Alþýðublaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 2
•oooooooooooooooooooooooooooooooo Seimsfréttir sidasflidna nótt ★ KENNEDYHÖFÐA. — Geinifararnir Frank Borman og James Eovell bjuggu Sig í morgun undir 14 daga geimferó í Ge- *aini 7, sem ráógert var að skotið yrði út i geiminn kl. 18,30 að íslenzkum tima í gser, Geimfararnir verða sex dögum lengur í geimnum en nokkur aífnar geimfari til bessa og eiga aö reyna 'fyrsta „stefnumótið” i geimnum. ★ PARÍS. — 28 mOljónir franskra kjósenda kjósa forseta feeinni kosningu í dag og hefur bað ekki gerzt í Frakklandi i rúma öld. Kosningabaráttumni luak á miðnætti á föstudag er forsetaefnin sex héldu lokaræður sínar í útvarpi. Enginn efast Vm að de Gaulle fær flest atkvæði, en vafasamt er talið hvort iann fær hreinan meirihluta og verður þá að kjósa aftur 18. desember. ★ STOKKHÓLMI. — Utanríkisráðherra Svía, Nilsson, hef- ur borið til baka fréttir um að Svíar hafi farið þess á leit við Dani, að þeir bíði með að hvetja til refsiaðgerða gegn Suður Afríku á vettvangi SÞ, unz Svíar hafi tekið afstöðu til málsins. -líann sagði að Svíar hefðu ekki reynt að liafa áhrif á Dani, sem í fyrradag tóku undir tillögu Afríkuríkja um refsiaðgerðir. ★ ADDIS ABEBA. — Utanríkisráðherrai' Afríkuríkja halda áfram Viðræ Vum sínuf I Addis Abeba til að finna leiðir til þess Rð steypa stjórn hvia minnihlutans í Rhodesíu. Eimingarsamtök Afríku (OAU) hafa hótað að slíta stjórnmálasambandi við Breta ef þeir setja ekki stjórn Smiths af fyrir 15. desember. Lík- - 'feeöt er talið, að samþykkt vrði að senda liersveit Afríkumanna til grannríkis Rodesíu, Zambíu. ★ LUSAKA. — Kaimda Zambíuforseti hefur neitað að taka viö brezkum hersveitum, ef Bretar senda þær ekki yfir tandamæri Rhodesíu til .þess að vernda Kariba-orkuveriö, sem Ker báðum löndum fyrir rafmagni. Samveldisráðherra Breta, fJottomley, sagði I Nairobi í gær, að Bretar mundu senda land- tiersveitir til Zambiu og að Kariba-orkuverið væri ekki í hættu. ★ LONDON. — Leiðtogi brezku stjórnarandstöðunnar, — Joteath, — sagði í gær, að hann væri því samþykkur að brezkar fjersveitir yrðu sendar til Zambíu, en varaði við beitingu brezkra eða armarra liersveita gegn Rhodesíu, því að þá gæti skapazt «ýtt Kongó-ástamd. Bretar hafa tekið stjórn rhodesíska seðla- bankans í sínar hendur og aukið þar með efnahagslegar refsi- eðgerðir sínar gegn Rhodesíu. Brezkir bankaráðsmenn hafa ver- íjð skipaðir í stað rhodesiskra. Þjóðhátíðar Finna minnsí Finnlandsvinafélagið Suorni minnist þjóðhátíðardags Finna 6. des. með kvöldfagnaði fyrir félag menn og gesti þeirra í Oddfellow húsinu (Tjarnarbúð) uppi mánu daginn 6. des. kl. 8,30 síðd. Dagskrá kvöldfagnaðarins verð ur þannig: Friðrik K. Magnússon, stór-k-m.1 flytur ávarp. Jqn Kjartansson, aðalræðismaður. Finnlands flytur ræðu. Tvísöngur: Sigurveig Hjalte sted og Margrét Eggertsdóttir. Dr Phil Hallgrímur Helgason flytur erindi 100 ára.minning Jean Sib leikur verk eftii- Sibilius. Phil ilekur verk eftir Sibilius. Phil mag. Liisa Salmi flytur erindi: Nagot om studier ved finska uni versitet og Finninn Manij Alionen sýnir Yoga akrobatik og að lok um verður stiglnn dans. Allir Finnar sem dvelja í Reykjavík og nágrenni verða á kvöldfagnaðinum. Félagsmenn Finnlandsvinaféagsins Suomi hafa ókeypis aðgang að fagnað inum fyrir sig og gesti sína, sýni þeir féagsskírtejni við inngang nn. / síðasta sinn í kvöld sunnudaginn 5. des, verður. síðasta sýningin í Lindar- bæ á einþáttungunum: Síðasta segulband Krabbs, eftir Samuel Beckett og Jóðlífi, eftir Odd Björnsson. Þetta er 16. sýningin ó einþáttungnum. Tízkuverzlun í nýju Tízkuverzlunin Héla opnaði nýja kvenfataverzlun í gær að Laugavcgt 31, í hluta húsnæð ! _is ‘þess, scm Verzl, Marteinn Einarson & Co. var úður í. Tízkuverzlunin Héla hefur undanfarin tvö ár yerið til húsa að Skólavörðustíg 15. Verzlunarstjóri í hinni nýju verzlun er frú Mally Einars- dóttir. Verzlunin mun hafa á boðstólum úrval af fatnaði fyr- ir kvenþjóðina, kápur, pils jakka, síðbuxur o.fl. húsnæði 2 5. des. 1965 - ALÞÝtiUBLAÐIÐ Fundadagur FUJ ÞRIÐJUDAGINN 7. desember n.k. kl. 8,30 efna félög ungra jafnaðarmanna til funda á eftir- töldum stöðum: AKUREYRI: Fundurinn verð ur haldinn í Sjálfstæðisliús- inu framsögumaður: Björgvin Guðmundson fulltrúi. AKRANES:: Fundurinn verð- ur í félagsheimilinu Röst frum- mælandi: Sigurður Guðmunds- son skrifstofustjóri. HAFNARFJÖRÐUR: Fund- urinn verður í Alþýðuhúsinu ræðumaður: Þórir Sæmunds- son sveitarstjóri. HÚSAVÍK: Fundarstaður Hlöðufell ræðumaður: Einar Fr. Jóhannsson, húsgagnasmið- ur. KEFLAVIK: Fundurinn verð ur haldinn í félagsheimilinu Stapa frummælandi: Eggert G. Þorsteinsson félagsmálaráð- herra. KÓPAVOGUR: Fundurinn verður haldinn að Auðbrekku 50 ræðumaður: Hörður Zóp- haníasson yfirkennari. NESKAUPSTAÐ: Haraldur Bcrgvinsson húsasmiður verð- ur frummælandi á Neskaup- stað. VESTMANNAEYJAR: í Vest mannaeyjum verður fundurinn í Hótel H. B. Allir ungir jafnaðarmenn fundina I þriðjudagsbiaðinnu. eru hvattir til að fjölmenna á fundina í félögum sínum 7. des- ember n.k. ■OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÓOOOOOOOOO. Mynd úr Skarösbók er á forsíöu ársskýrslunnar Á forsíðu skýrslu Árna Magnús sonar stofnunarinnar í Kaup- manna,höfn, sem blaðinu hefur nýlega borizt er mynd úr Skarðs bók sem talin er rituð í byrjun sextándu aldar. Á myndinni er upphafs F í lögun eins og dreki og grænt að lit, og er þetta úr þeim kafla Skarðsbókar þar sem fjallað er um ákvæði Jónsbókar um hjúskap. í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að þar starfa þrír fastir starfsmenn, þeir Jón Helgason prófessor, forstöðumaður stofnun arinnar, Agnete Loth Mag. art., og | Stefán Karlsson mag. art. Átta i aðrir starfsmenn sinna rannsókn I arstörfum við stofnunina og er I einn þeirra íslenzkur, Jón Samson 1 arson mag art. Þá starfar við stofn unina Ijósmyndari og kona sem hefur það starf að gera við hand rit. Eftirtalin handrit liafa komið út á vegum stofnunarinnar á árinu: Svend Ellehþj, Studier over den ældste norrþne historieskrivning, íslenzk fornkvæði, Jón Helgason sá um útgáfuna. Erex saga Artus kappa, Foster W. Blaisdell sá um útgáfuna. Late Medivai Icelandic Romances IV og V, Agnete Loth sá um útgáfuna. Þá hefur verið gefin út ljósprentun af Thomas skinnu og sá einnig Agnete Loth um þá útgáfu. NÁMSKEIÐ FYRIR FRYSTI- HÚSAVERKSTJÓRA LOKIÐ Dagana 28. október til 24. nóv- ember var lialdið sérstakt nám- skeið fyrir frystihúsverkstjóra á vegum Verkstjórnarnámskeiðanna. Verkstjórnarnámskeiðin sem starfa samkvæmt sérstökum lögum frá 1961 liafa nús tarfað á fjórða vetur og var hér um að ræða 13. nám- skeiðið, sem haldið er, og jafn- framt fyrsta sérnámskeiðið, sbr. reglugerð við áðurnefnd lög. Með þessum hópi hafa samtals um 200 verkstjórar sótt námskeiðin. Námsk. þetta, sem var fjögurra vikna námskeið með 148 kennslu- stundum var skipulagt í samráði við sérfræðinga Sölumiðstöðvar Framhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.