Alþýðublaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 8
Ragnar Jóhannesson: ÞAÐ mun vera orðin ófrávíkj- anleg venja, að í hverju nýju fjár- lagafrumvarpi komi fram ein- hverjir nýir skattar, og vafa- laust er það nauðsynlegt vegna Samfélagsins, þótt misjafnlega sé Jieim fagnað. Svo varð líka nú: liinn nýi fjármálaráðherra mælti ttieð nokkrum nýjum sköttum. Ekki verða þeir gerðir að um- talsefni hér utan einn, vegna |>ess: hve ranglátur hann er og, •B mér sýnist, beinlínis menn- lngarfjandsamlegur. Ranglátir skattar eru auk þess ævinlega vanhugsaðir, ekki sízt í þingræð- Jsþjóðféjagi. Skatturinn, sem hér um ræðir, er hinn fj'rirhugaði farmiða- skattur, sem þegar er orðinn ill- ræmdur, þótt ófæddur sé. Skatt- *r þessi á að verða grimmilega hár, fyrir hjón næmi hann sem svarar 1/3 til 1/4 af mánaðar- kaupi láglaunafólks, og býzt ég Við, að mörgum ' kotbóndanum þætti þá svo þröngt fyrir dyrum, að hann settist aftur og færi livergi. Enda felst ranglæti skatts Ins í því fyrst og fremst, hve þrælslega ójafnt hann kemur ftiður, níðist á þeim tekjuminni, en kemur létt við hátekjumenn ®g auðmenn. Nú kunna valda- menn að segja eitthvað á þá leið, að alþýðufóik hafi ekkert að gera með það að vera að flækjast til útlanda; væri sæmra að kaupa Sér prímus og tjald og halda upp að Hvítárvatni (eða Hveravöllum' til að spara séf prímusinn!) En að slíku afturhaldssjónarmiði verður vikið síðar. Skattur þessi kemur sjólfsagt ekki sárt við auðmenn og verður þeim léttbær. Auk þess sleppa efa laust margir við hann. Á ári hverju fer fjöldi manna í svoköll- uðum opinberum erindum, fjöl- mennar sendinefndir og samn- inganefndir. Slíkir menn yrðu sennilega undanþegnir skattinum, en vera má, að almennir skatt- borgarar gildu fyrir þá. — Fjöldi kaupsýslumanna fer utan á ári ■hverju, starfa sinna vegna. Ekki er trúlegt, að þeir greiði um- ræddan skatt úr eigin vasa, trú- legra er að fyrirtæki þeirra geri það og dreifi honum síðan niður á vörur, sem neytendur kaupa af þeim. Eftir er þá sá flokkur ferða- manna, sem vafalaust er fjöl- mennastur, þ. e. þeir, sem fara í erindum siálfra sín. Auðvitað eru í þeim hópi margir, sem munar sáralítið um að snara út þeim þúsundum. sem í svona skatt fara. Og au.ðvitað munu sumir í þeim röðum fara nær eingöngu til þess að eyða fé og njóta erlends munaðar. Auk þess kaupir oft slíkt fólk ýmsa vöru handa sjálf- um sér. og það fvrir of fjár. Þar ætti ríkið að ná sér niðri og stór- hækka tolla á allan slíkan lúxus. Loks eru þeir, sem farmiða- okur ríkisins mundi bitna harðast á — hinir efnaminni og tekju- lægri, sem langar til að bregða sér út fyrir pollinn, ef til vill í eina skiptið á ævinni; jafnvel sparað til þess lengi. Þessu fólki á nú að refsa með slíkum skatti. Fjárveitingavaldið segir svo skýrt, að eigi verður um villzt, við þetta fólk: Sitjið bara heima. Hvað á sauðsvartur almúginn að keppa við höfðingja um ferðalög út um héim? Ella skuluð þið bara borga ykkar skatta. Forystumenn þjóðarinnar verða að átta sig á því, að vér lifum ekki á öld Eiríks frá Brún- um. Það hefur ekki á seinni ár- um verið með öllu ókleift lág- launafólki að skreppa til útlanda. Ferðaþjónustu hefur fleygt fram Ágætar ferðaskrifstofur skipu- leggja tiltölulega ócfýrar og hag- kvæmar ferðir fyrir þá, sem þess óska, svo að kalla hvert í heim sem er. F'feiri og fleiri nema er- lend tungumál. Og allir geta þroskazt þæði að vizku og við- sýni á velr undirbúnum og skyn- samlegum íferðalögum. Fólk, sem aðgang hefur að nokkrum bóka- kosti, getur aflað sér hagkvæmr- ar fræðslu áður en lagt ér af stað að heiman. Það má ekki gera of lítið úr mennta- og menn- ingargildi ferðalaga. „Heimskt er heima alið barn,” sögðu forfeð- ur vorir. Og þeir létu ekki sitja við orðin tóm. Á þjóðveldistím- anum þótti það hverjum efnis- manni hin mesta nauðsyn til þroska og menningar að fara ut- an, helzt til langrar dvalar. Þeg- ar þjóðin glataði sjálfstæði sínu í hendur erlends valds, skipa- skortur, einokun og örbirgð krepptu nákjúkur sínar að landi og þjóð, þá fækkaði utanförum, alþýðumennipgu hrakaði, sjón- deildarhringurinn þrengdist. Er þó engum þjóðum nauðsynlegra en afskekktum dvergþjóðum að halda víðtækum menningartengsl um við umheiminn. Þetta virðist f jármálaróðherra og þeim, sem umræddan skatt kunna að sam- þykkja, ekki ljóst. Mörgum borgurum er það bein- linis nauðsyn að geta skotizt til útlanda öðru hverju til þess að kynnast nýjungum í starfi sínu og staðna ekki hér í fátæktinni og fásinninu. Nægir að nefna lækna, ýmsa' tæknifræðinga, kennara, svo að fáeinir starfshóp- ar séu nefndir. Þjóðfélag vort krefst í æ vaxandi mæli þess, að menn fylgist vel með tímanum, raunar í hvaða stétt sem er. Eng- um er það enda nauðsynlegra en oss íslendingum, sem fleira þurf- um að sækja til annarra en flest- ar þjóðir aðrar. Þá menningar- leit mega engin yfirstéttarsjón- armið lama — á síðari helmingi 20. aldar, hjá elztu þingræðisþjóð heims. Vér dæmum, og það með réttu, einræðisríkin hart fyrir þau óbil- g.iörnu höft, sem þau leggja á einstaklingsfrelsi þegna sinna, t. d. á ferðafrelsi frá landi og til. Látum það þá ekki henda oss, sem gumum mikið af frelsisást vorri og lýðræðisþroska, að frem.ja sama ranglætið gegn ein- staklingum, jafnvel heilum stétt- um samfélagsins. Átthagafjötur lögðu Danir aldrei á okkur, þótt bölvaðir væru. Hví skvldum við sjálfir þá snúá okkur þann dróma? Ég geri ráð fyrir, að fjármála- ráðherrann, sá mæti og drengi- legi maður, hafi í kappi sínu við að sjá hag rikissjóðs borgið, ekki gefið sér tíma til að hugsa þetta mál til fullrar hlítar. Og öllum getur yfirsést. En það er skylda allra þeirra þingmanna, sem ekki vilja standa beinlínis í vegj fyrir aukinni menningu og mennt þjóð- arinnar né koma á miðaldalegum ójafnaðarráðstöfunum, að koma í veg fyrir, að tillagan um þennan rangláta skatt verði að lögum. Ragnar Jóhannesson. .Tafnvel láglaunamenn háfa getað veitt sér þann mu nað að eyða sumarleyfi sínu í útlöndum 8 7. des. 1965 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kennaraskortur er sívax- andi vandamál, sem full þorf er að snúast rösklega víð. s a Oddur A. Sigurjónsson skólðstjóri HÁSKÓLI ÍSLANDS • hefur ný- lega ákveðið að þyngja verulega nám til B.A. prófs. Eflaust hefur vakað fyrir hinni virðulegu stofn- un, að auka á-þann hátt kunnáttu væntanlegra B.A. manna og lyfta þessu lærdómsstigi nokkru hærra. Um þessa fyrirætlan má margt gott segja, þótt fyfirhuguð fram- kvæmd náms og prófa, sé með þeim geysilega annmarka, að sé prófi ekki lokið að fullu innan takmarkaðs tíma missa fyrri próf gildi sitt. Torvelt er að sjá hvað vakir fyrir mönnum með þvílíkri ný- breytni. Það er alkunna, sem allir hljóta að viðurkenna, að fjöldi náms- manna, karla og kvenna, hefur á þessu stigi fest sér maka, eign- azt börn og stofna heimli. Fyrir allt þetta fólk er fyrirhuguð ó- Aðvöri fgl bátaeigenc Eigendur þeirra 1 dekkbáta), er ligg svo og þeirra bát eru aðvaraðir um 15. des. n.k. Að öðrum kosti v( og ábyrgð eigendi Ee^ Hafnarst;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.