Alþýðublaðið - 05.12.1965, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 05.12.1965, Qupperneq 4
Kltstjórar: Gylfi Gröndal (ób.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull- trúl: Eiður Guðnason. — Símarx 14900 - 14903 — Auglí'singasíml: 14906. ABsetur: Alþýöuhúsið vlð Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- tdaðslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. S.00 elntakið. Utgefandl: AlþýOuflokkurinn. Heilbrigð skynsemi FYRIR MÖRGUM ÁRUM þótti hugmyndin um áætlunargerð vera ein af fráleitari grillum jafnaðar- manna. En það er liðin tíð. Ekkert einkafyrirtæki er mú svo illa rekið, að það gerði ekki áætlun um framkvæmdir, ef þær taka nokkur ár. Ekkert ríki í hinum siðaða heimi er svo óhyggið, að það geri ekki fleiri eða færri framkvæmdaáætlanlir. Hér á landi hefur mönnum orðið Ijósara með ári hverju, að brýn nauðsyn er áætlana um fram- kvæmdir. Ríkið hefur tekið upp áætlunargerð undir stjórn núverandi ríkisstjómár, og ákveðið á- ætlanir á einstökum isviðum, til dæmis í vega- gerð, raforkuframkvæmdum og fleiru. Þegar litið er á þessa þróun, kemur mönnum á óvart, að Reykj avíkurborg skuli enn ekki hafa tekið upp áætlunargerð um framkvæmdir isínar. Þar ráða sjálfstæðismenn einir málum. Þeir hafa að vísu lát- ið gera áætlanir um einstaka þætti borgarfram- kvæmda, svo sem gatnagerð. En hei'ldaráætlun um borgarframkvæmdir 'hafa þeir enn ekki gert. Áætlunargerð ríkisins um framkvæmdir þess er mikils virði. Hins vegar getur ekki staðizt til lengd- ar, að ekki séu gerðar sams konar áætlanir imi framkvæmdir sveitarfélaganna, svo að hægt sé að fá heildarmynd af fjárþörf fyrir hið opinbera. Auð- vitað ættu einkaframkvæmdir að fylgja með, en það þykir sjálfsagt of róttækt hér á landi, þótt það sé heilbrigð skynsemi, sem jafn íhaldssamir stjórn- málamenn og de Gaulle eða Macmillan skildu fyrir mörgum árum. Óskar Hallgrímsson, borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins, hefur flutt tillögu í borgarstjórn þess efn- is, að gerð verði heildaráætlun um framkvæmdir Réykjavíkurborgar. Með slíkri áætLun mundi fást yfirsýn um framkvæmdir næstu ára og fjármagns- þþrf, og er raunar erfitt að skilja, hvernig unnt er að stjóma 'borginni eða semja við lánadrottna án þ|ss að slfk áætlun sé til. i Reynsla annarra mælir með því, að borgarst jórn iRýykjavíkur samþykki tillögu Óskars. Jafnskjótt og iþáð gerist ætti ríkið að fá önnur sveitarfélög til að ifýigja fordæmi höfuðborgarinnar, þannig að. skyn- samleg áætlunragerð verði föst regla hjá bæði ríki ícg sveitarfélögum. Þjóðin verður að hafa betri stjórn á fjárfestingarmálum sínum en verið hefur, þannig iað einhvers stáðar sé til sú miðstöð, sem veit, hvað eþ að gerast og hvert stefnir. Slík stiórn á fjárfest- ;iþgu er ekki Lengur pólitískt deilumál heldur 'að- eíhs heilbrigð skynsemi. Gerið iólainnkaupin tímaníega Þið gerið hagstæð kaup í KRON Nýjar vörur daglega KVENKJÓLAR frá Marks & Spencer ENSKIR NÁTTKJÓLAR UNDIRKJÓLAR OG UNDIRPILS frá Artemis og Kóral SÍSÍ NYLONSOKKAR HUDSON SOKKAR KVENPEYSUR TELPNAPEYSUR DRENGJASKÓR, óreiniaðir SVARTIR LAKKSKÓR Á TELPUR HVÍTIR SKÓR Á TELPUR manna í þessari skemmtilegu list grein. Margar myndir hafa selst, eða allg 18 talsins enda er verði mjög stillt í hóf og fólki gefst þarna kostur á að eignast ódýr en falleg og góS listaverk. Mótmæla kjaradómi Stjórn framhaldsskólakennara mótmælir harðlega dómi Kjara- dóms um kjör framhaldsskóla- kennara og telur hann algjörlega ófullnægjandi varðandi flokka- og launahækkun. Slíkur dómur hlýtur að leiða af sér, að starfsmenn hins opin- bera krefjist fulls samningsrétt- ar þegar í stað. Þá vill stjórnin lýsa furðu sinnl yfir því, að Kjaradómur skuli ekki hafa tekið neitt tillit til þess við flokkaskipun, að Háskóli íslands liefur þyngt og lengt nám til B.A. prófs að miklum mun, og einnig því, að framhaldsskólakennarar með B.A. próf án uppeldisfræði skuli vera settir í lægsta Iauna- flokk á stiginu. Lesið Alþýðublaðið Áskriltasíminn er 14900 Danska lithografiu- sýningin í Bogasal Listaverkasnlngln á jdöjiskum frumlithógrafium í Bogasal Þjóð- minjasafnsins, sem opnuð var 2. desember sl. hefur vakið verð skuldaða athygli og oft verið mjög fjölmennt á sýningunni. Fólk hefur tekið sýningunni mjög vei, þótt hún litrík og fall eg enda sýna þarna 33 kunnir danskir listamenn 70 myndir sín ar, svo að hér er um að ræða góða yfirlitssýningu danskra lista- 4 5. des. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ l

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.