Alþýðublaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 4
Eltstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull- trúl: Eiður Guðnason. — Síraarc 14900: 14903 — Auglýsingasími: 14906. AOsetur: Alþýðuhúslö við Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Aiþýðu- blaðslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. Otgefandi: AlþýOuflokkurinn. ÆSKAN HÚSNÆÐISMÁL eru sérstakt hagsmunamál •unga fólksins Afkoma þess og lífskjör fara að veru legu 'leyti <eftir því, hvernig því tekst að leysa íbúð • arvandann eftir að heimili hefur verið stofnað. I samræmi við þetta hafa ungir jafnaðarmenn jafnan sý'nt húsnæðismálum mikinn áhuga. Úr röð um þeirra hafa komið menn, sem Alþýðuflokkurinn hefur .falið trúnaðarstörf á þessu sviði, svo sem Egg- ert G. Þorsteinsson, sem var formaður Húsnæðis- málastjórnar unz hann varð félagsmálaráðherra, Ósk ar Hallgrímsson, sem nú hefur tekið við formen'nsk- unni af Eggert, og Sigurður Guðmundsson, núver- andi skrifstofustjóri Húsnæðismálastofnunarinnar. Bæði Eggert og Óskar eru 'byggingariðnaðarmen'n, annar múrari en hinn rafvirki, sem hafa góða að- stöðu til að þekkja og skilja íbúðamálin. Samband ungra jafnaðarmanna hefur gengizt fyr Ur fimdum um húsnæðismál, sem sambandsfélögin jhalda í kvöld á átta stöðum: Akureyri, Akranesi, iHafnarfirði, Húsavík, Kefiavík, Kópavogi, Neskaup stað og Vestmannaeyjum. Á öllum þessum fundum, jsem ekki eru takmarkaðir við unga fólkið, verður jrætt um húsnæðismálin, eins og þau horfa við í dag. ‘Þarf ekki að efast um, að þessir fundir verði fjöl- sóttir, og þar muni margir Ieggja orð í belg. Á þann hátt gerist tvennt: Forustumenn húsnæðismál anna fá tækifæri til að útskýra núverandi stefnu stjórnarvalda á þessu sviði, og fundarmenn geta kom ;ið á framfæri sinni reynslu, sínum skoðunum og sín- jum þörfum á þessu sviði. I FRAMTÍÐIN j ENDA ÞÓTT oft hafi verið róstusamt innan jíslenzkra verkalýðsfélaga, eru sum af elztu og Istærstu félögum verkakvenna þar alger undantekn- } ing. Þau 'hafa frá upphafi lotið sterkri forustu. Sam- heldni og fórnarlund hafa einkennt starf félags- kvenna, og þau eru því meðal öflugustu fagfélaga, sem þjóðin á. Góð dæmi um þessa þróun eru Verkakvennafé- lagið Framsókn í Reykjavík og Verkakvennfélag ið Framtíðin í Hafnarfirði, sem 'hélt hátíðlegt fert- ugsafmæli sitt fyrir helgina. Bæði hafa- þessi félög notið sérstaks trausts á röðum verkalýðshreyfinga- innar og formenn þeirra hafa notið álits og virð- íngar. Fyrir utan sjálfa kjarabaráttu verkakvenna hef ur Framtíðin í Hafnarfirði Iagt mesta áherzlu á rekstur (Vagheimilis, sem félagið hefur annazt í 33 ár. Hefur verið mikill myndarbragur á því starfi, og tr lofsvert, að verkakonur skuli ávallt hafa get jað Iagt tíma og orku í líknarstarfsemi, eftir erfiðan innudag og margvísleg félagsstörf. Alþýðublaðið sendir Framtíðinni árnaðaróskir á fmælinu. 4 7. des. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Hérna er bás handa þér! LAUNAMISRETTIÐ er sett í fast ar skorður. Því skal ekki breyta Reglustikan hefur markað bás hvers og eins og út af þeim bás skal launþeginn ekki fara á hverju sem veltist. Húsbóndinn sér um þaö. Sérfræðingarnir sjá um það, og næsti stéttarhópur fyrir ofan sér um það. — Þetta kom skýrast í ljós þegar þrettán manna nefndin svokallaða, skip- uð að’ meirihluta fulltrúum frá Dagsbrún og Hlíf, felldi tilIögU| Emils Jónssonar um að laun lægstu flokkanna skyldu liækka meir að hundraðshluta en laun' hærri flokka. Hann vildi freista þess að koma á meira launajafn- rótti, en, þeesir fulitrúar vildil það ekki. Þeir rökstuddu þá af- stöðu sína með því að þeir vildu ekki rjúfa þá einingu, sem kom- in væri á milli launastétta. Það var fásinna, því að láglaunamenn hafa, eins og komið er, enga sam- stöðu með þeim sem hærra eru Iaunaðir. OG ENN SKÝRARA verður þetta I til að sinna löggæzlustörfum eða þegar athugaðar eru niðurstöður kjaradóms. Láglaunaflokkarnir hjá ríki og bæ skulu húka á sín um bás, þar mó engin breyting verða. Sama prósenta skal gilda fyrir alla, livort sem kaupið er 25 þúsund eða 8 þúsund á mánuði. Þetta er óréttlátt. Það er hættu legt og það mun koma æ skýrar í ljós, að þetta verður til þess að innan skamms fást engir menn til þess að vinna þau störf sem telj ast til lægsta kaupsins í stiganum. HVADA STÖRF ERU nauðsyn- póststörfum eða símastörfum? Getum við verið án þeirra? NEI, VIÐ GETUM ÞAÐ EKKI. En við stefnum beinlínis að því, að engir vilji vinna þessi störf. Um það þarf ekki að ræða, að fjölskyldumenn geta ekki fram fleytt sér og sínum á lægra kaupi en 10—12 þúsund á mánuði. Og fer þetta alveg eftir því hvað húsa leigan er. Það er staðreynd að lang flestir þeirra, sem stunda þessi störf geta ekki lifað á launum sín um. Þessvegna munu þessir menn leg? Getum við afnumið störf leita annað og það sýnir sig i þeirra manna, sem nú verða að búa við sultarlaun neðstu ftokk anna-? Nei, við getum það ekki. Sannleikurinn er nefnilega sá, að löggæzla á götum úti, eða í tolli eða störf við póst og síma eru eins nauðsynleg eins og dómarans í Hæstarétti, forstjóra við ríkis fyrirtæki eða ráðherrans. Hvað gerum við þegar ekki fást menn æ ríkari mæli. Reynt er að halda í mennina með eftirvinnu, eða og næturvinnu, en það þýðir ekki f framtíðinni. ÉG SAGÐI ÞAÐ EINU SINNI, að ég sæi ekki betur en að lágí launafólkið yrði að hefja baráttu sína að nýju. Það á enga samleið Framh. á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.