Alþýðublaðið - 10.12.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.12.1965, Blaðsíða 8
i I i BALDVIN Þ. KRISTJÁNSSON Sjómenrtiínir á „Z-17<l úrslitastund. sýndu óvenjulegt karlniennskuþrek á á Baldursgötu 30. Ekki vissi ég það, að hann hafði unnið mikið björgunarafrek við Engey og aldrei minntist hann á það við mig. — Margir aðrir kaflar eru athyglisverðir, en síztur er kafl- inn frá Eyrarbakka, enda hafa ýmis atvik farið fram hjá sögu- manni. Sagt er frá óhöppum, sem annar þeirra ágætu manna, sem áttu hlut að byggingu á Gónhól, en sagt var, að þar mætti aldrei raska neinu, varð fyrir, en þess er ekki getið, að Guðfinnur á Eyri fórst á sundinu 1927 og báts verjar allir. Annars eru þættirnir allir vel ritaðir og frásagnarákafi höf- undar augljós, en það gerir bæk- m- alltaf glafsilcgar. — VSV: Halldór Pálsson Skaðaveður hefur þýtt bókina: „Vörðuð leið til lífshamingju,” eftir N. V. Peale. Segir þýðandinn að höf- undurinn sé heimskunnur kemii- maður og meðal áhrifamestu pre- dikara vorra tíma. Hann skýrir frá því, að hann, í veikindum sínum og vonbrigðum, hafi haft mjög gott af að lesa þessi bók. Hann segir: „Það er skemmst af að segja, að bókina hafði ég les- ið nokkrum sínnum í heild og ein- staka kafla hennar margsinnis, leitað þá uppi eftir því hvað að mér amaði í það og það skiptið, rétt eins og læknir velur meðul eftir sjúkdómi. Mér var orðið þetta nokkuð tamt. Og aldrei brást bókin. Og fyrir utan þann, í hæsta máta athyglisverða boð- skap og lífssannindi, sem hún flytur, fannst mér bókin jafnan svo lifandi og skemmtileg frá al- mennu sjónarmiði, að unun væri að njóta? Og Baldvin þýddi bókina — og vonar nú að hún geti haft sömu áhrif á þá, sem lesa hana og hún hafði á hann sjálfan í veik- indum hans. „Vörðuð leið til lífshamingju” er tæpar þrjú hundruð blaðsíður að stærð. — VSV. í hafrótinu JÓNAS ST. LÚÐVÍGSSON hefur á úfidanförnum árum tekið saman og gefið út í samvinnu við Ægisútgáfuna frásagnir. af stór- slysum og æfintýrum á sjó. Nú sendir hann frá sér bókina: Haf- rót og holskeflur. í henni eru fimm frásagnir: Síðasta ferðin, Ógnþrungin öflög, Hryllileg að- för, Síðasti Narvíkurdrekinn og Skipsstrandið á Vonbrigðaey. Allt eru þetta æsandi frásagn- ir, margar úr stríðinu, én þó ekki allar. Þættirnir eru ljósir og lif- andi og athyglinni haldið vak- andi frá fyrstu línu, til hinnar síðustu. Margar myndir prýða bókina. — VSV. ' HALLDÓR PÁLSSON hóf fyrir tuttugu árum söfnun frá- sagna um skaðaveður. Nokkrum frásögnum hans hafa leséndur Sunnudagsblaðs Alþýðublaðsins kynnzt. Nú hefur bókaútgáfa Æskunnar sent frá sér bók með sögum og sögnum um eitt mesta skaðaveður, sem yfir landið og miðin kringum það, hefur geng- ið, svokallaðan Knútsbyl, en þann dag fórust fimmtán menn og um eitt þúsund fjár á Austur- landi eða við strendur þess. — Höfundar þáttarins eru í raun og veru margir, því að Halldór hefur víða leitað fanga: í blöðum og bréfum og auk þess skráð frá- sagnir margra, 'sem enn mundu þetta snögglega fáryiðri er hann leitaði éftir. Halldór Pálsson er varfærinn og vandaður fræðimaður. Frá- sagnirnar eru að vísu misjafnar, en heildarmyndin er geigvænleg. Það er éins og manni sé kippt aftur í tímann og maður: nemi allt í einu þau hörðu lífskjör, sem feður okkar, afar, mæður og ömmur, áttu við að búa í sveit- um og sjávarplássum. Þá var ékkj um skaðabætur að ræða, þó að fé fennti til bana eða kal kæmi í tún. ,Þá barðist fólkið á hnján- um og lifði þrátt fyrir allt. VSV. Sveinn Sæmundsson I brímgarðinum SVEINN SÆMUNDSSON blaða- fulltrúi hjá Flugfélagi íslands hefur sent frá sér bók á forlagi Setbergs, sem hann nefnir „í brimgarðinum.” Þarna segir hann frá hrakningum og sjósköðum hér við land og eru frásagnirnar fjör- lega skrifaðar og vel gerðar, en efni er misjafnt, erfitt um heim- ildaöflun í sumum tilfellum, sér- staklega þeim elztu. Fyrirsagnir þáttanna eru á þessa leið: í brimgarðinum. - Það var góð- ur koss. - Giftusamleg björgun við KÖgrið. - Björgun við bæjar- dyr. E. S. Bahia Blanea. - Þeir hefðu allir drukknað. - Með síld- arhleðslu af skipbrotsmönnum á þilfari. -, Síðasta ferð E.s. Cer- es. - í ícafi. - Flórá í stríðinu. Bv. Skúli fógeti ferst við Eng- land 1914. - Þegar Nirði var sökkt. - Vb Þormóður rammi við Sauðanes,. - Við lokuð sund — og loks: - Áð leiöarlokum. Eins og sést- á fyrirsögnUnum hefur áður verið nokkrum ; sinn- um sagt frá siunum þeirra, en annarra hefur aldrei verið get- ið. Athyglisvérðastir þóttuj mér, kaflarnir um strandið framundan Skúlagötunni og við Engey, en í báðum kemur við sögu gamall vinur minn, Jón Kristjáhsson verkamaður, sem lengi átti heima 8 ia: .de^: 1965 Q^. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Nýtt bindi af Heimdraga Út er komið annað bindi af HEIMDRAGA, safnriti fyrir ís- lenzkan fróðleik, gamlan og nýj an, sem IÐUNN hóf útgáfu á fyrir einu ári. Ný bók eftir Jakob Jónasson Konan sem kunni að þegja nefn ist ný bók eftir Jakob Jónasson Eb þetta sjötta bók höfundar. Fyrri hluti sögunnar er látinn gerast í litlu sjávarþorpi á Austur landi. Fyrir tilkomu síldarinnar og tækninnar vex þetta litla fiski mannaþorp á nokkrum árum í myndarlegan kaup-tað. í uppgangs plássi þes^u óx söguhetja bókar innar upp, Þröstur Þór. Síðari hluti sögunnar geri«t í Reykjavík þar sem söguhetjan leitar sér menntunar. Útgefandi e- í-afoldarnrent- smiðja. Bókin er 127 blaðsíður. í þessu nýja bindi. ritar Krist mundur Bjarnason langan og ítar legan þátt um fyþsta íjllenzka kvenlækninn. Birtar eru endur minningar 'Nínu, dóttur Grims amtmanns Jónssonar, en dagbók hennar birtist í fyrsta bindi Heim draga. Einnig er að þessu sinni birt allmikið af bréfum frá Grími amtmanni til systur hans, Ingi bjargar húsfreyju á Bessastöðum og manns hennar, bréf til Magn úsar Stephensen dómstjóra og loks bréf til ýmissa vina Gríms og kunningja. Þá er í þessu bindi rítgerð um höfund þjóðsögunnar Valtýr á grænni treyju eftir Vil mund Jónsson, þáttur um skák kappann frá Rauðamel, frænda Friðrik- Ólafssonar stórmeistara eftir Gils Guðmundsson, nokkr ar frásagnir af dulrænum fyrir bærum eru í þessu bindi og þ..m. ein draugasaga, þættir af föru mönnum og kynlegum kvistum Af gömlum minnisblöðum eftir Friðfinn Jóhann son á Egilsá, þáttur af Svalbarðsströnd fyrir hundrað áimm o.fl. Ritstjóm hefur annazt Krist> mundur Bjarnason. Nafnaskrá er samin af Bjarna Vilhjálmssytni fkjalave'ði. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Leyniflugstöðin Leyniflugstöðin er fjórða bókin sem út kemur á islenzku um Hauk flugkappa. Eins og hinar bækurn ar um Hauk er Leyniflugstöðin einkum ætluð drengjum. Höfundar Hauksbókanna eru tveir, brezki rithöíundurinn Eric Leyland og T.E. Scott Chard, yfirflugstjóri í bókinni, sem er 129 blaðsíður að stærð er fjödi mynda. Snæ- björn Jóhannsaon þýddi. Útgef andi er Hörpuútgáfan og er bók in er prentuð í Prentverk Akrness. Ævar R. Kvaran NÝ BÓK EFTIR ÆVAR KVARAN Ægisútgáfan hefur sent frá sér bók eftir Ævar R. Kvaran sem . nefnist Gild.i góðleikans, safn af útvarpsþáttum höfundarins. í for málsorðum á kápusíðu segir Ævar Kvaran m.a. að nú séu allmörg ár liðin síðan hann fór að velta fyrir sér ýmsum vandamálum lífs ins og lesa rit heimspekilegs efn is og frásagnir af ýmsum stórmenn um andans. í þessari bók sé reynt að sýna með ýmsum. ólíkum frá sögnum hvernig það komi ævin lega í ljós að kærleikurinn sé sterk asta aflið sem maðurinn geti kynnzt, Niðurstöðu sinni lýsir hann með-einni setningu sem hann von . ar að skýrist því betur fyrir les endum því oftar sem þeir lesa liana „Trú inín er nefnlega þessi: Þú átt aðeins það sem þú hefir gefið.“ GildL góðleikans er. 197 blíd, að stærð prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. í bókaflokknum Sígildar sögur Iðunnar eru nýkomnar út tvær bækur, BASKERVILLE HUNDUR INN eftir Arthur Conan Doyle í þýðingu Kristmundar Bjarnasonar og GRANT SKIPSTJÓRI OG BÖRN HANS eftir Jules Verne I þýðingu Inga Sigurðssonar. Báð ar þessar sögur eru gamalkunnar ísienzkiun lesendum og háfa átt miblum vinsældum að fagna, en

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.