Alþýðublaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 7
UTGEFANDI: SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA. EINS og skýrt var frá hér í blaðinu síðastliðinn föstudag — jnunu félög ungra jafnaðarmanna um allt land efna til félagsfunda í kvöld þriðjudaginn 7. desem- ber. Fundirnir fjalla allir um eit.t og sama málefnið og hafa hús- næðismálin orðið fyrir valinu að þessu sinni. Allir hljóta að gera sér ljóst að viðunandi húsnæði fyrir alla er eitt af undirstöðu- atriðum velferðar og hagsældar í þjóðfélaginu. Mál þessi snerta því allan almenning og einkum og sér 1 lagi ungt fólk, en það er án efa brýnasta hagsmunamál unga fólksins að það eigi kost á hús- næði á sem ódýrastan og hag- kvæmastan hátt. Þess vegna er það ekki að ástæðulausu að ung- ir jafnaðarmenn taka þessi mál Björgvin Guðmundsson Órlygur Geirsson Lúðvík Gizurarson. Hörður Zópóníasson. til umræðu. Mikill undirbúning- ur hefur átt sér stað til þess að fundirnir geti orðið sem glæsi- legastir og árangursríkastir. — Stjórn SUJ hefur látið safna -ýt- arlegum upplýsingum um hús- næðismálin og sent þær út um land. Er ekki að efa að margt athyglisvert mun koma fram á þessum fundum og eru allir ung- ir jafnaðarmenn hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Allir fundirnir hefjast kl. 8,30. FUJ-fundirnir í kvöld verða sem hér segir: AKRANES: Fundurinn á Akranesi verður haldinn í Félagsheimilinu Röst og frummælandi verður Sigurður Guðmundson skrifstofustjóri Hús- næðismálastofnunarinnar og for- maður S.U.J. AKUREYRI : Fundurinn verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu. Ræðumaður vcrður Björgvin Guðmundsson fulltrúi. HAFNARFJÖRÐUR : Frummælandi á fundinum í Hafnarfirði verður Þórir Sæ- mundsson sveitarstjóri. Fundur- Inn verður haldinn í Alþýðuhús- inu. HÚSAVÍK : Fundurinn á Húsavík verður í Hlöðufelli og frummælandi Ein- ar Fr. Jóhannsson húsgagnasmið- lir. r>.: Þórir Sæmundsson. Sigurður Guðmundsson Oskar Hallgrímsson Eggert. G. Þorsteinsson KEFLAVÍK : Ræðumaður í Keflavík verður Eggert G. Þorsteinsson félags- málaráðherra. Fundurinn verður í Félagsheimilinu STAPA. KÓPAVOGUR: Fundurinn verður haldinn í Fé- lagsheimili Alþýðuflokksins að Auðbrekku 50. Frummælandi verð- ur Hörður Zóphaníasson kennari, varaformaður SUJ. REYKJAVÍK: Fundurinn verður í Félagsheim- ili múrara og rafvirkja að Freyjugötu 27 og frummælandi verður Óskar Hallgrimsson, form- maður Húsnæðismálastjórnar. SELFOSS: Frummælandi á fundinum á Selfossi verður Örlygur Geirsson framkvæmdastjóri Alþýðuflokks- ins. NESKAUPSTAÐUR : Frummælandi á fundinum verður Haraldur Bergvinsson húsasmiður. VESTMANNAEYJAR : Fundurinn í Vestmannaeyjum verður haldinn að Hótel H.B. og frummælandi verður Lúðvík Gizurarson lögfræðingur. Lesið Alþýðublaðið áskriffasíminn er 14900 Eftir höfund bókarhinar M AI. S V A RI M Y It K R A11 ö V »> I V G J A N S, ]e.sln var í Rikisútvaifiið síðaatliðið.sumar. .Esisp.'nnanði og Iiróllttkjanili íákamálasaga um und- irferli og inúlli.rgnl k flalíu vorra. daga. LEYNiSKJÖLIN Æsispennandr sakamálasaga í sérflokki eftir Morris West höfund útvarpssögunnar, MÁL- SVARI MYRKRAHÖFÐINGJ- ANS sem lesin var í Ríkisút- varpið i fyrra sumar og þóttr mjög spennandi. Ummæli erlendra blaöa: - Mjög spennandi. Times L.S. Hrífandi Evening Standard Mjög læsileg Supplement. Bókin fæst í öilum bóksölu- stöðum. Bókin er ódýr, kostar aðeins kr. 80.00. Þórisútgáfan. ALÞÝÐUBLAÐtÐ - 7- des. 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.