Alþýðublaðið - 10.12.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 10.12.1965, Blaðsíða 11
KARVINA KVADDI MEÐ SIGRI - VANN FRAM MEÐ 26:24 í gærkvöldi léku Tékkarnir sinn síðasta leik í heimsókninni og nú gegn gestgjöfunum Fram. Með liði Fram lék nú aftur Ing- ólfur Óskarsson, en hann hefur um árs tíma dvalið í Svíþjóð og leikið þar með II. deildarliði við góðan orðstír. Leikurinn í gær- kvöldi var frekar lélegur í heild, þó ýmislegt fallegt sæist þar. Karvina hafði forystu nær allan leikinn og sigraði sanngjarnt með 26 mörkum gegn 24. FYRRI HÁLFLEIKUR 15:12 Tékkar hófu leik, en sókn þeirra mistókst og Fram fær knöttinn og eftir augnablik er Sigurður Einarsson frír á línu og skorar lag- lega. Þetta var eina skiptið sem Fram leiddi leikinn. Skömmu síð- ar jafna Tékkar og taka forystu með marki frá Raník, en Sigurður jafnar óvænt með marki skoruðu af línu. Tékkar leiða síðan leikinn, en Fram tekst að jafna einu sinni í þessum hálfleik. Tékkar komust í fjögurra marka forskot er Ranik skorar beint úr fríkasti 12-8 Ing ólfur skorar næsta mark Fram mjög fallega, en Raník bætir við fyrir Tékkana og staðan í hálf- leik er 15:12 og verða teljast sanngjörn úrslit eftir gangi leiksins. SÍÐARI HÁLFLEIK- UR 11:12 Ekki leið á löngu þar til Gunn- laugur skorar fyrir Fram og aftur úr víti. Færist nú spenna í leik- inn og lífgaði það dálítið áhorf- endur sem fögnuðu innilega er Gunnlaugur jafnar með fallegu marki. Staðan er 15:15 og nú fá Framarar víti en Gunnlaugur framkvæmdi það mjög kæruleysis- lega og hinn snjalli markvörður Karvina átti auðvelt með að verja. Á sömu mínútu fá Tékkar víti en skot Konrads lendir í stöng. Ciner skorar 16:15 og Hadravá bætir einu við, en Gunnlaugur er enn á ferð og minnkar bilið og svona heldur leikurinn áfram og á 17 mín. er staðan jöfn 20:20 og hafði Gunnlaugur þá skorað öll mörk Fram í hálfleiknum eða átta í röð, að vísu fimm úr víta- köstum, en hann átti á þessum tíma frábæran leik og sýndi keppn ishörku sína, en hún er margfræg Karvina nær forystu, en Sigurður jafnar 21:21 Ciner skorar glæsi- legt mark og rétt á eftir skorar Raník, en Tómas jafnar muninn með harki af línu, og nú gera Tékkar tvö mörk og staðan er 25:22 og nokkrar mín. til leiks- | loka. Ingólfur skorar næst og ; Gunnlaugur bætir við og eins marks munur er og 2 mín. til loka, Tékkarnir fara sér að engu óðslega, tefia eins og kallað er, ! en undir lokin skorar Ciner sið asta mark leiksins og staðreyndin | er 26:24 Karvina í vil. Sanngjörn úrslit í frekar slöppum leik. LIÐIN Lið Fram kom ekki eins vel frá leiknum og búizt var við. Vörn liðsins var afar léleg og Þorsteinn í markinu sýnilega ekki í essinu sínu. Þá var sóknin ekki eins árangursrík hjá þeim og oft áður. Kempan Ingólfur virt- ist alls ekki vera í góðri æfingu þó hann gerði margt fallegt. Guð jón var nánast lélegur og skaut í tíma og ótíma, mætti hann fara að stilla sig hvað skot snertir og von- andi gerir hann það í lands- leiknum á sunnudag. Bezti mað- ur liðsins og vallarins eins og oft áður var Gunnlaugur og er hann í mjög góðu formi í dag. Sigurð ur Einarsson var einnig góður og þar er vissulega baráttumaður á ferðinni. Lið Karvina var eins og áður nokkuð jafnt, það lék rólega og yfirvegað, en ekki skemmtilega. Beztu menn liðsins voru Ciner, Raník og markvörðurinn. Einnig, var skemmttilegur leikur hins smávaxna en snögga Konrads. Dómari var Reynir Ólafsson og hefur hann oft dæmt betur, var honum sérstaklega starsýnt á brot Tékkanna en leyfði aftur á móti liðsmönnum Fram meira. Mörk Fram skoruðu: Gunnlaug- ur 11, Sig. Einarsson 5, Ingólfur 4, Guðjón 3, Tómas 1. Flest mörk Karvina skoruðu: Raník 7, Ciner 6. Vísað af leikvelli: Ciner, Sig Einarsson, Guðjón og Konrad tvis-; var í 2 mín. Á undan leik Fram og Karvina léku meistarafl. kvenna úr Val annars vegar en úrval Fram og FH hins vegar. Sigruðu íslandsmeist- ararnir auðveldlega með 13 gen 8. I. V. Sigurður Einarsson hinn snjalli línuspilari. /Jbróttanefnd ríkisins 25 ára: íþróttalögin 1940 mörkuðu tímamót í APRÍLMÁNUÐI 1938 skipaði þáverandi menntamálaráðhera, hr. Hermann Jónasson, níu manna nefnd, er gera skyldi tillögu til ríkisstjórnarinnar um það hvernig hagkvæmast yrðin að efla íþrótta- I starfssemi og líkamsrækt þjóðar- J innar, fyrst og fremst með það sjónarmið fyrir augum, að áhrif íþrótta til þroska, lieilsubótar og hressingar nái til sem flestra í Hátíðafujndur íþróttanefndar ríkisins þann 6. des. s.l. — 25 ár liðin frá gildistöku íþróttalaga og frá því að íþróttanefnd ríkisins hóf störf. Menntamálaráffherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, ávarp- ar fundinn. Á myndinni taliff frá vinstri: Rannve'ig Þorsteinsdóttir, hdl., Guffmundur Kr. Guff- mundsson, frv. skrifstofustj., Þorgils Guffmundssan, fulltrúi, Helgi Elíasson, fræftslumálastjóri, Birgir Thorlacius, ráffuneytisstjóri, Jón Kaldal, ljó smyndari, Jón Þorstein^son, ^þróttakennari, dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráffherra, Ben. G. Waage, fyrrv. kaupmaffur, (Ljósm.stofa Þóris), þessu landi. í nefnd þessa voru skipaðir: formaður Pálmi Hannes- son, rektor og alþingismaður, Stein þór Sigurðsson, magister, Óskar Þórðarson, læknir, Jón Kaldal, Ijósmyndari, Erlendur Ó. Péturs- son, framkkv.stj., Erlingur Páls- son yfirlögregluþjónn, Guðmund- ur Kr. Guðmundsson, skrifstofu- stjóri, Jón Þorsteinsson, íþrótta- kennari og Aðalsteinn Sigmunds- son kennari. Nefndin tók þegar til starfa. Aflaði hún margvíslegra gagna, bæði innlendra og erlendra og kannaði rækilega ástand íþrótta mála í landinu, bæði hvað varð- aði skóla og íþrótta- og ungmenna- félög. Fram að þessum tíma hafði sú opinbera aðstoð, sem beint var til íþróttamála verið takmörkuð og óskipulögð. Var því undir at- vikum komið hverjir hlytu styrki frá hinu opinbera til eflingar lík- amsmenntunar. Hið sama gilti um stuðning ríkisins við gerð íþrótta- mannvirkja. Þetta allt saman taldi nefndin nauðsynlegt að sett yrði í fast kerfi með sérstakri löggjöf. Nefndin gekk frá frumvarpi til íþróttalaga, sem lagt var fyrir AI- þingi 1939 að tilhlutun ríkisstjórn- arinnar. Frumvarp þetta, nokkuð breytt varð að Iögum og hlaut staðfestingu 12 febr. 1940. Lögin áttu því á þessu ári 25 ára afmæli. Að tilhlutan fvrrverandi mennta- málaráðherra hr. Björns Ólafsson- ar voru löein endurskoðuð 1955. Endurskoðun þá önnuðust Sigurð- ur Bjarnason alþingismaður, Bene- dikt G. Waage kaupmaður og Þor- steinn Einarsson íþróttafulltrúi. Frumvarp til breytinga á íþr lögum lagði þáverandi meij málaráðherra, dr. Bjarni diktsson, fram á Alþingi 1956.1 endurskoðuðu íþróttalög ll gildistöku 7. april. L kafli íþróttalaga fjallar um stjórn íþróttamála. Þar er ákveð- ið að menntamálaráðuneytið skuli hafa yfirumsjón þeirra að þvi leyti sem ríkið lætur íþróttamál til sín taka. Til aðstoðar Mennta- málaráðuneytinu, um stjórn og framkvæmd þessara mála skyldi vera íþróttafulltrúi og íþrótta- nefnd. íþróttanefnd skyldi skipuð þremur mönnum. Einum án til- nefningar, skipuðum af mennta- málaráðherrra. Öðrum tilnefndunk af stjórn iþróttasambands íslands og þriðja tilnefndum af stjórn Ungmennafélags íslands. Síðan lögin tóku gildi hafa 9 íþróttanefndir starfað. Fyrsta íþróttanefnd ríkisins hóf störf 1 Framhald á 6. síffu. Ó<XX><XXX>000<X>0«0 Rússar sigr- Svía Rússar sigruffu Svía 15-14 í landsíeik í handknattleik sem fram fór í Boras á miff- vikudag. í hléi var staffan 10—8 fyrir Rússa. í leiknum í gær sigruffu Svíar meff 21-19. OOOOOOOOOOOOOOO0 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. des. 1965 IJ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.