, sveinar, drengir, unglingar og fullorðnir, fer fram í ÍR-húsinu á sunnudag kl. 2. Mætið allh’. — Stjórnin. Guðlaugur Bergmann brýzt fram hjá tekknezkum leikmanni og skorar (Mynd: JV.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.