Alþýðublaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 7
Ný bók eftir Alistair Mac Lean KOMIN er út á íslenzku ný bók eftir hinn þekkta skáldsagnahöf und Alistair MacLean. Heitir bók ín á Valdi óttans, og mun ekki vera EÍður spennandi, en fyrri bækur höfundar sem margar hafa kom- ið út á íslenzku hjá bókaútgáfunni Iðunn, sem einnig gefur út þessa nýjustu bók MacLeans. Iðunn hefur áður gefið út eft taldar bækur eftir Alistair Mac- Lean: Byssurnar í Navarone, Nótt in langa. Skip hans hátignar, Ódysseifur, Til móts við gullskip ið og Neyðarkall frá Norðurskauti. Þýðandi bókanna er Andrés Kristjánsson ritstjóri. Umferðin Framliald af 2. síðu. beiningarstarf lögreglunnar sl. haust, varðandi gangandi vegfar- endur hefði gefið góða raun og notuðu menn sér nú merktar gangbrautir í síauknum mæli, og hlýddu auk þess betur umferðar- ljósum. Hann gat þess einnig að um síð- ustu helgi hefði verið áberandi hve gangandi fólk var fjölmennt í miðbænum, og hefði verið sýni- legt að ökumenn lögðu bifreiðum sínum í nágrenni miðbæjarins og gengu svo. Vörður verður settur við nokkur stærstu bifreiðastæð- in, en þrátt fyrir það er fólk áminnt um að gæta þess vel, aö læsa farartækjum sínum, því að nokkur brögð voru að því um síð ustu jól, að stolið væri úr bílum. Óskar vildi hvetja menn til að kynna sér auglýsingu lögreglu- stjórans í Reykjavík sem var í öllum dagblöðunum þann tíunda þessa mánaðar, en þar eru birtar allar upplýsingar um takmörkun umferðar 1 Reykjavík, frá 10. des. til 24. des. Að lokum gat Óskar þess, að á þessum árstíma bæri einkum á því að unglingar hefðu undir höndum sprengiefni, þar sem mest bæri á hinum svonefndu kínverjum. Sala á slíku er alger- lega bönnuð og óskar lögreglan eftir samstarfi við alla borgar- búa um að koma í veg fyrir þenn- an ófögnuð. Vetrarfijálpiii Framhald af síðu 1. skilinni konu sem á átta börn innan 16 ára aldurs. Meðgjöf og KYNNIZT ISLANDI byggðum og óbyggðum Lesið FERÐABÓK Þorvaldar Thoroddsens Ferðabók Þorvaldar kemur víða við og geymir margan og yfirgripsmikinn fróðleik um land og þjóð að fornu og nýju, enda var höfundur hennar jafnvígur á náttúruskoðun og sögulegan fróðleik. Þar segir því jöfnum höndum frá daglegu ferða- volki, vísindalegum rannsóknum og atvinnuhátt- um landsmanna, en inn í það er ofið litríkum lýs- ingum á tign og áhrifamætti íslenzkrar náttúru. Jón Eyþórsson sá um þessa útgáfu og hefur unn- ið það verk af mikilli alúð. Glæsileg jólagjöf Snæbjöm Jónsson & Co. h.f. Hafnarstræti 9. — Símar 11936 og 10103. > S \ s V \ > s V > s s > s > s s s s > s s s s s > s s s s V s s s s i bætur frá Tryggingastofnuninni nema um 11—12 þús. kr. á mán- uði og gefur auga leið hvernig fæða á og klæða níu manns fyr- ir þá upphæð. Verst verða þau heimili úti þar sem heimilisfað- irinn er drykkjusjúklingur. Það er ekki einasta að hann sé byrði á heimilinu, heldur greiðh’ hann ekki með börnum sínum og litlir styrkir fást frá opinberum aðil- um. Því meira sem góðviljaðir borg- arar leggja fram til Vetrarhjálp- arinnar því meira er hægt að út- hluta til þess fólks sem mesta þörfina befur fyrir glaðning fynr jólin. Vetnarhjálpin sendi fyrir nokkru út söfnunarlista og eru þeir sem slíka lista hafa undir höndum vinsamlegast beðnir að skila þeim hið fyrsta, hvort sem viðkomandi hefur safnað miklu eða litlu. Senn líður að jólum og fyrir þann tima verður uthlut- un að vera lokið. Enn er tekiij þakksamlega á móti peningagjöf- um og fatnaði og ættu gefcndur að spara Vetrarhjálpinni útgjöld og fyrirhöfn með því að korna i sjálfir gjöfum sínum á skrifstof- ; ! una að Laufásvegi 41. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. des. 1965 J'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.