Alþýðublaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 9
Verður hægt að koma í veg fyrir meðfædda sjúkdóma? ER HÆGT AÐ SKAPA NÝTT LÍF utan við líkama móðurinnar? Þess ari spurningu hafa visindamenn velt fyrir sér um langt skeið og nú er svo komið, að fjölmargir brezkir og bandarískir læknar og vísindamenn svara þessari spurn ingu hiklaust játandi. Með öðrum orðum tækni mannsins er orðin slík, að hægt er að framleiða börn í tilraunaglösum. Brezka tímaritið ,,The Lancet“ sem mikils álits nýtur hvarvetna meðal lækna og vísindamanna hef ur birt grein um þetta mál, og þótt skylt sé að taka fram strax í upphafi, að auðvitað eru allar þær tilraunir, sem hér um ræðir enn á algjöru frumstigi, þá er nú samt svo langt komið, að alvar lega þenkjandi vísindamenn í mörgum þjóðlöndum starfa nú að tilraunum, sem miða í þessa átt. Þegar Aldous Huxley skrifaði bók sína „Hugdjarfa framtíðarver- öld“ (Brave New World) þá fjall aði hann þar einmitt um fólk, ef fólk skyldi kalla, sem framleitt var í verksmiðjum, og kom fyrst til lífsins í tilraunaglösum. Huxley sá.fyrir sér þjóðfélag þar sem fram leiddar voru fyrirfram ákveðnar mánngerðir með fyrirfram á- kveðna eiginleika, þannig að þörf um þjóðfélagsins væri fullnægt svo hvergi væri of eða van. Þetta væru sálarlausar og tilfinninga- snauðar verur. Ýmsum þótti lýs ing Huxleys djörf og nær öllum þótti hún ótrúleg, svo ótrúleg, að fullyrt var að slíkt mundi aldrei verða mögulegt, heldur væri bók in aðeins framtíðar órar, órar sem aldrei mundu verða eða gætu orð ið veruleiki. En nú er sem sagt það, sem Huxley sagði fyrir 30 árum, að verða að minnsta kosti fræðileg ur möguleiki. Viðleitni læknanna til að fram leiða líf í tilraunaglasi miðast alls ekki að því að nú eigi að fara að efna til fólksframleiðslu í stórum stíl á tilraunastofum, held ur er þessi tilraunastarfsemi liður í viðleitni lækna til að öðlast betri skilning og ný vopn í baráttunni við meðfædda sjúkdóma. Brezku vísindamennirnir, sem greinin í „The Lancet“ fjallar um höfðu á sínum snærum 16 kven sjúklinga, sem orðið hafði að taka eggjastokkana úr vegna sjúkdóms í eggjastokkunum eru tugþúsund ir' eggja, sem fræðilega séð er öll hægt að frjóvga, en undir veniulegum kringumstæðum fer aðeins eitt egg á hverjum mánuði niður eggjaleiðarann, þar sem það svo getur frjóvgast. Hin egggin má hinsvegar fjar lægia og það var það sem læknarn ir einmitt gerðu. Þeir tóku nokkur egg og héldu þeim lifandi í sér stakri blöndu, sem innihélt marg vísleg nauðsynleg næringarefni. Eggin héldu áfram að þroskast í blöndunni og síðan var beitt gervifrjóvgun til að frjóvga þau. Með gervi frjóvgun af þessu tagi ætti læknir að geta tekið egg úr iíkarpR konu, "-frjóvgað það síðan éins og að framan greinir, og gert síðan uppskurð á konunni á nv og komið hinu frjóvgaða eggi fyrir á sínum stað og konan mundi svo ala barn, er fram liðu stund ir. Tilraunir læknanna á þessu sviði beinast nú fyrst og fremst að því að freista þess að komast fyrir rætur ýmissa arfgengra sjúk dóma, sem ekki byrjar að bera á fyrr en eggið er frjóvgað og nýtt. líf byrjað að þróast. Læknar vita nú þegar með vissu, að ýmsar tegundir geðveiki, dvergvöxtur og ýmsir aðrir sjúkdómar eru fyrst merkjanlegir á þessu stigi. Ef frjóvgunin og fyrsti fósturvöxtur inn ætti sér stað utan líkama kon unnar telja margir að komast mætti hjá að minnsta kosti ein hverjum þessara sjúkdóma. Og það sem meira er, að ef þessi hátt- ur væri á hafður væri hægt að á kveða hvort barnið, sem síðar fæð ist, verður meybarn eða svein- barn. Óhætt er að fullyrða, að lækn ar um víða veröld fylgjast af mik- illi athygli með þeim tilraunum, sem segir frá hér að framan, og þá er áhuginn mestur á því hvort hægt sé að koma að ein hverju eða öllu leyti í veg fyr ir sjúkdóma, sem margir hvérjir hafa til þessa verið taldir ólækn andi. Hitt er svo annað mál, að fæstir hafa áhuga á að komið verið á fót framleiðslu á fólki á tilraunastofum, enda óskar þess víst enginn. Holts a □ □ Varanleg viSgerð á sílenderblokkinni Wandarweld er hellt í vatnsganginn og þéttir allar sprungur á blokkinni, án þess aö vélin sé tekin.í sundur. Þolir hita, titring og þrýsting. Þéttir rifna hI i ó S k ú ta Kíttinu; er aöeins þrýst i rífuna og þar harðnar það við hitann. Gasþétt og varanleg viðgerð. Holts vörurnar fást á stærri benzínstöSvum, hjá kaupfélögunum og VéIadeild SlS ÁrmúIa 3 leK ið mér nvers konar býðints úr og á ensku. EIÐUR GUÐNASON ISggiltur dómtúlkur og skjais þýSandi. Skipholti 51 - Sími Tegundin F-811 Getum afgreitt hinar landskunnu FISHER talstöðvar með litlum fyrirvara. Sendiorka: Talrásir: Spenna: 40 vött 6 kristalstýrðar 12—24—32 volta Með innbyggðum auka mótíakara fyrir bátabylgjur frá 2000—6000 kílórið. Verð á 12 volta F-811 talstöð Kr. 25.700,oo. Önnumst uppsetningu og víðhald. Umboðsmenn FISHER talstöðva á íslandi: FLUGVERK HF. Reykjavíkurflugvelli — Sími 10226. Kristniboðshúsið Betanía Krist'niboðsfélagið í Reykjavík hefur sína árlegu kaffisölu til ágóða fyrir kristniboðið * í Konsó, í dag. Drekkið síðdegis og kvöldkaffið hjá okkur. Styrkið þannig gott og göfugt málefni. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykfavík heldur sinn árlega JÓLABAZAR í dag sunnudaginn 5. desember kl. 2 e. h. í Skátaheimilinu við Snorrabraut. Mikið' af glæsilegum og nytsöimim munum til jóiagjafa, svo sem: Jóladúkar, Aðventukransar, hajidskreytt kerti o.m.fl. SJÁLFSBJÖRG. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. des. 1965 %

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.