Alþýðublaðið - 14.12.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.12.1965, Blaðsíða 4
Bttstjðrai: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull- trúl: Eiöur Guönason. — Síman: 14900 ■ 14903 — Augló'singasíml: 14906. AOsetur: Alþíöuhúsið vlö Hverfisgötu, Reykjavlk. — Prentsmiðja Alþýðu- tdaöslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 6.00 eintakið. Otgefandl: Alþýðuflokkurinn. Ógöngur Tímans Tíminn er kominn í miklar ógöngur vegna á- rása sinna á stjórn skólamála á íslandi undanfarin ár. Blaðið hefur vegsamað meðferð þessara mála í Danmörku og lýst með fögrum orðum aðdáun sinni á stórhug og menningu Dana fyrir framlög þeirra til skólabygginga og áforma um aukningu á því sviði á komandi árum. Nú hefur Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra þorið saman aðgerðir Dana og íslendinga í þessum efnum. Komst hann að þeirri niðurstöðu með ein- íöldum samanburði, að áætlanir Dana geri ráð fyrir minni aukningu en raunverulega hefur orðið hér á landi undanfarin ár. Það, sem Tíminn kallar „afturför í skólamálum*4 á Islandi, reynist við nánari athugun vera meira en þær áætlanir, sem Tíminn telur vera til fyrir- myndar í Danmörku. Sjaldan hefur komið eins vel í ljós, hversu frá leit gagnrýni framsóknarmanna á stjórn skólamála er. Sjaldan hafa þeir verið afhjúpaðir fyrir eins vanhugsaðan og illkvittnislegan áróður sem í þessu máli. Gróandi / listum -BÓKAFLÓÐ á jólamarkaði virðist meira nú en nokkru sinni fyrr, og ier útgáfan mæld í mannhæð um frekar <en í fjölda titla. Er mjög ánægjulegt, að bókaútgáfa skuli hafa staðizt hina hörðu samkeppni síðari ára á jólagjaf'amarkaði. Það er athyglisvert við útgáfu á þessu ári, að rneðal nýrra bóka er allmikið af frumsömdum, ís- lenzkum skáldsögum, aðallega frá hendi ungra höf- unda. Hafa þessir höfundar margt að segja og velja sér í vaxandi mæli viðfangsefni úr borgrlífi, sem er nýtt af nálinni hér á landi. j Um leið og minnzt er gróanda í skáldsagnagerð, ér ástæða til að minna á aðrar listgreinar. Mikið líf ýr á leiksviðum og einnig þar hafa verið flutt mörg hý verk ungra höfunda, þar sem glímt er við hinar ýilífu mannlífsgátur í íslenzku umhverfi. | Tónlistarlíf er einnig mikið, og koma fram hljóm áveitir, kórar og einleikarar. Ungu tónskáldin okkar Ikynna ný verk, og verður þó að viðurke'nna, að á Sviði tónlistarinnar er hvað erfiðast að fá verk |lutt — ef þau eru nýstárleg. Loks má ekki <gleyma myndlistinni, en gagnstætt tónlistinni er varla sá bögubósi til, sem ekki getur leigt sér búðarglugga og sýnt, ef hann vill. Á þessu sviði er hvað mest Hf og mergir mjög athyglisverð irýungir málarar á ferð. í heild verður ekki kvartað um deyfð í listalífi landsins. I 3 4 14, des. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Jólaávextir Mandarínur — Clementínur — Vínber — Delicious epli rauð og gul Rance beuaty epli — Bananar — Ananas — Sítrónur — Melónur — Crapealdin Niðursoðnir vextir allar tegl. Jólainnkaup því fyrr því betra fyrir yður fyrir okkur | JÚLASÆLGÆTI Valhnetur — Hezlihnetur — Parahnetur — Bl. hnetur — Peacanhnetur — Peanuts — Kon- fektkassar — Gjafakexkassar — Súkkulaðikcx — Konfektrúsínur — Gráfíkjur — Kex ótal teg. m BÖRN OG ÚNGLINGAR safna nú í bálkestina, og þeir verða margir og stórir að þessu sinni eins og raunar alltaf áður. Ég sé á vegferð minni að fullorðnir hjálpa drengjunum aff koma eldi viffnum á staffinn og hlaða kestina og er þaff sannarlega gott, því að þó aff þeir leggi sig sjálfir alla I fram, þá hafa þeir ekki afl til að fullkomna verkiff. Þessi pist ill er skrifaður til þess aff hvetja til þess aff unglingunum sé hjálpað aff. Fólk, sem vill losna við dót úr geymslum sínum effa af lóffum sín um, komi því að bálköstunum. Sannleikurinn er nefnilega sá, aff íiandhægast er aff hreinsa til lijá sér um þetta leyti og láta eldinn eyffa því, sem maður vill losna við. BÓKIN UM MARÍU MARKAN er ein fegursta bókin á markaðn um. Hún er vel gerð af hendi allra þeirra, sem búið hafa hana út: oooooooooooooooooooooooooooooooo ic Hjálpið ungíingunum. Hreinsið tii hjá sjálfum ykkur^ og hlaðið bálkestina. ★ Kispurslaus og skemmtilega saga Maríu Markan í fagurri bók. ir Hagalín og Haraldur Böðvarsson. oooooooooooooooooooooooooooooooo- sögukonunni sjálfri, skrásetjaran um, Sigríði Thorlacíus, sem er nú að líkindum einhver ritfærasta konan sem við eigum völ á, og út gefandanum. Ég er ekki áhuga 'samur músikmaður, því miður, og ég óttast alltaf að bækur um músikfólk séu fullar af upptalning um um tónverk og konserta. Ég óttaðist líka, að þessi bók væri þannig úr garði gerð. EN ÞETT REYNDIST á annan veg Þarna birtisfc lesendum litríkur og hispurslaus persónuleiki, skap gerðarkona, sem reynt hefur margt og brotizt í erfiðleikum og ekki gefizt upp, toáð sitt stríð tii að öðlast viðurkenningu, sem lista kona og unnið sigur og orðið þjóð sinni til sóma. Af bókinin kynn umst við á raunsæjan hátt mörgu 'því sem listamenn eiga í höggi við á braut sinni. Fáir íslenzkir lista menn mun þó hafa átt eins undir högg að sækja og María Markan er hún varð fyrir rógi óprúttins lygara og fréttamiðlara á styrjald arárunum. Ég ÞEKKI NOKKUÐ TIL þess vanda, sem þeir eiga oft í er skrá endurminningar annarra. Ég lield Framhald á S. síffu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.