Alþýðublaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.12.1965, Blaðsíða 8
SKEMMTILEG er sú hugmynd ráðamanna Skálholtsútgáfunnar að kveðja sextán myndlistarmenn til málþings og bókarfundar. Mér finnst framkvæmdin hafa tek izt bærilega. „Steinar og sterk ir litir“ er prýðilega læsilegt rit, maður verður margs vísari, hefur víða komið og kynnzt ýms um viðhorfum, og svo reynist þetta fögur bók af hálfu útgef anda og prentsmiðju. Eini gall inn við búning hennar að mín'- um dómi er spássíuleysið. Gætir hér þess, að sumt gerist lista mönnum ástríða ag síðan árátta. „Steinar og sterkir litir“ má ekki fara úr fötunum, hversu gömul sem hún verður og hvað sem fyrir hana ber, því að hún kemst ekki í nýjan stakk nema skaðaskorin. Skipulag bókarinnar er tvenns konar og iðulega tvíþætt. Nokkr ir greinahöfundar rita sjálfstætt um hlutaðeigandi myndlistar menn, en aðrir gefa þeim öðru hvoru orðið til að rekja æviþátt og túlka skoðanir. Lesturinn er alltaf forvitnilegur og athyglis verður, einnig þegar segir frá Ásmundi Svein syni, Jóhannesi S. Kjarval og Jóni Engilberts, og voru þeir samt kunnir alþjóð, þar eð áður hafa verið samdar um þá bækur, en hér er vita skuld stiklað á stóru. Skálholts útgáfan hefur orðið sér úti um snjalla verkamenn að vinna í þessum vingarði, höfundamir fimmtán hafa allir íþrótt orð fiminnar og ritleikninnar á valdi sínu. Eigi að síður mun mér minnisstæðast, hvað myndlir'tar mennirnir hafa fram að færa. Skoðanir Ásmundar Sveinsson ar, Jóns Engilberts, Eiríks Smith, Sigurðar Sigurð'-sonar, Nínu Tryggvadóttur, Gunnlaugs Schevings, Jóhanns Briem, Sverr is Haraldssonar og Þorvalds Skúlasonar á þróun listar sinnar heima og erlendis eru að því leyti „guðsrödd í brjósti", að þar kennist heiðarleg og mann ræn afstaða, þó að hún truflist stöku sinnum af annarlegum liljóðum. En nú mun sæmst að greina nánar frá þáttum bókar innair. Sigurði A. Magnússyni tekst ekki allskostar að koma Ásmundi Svein'-syni á framfæri við lesend ann. Er því líkast, að báðir hafi verið þreyttir. Ég sakna til dæm is kímni Á-mundar, sem er merkilegt sérkenni mannsins og ærinn hluti af list hans. Hann beitir hér þriózkri skynsemi í frásögn og tihvörum, en sígur þar raunar fast á, temur <ær hófsemi, en ástunda™- samræmi. Jón Engilberts kemst var'a að fyrir kappgimi Baldurs Ó=kars sonar. Hvers vegna að afsaka þróunarviðleitni listamanns? Mig grunar, að hún sé Jóni Engil berts lífsnauðsyn og því naum ast álitamál. Síðasta sýning Jóns talaði og sínu máli svo ræki lega, að Baldur hefði átt að spara sér hæpna fyirirhöfn. Hann er rithöfundur, sem áreiðanlega getur betur, ef tilætlunarsemin ber ekki mat og íkynjun ofur liði. Gísli Sigurðsson skilar Eiríki Smith nærfærnislega. Árangur- inn verður slíkur, að lesandinn fær traust á listamanninum. Hannes Pétursson og Sigurður Sigurðsson leiðast bróðurlega hönd í hönd úr Skagafírðinum út í heiminn og ljúka ferða laginu fagurlega í Kópavoginum. Sveinn Einarsson lætur Nínu Tryggvadóttur njóta sín prýði lega í menningarlegri grein, þar sem þessi gáfaða listakona seg ir hug sinn allan í skemmtilegri einlægni. Matthías Johannessen hefur ekki lengi gerzt eins fáorð ur og í þecsu samtali við Gunn laug Scheving og sjaldan tekizt betur. Þar er samvizkusamlega fjallað um aðalatriði. Greinin ber Gunnlaugi Scheving vitni sem leitandi alvörumanni, en sannar og, að Matthías kann á fleiri hljóðfæri en lúður. Guðmundur Daníelssón gerir Jóhanni Briem ágæt skil enda við að búast eins og mennirnir eru verki farnir, þó ólíkir séu. Þar fer saman glöggt yfirlit og óvenjuleg túlkun ein stakra atriða. Hins vegar fer ég á mis við Kristján Davíðsson í grein Jóns Óskars. Þar hefði verið ráðlegt að gefa myndlistar manninum sjálfum orðið. Stein unn S. Briem fær góða áheyrn hjá Karen Agnete og Sveini Þórarinssyni, en orðaflaumur húsbóndans minnir á önnur hér uð fremur en Kelduhverfið. Sam talsathæfi Odd= Björnssonar og Sverris Haraldssonar er einkenni legt tiltæki í fljótu bragði, en Kápan á bókinni „Steinar og sterkir litir“ þó muin þetta sérstæðasta og for Vitxiilágaita grein bókarSnnar. Gömuí kenning Strindbergs sýnist enn í gildi. Hjörleifur Sigurðsson kann vel að telja, en myndin af Sigurjóni Ólafssyni er helzt til fjarlæg. Indriða G. Þorsteinssyni lætur sýnu betur að lýsa Skagafirðinum og mann inum Jóhannesi Geir en vinnu-. brögðum hans og skoðunum. Hins vegar er byggingarlag grein arinnar þannig, að hún telst bók mennta igur. Thor Vilhjálmsson er svo tillitssamur, að Þorvald ur Skúlason rís og stækkar i hæglæti sínu og þokast í náið sambýli vxið lesandann. Thor ger ir alla greinina um Þorvald af frábærri kurteisi. Sigurður Bene diktsson skrifar um Jóhannes S. Kjarval og Halldór Laxness um Svavar Guðnason. Þar er margt og mikið sagt fáum orðum. Bók in er skreytt sendilegum ljós- myndum, sem Kristján Magnús son og Oddur Ólaf son hafa tek ið af listamönnunum og umhverfi þeirra. „Steinar og sterkir litir“ er merkilegt heimildarrit um við- horf og þróun íslenzkrar mynd- listar síðustu áratugi. Jafnframt speglar hún sálarlíf þeirra sex tán manna, sem hér eru á þingi Þeir reynast yfirleitt ómyirkir í máli, og skoðanir þeirra vitna um þekkingu og reynslu, dirfsku og hugkvæmni. Sumir víkja máli sínu að atriðum, er miklu skipta og varða íslenzkt samfélag. Svo er um samastað og framtíðarheim ili listasafnsins. En myndlistar mennirnir geta víst sjálfum sér mjög um kennt, að það unir hlutskipti, sem ekki sæmir þjóð og ríki. Bókin ber einmitt* vitni þessa, þó að hér skuli ekki rak- ið. Mér varð hugsað til fátækra en gáfaðra bænda, sem ætluðu að bjarga heiminum áður en þeir byggðu vindhelda og vatnsþétta bæi og ræktuðu landið. Lbta menn ganga sem einstaklingar að verkefnum sínum, en verða að gerast fé’agsverur, ef reisa þarf sýningarskála eða safn. Bókin er ágæt aflestrar, en sitthvað veldur manni þó furðu. Svo er um málfar sumra mynd listamannanna. Iðulega Virðast þeir ætla að þýða hugsanir sín ar af annarri tungu á íslenzku án þess að koma þeim alla leið. Fjöl in flýtur, en oft skolar yfir hana bárum og jafnvel öldugörðum af framandi höfum. Maðúr spyr ag loknum le tri: Er erfiðara að hugsa um og ræða myndlist á íslenzku en önnur fræði? Enn fremur hendir greinahöfunda ó- nákvæmni eins og þá að rang feðra konu, afbaka nafn erlends heimspekings og kasta fram brenglaðri tilvitnun. Loks gezt mér illa ættfær la, þegar rakið er í „föðurlegg". Hitt er fyrír gefanlegt, að lína hefur villzt milli blaðs’ðna, en lýti þó! Bókin varð síðbúin, og þá er alltaf hætt við einhverjum mistökum. En stórmann’eea er til hénnar vandað. Og „Steinar og sterkir litir“ túlkar á vmsan hátt eftir minnilega andsvör þessara sex tán myndlistarmanna samtíðar- innar við veruleikanum. Helgi Sæmundsson. FRÍMERKJAÞÁTTUR MAÐUR er nefndur Francisco Goya, spánskur að ætt og upp- runa. Hann er fæddur árið 1746 og varð frægasti myndlistarmað- ur sinnar þjóðar. í æsku var hann æfintýramaður nokkur, fékkst við nautaöt og háði einvígi — fleiri en eitt. — Eftir nokkurt nám á Ítalíu, sneri hann heim og sett- ist að í Madrid. — Gerðist hann þar mikilvirkur málari, enda eru til um 750 verk eftir hann. Hirð- málari var hann um hríð og eru til nokkur málverk eftir hann af konungsfjölskyldum þeim, er uppi voru á þessum tíma, geysi- lega haglega gerð og nú varð- veitt á listasöfnum Spánar, sem þjóðardýrgripir. Hann var jafn- vígur á mannamyndir, nauta-ats- myndir og náttúrulýsingu. Ein- hverra hluta vegna fluttist hann til Frakklands árið 1824 og dó þar fjórum árum síðar — eða 1828. Nú var það árið 1930, að Spán- verjum datt í hug að heiðra þenn- an fræga málara sinn með út- gáfu minningar-frímerkja. Að visu var þá liðin 100 ára ártíð hans, en það tóku Spánverjar ekki svo hátíðlega, heiður á frí- merkjum skyldi hann fá. — Og þeir gáfu svo út ekki minna en 17 merkja seríu. — 14 þeirra báru mynd málarans sem mótív, en þrjú þeirra sýndu frægustu málverk hans. — Eitt þeirra var „Nakta Maja”, sem við sjáum hér mynd af á frímerkinu. Málverk þetta er velþekkt í listasögunni og slúðrað hefur verið um það, að kven-módelið sé hertogaynjan af Alba, hin fagra María Ther- esía. — Jæja, hvað um það, hin nakta fegurðardís var send út um víða veröld á frímerkjum Spánar árið 1930, í heimalandi frímerk- is þessa — Spáni, — vakti það enga sérstaka eftirtekt. Spán- verjar höfðu margir séð myndina á söfnum og eftirprentanir af þessu málverki voru til sölu í listaverka-búðum. — En í öðrum löndum fékk það ýmis konar mc1 tökur. Nú skulum við muna, a fyrir 35 árum voru nektar-mync ir ekki eins algengar og nú. - Blöð ýmissa landa birtu mym g 15. des. 1965. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.