Alþýðublaðið - 16.12.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.12.1965, Blaðsíða 4
mtstjérai: Gylfl Gröndal (éb.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull- trúl: Eisur GuSnason. — Síman 14900 -14903 — Auglýsingasími: 14906. Aðsetur: Alþýöuhúsið við Hverfisgötu, ReyKjavik. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. S.00 eintaklð. titgefandl: Aiþýðuflokkurinn. ... ......... . .......................... SKUGGALEGUR LEIKUR ÞINGMENN Framsóknarflokksins og forstjóri Skipaútgeróar ríkisins, Guðjón Teitsson, hafa sett skuggalegan leik á svið Alþingis á þessari jólaföstu. Tilgangur leiksins er að svívirða Emil Jónsson og kenna honum um hina lélegu afkomu Skipaútgerðar ríkisins. Forsaga málsins er sú, að vaxandi gagnrýni hef ur verið á afkomu Skipaútgerðarinnar. Að vísu þarf lengan að undra, þótt þjóðin þurfi að greiða nokkurn iSaálla af slíkri þjónustu sem strandferðir eru. En Ihallinn hefur vaxið óhugnanlega. Erlendir sérfræð |ingar hafa gert tillögur um endurbætur á rekstrin- jam, en hugmyndir og nýjungar hafa strandað á for Jstjóra útgerðarinnar. | Nú datt framsóknarmönnum og forstjóranum í ‘Íhug, að þeir gætu slegið tvær flugur í einu höggi, jráðizt duglega á ríkisstjórnina og kennt Emil Jóns syni, fyrrverandi sjávarútvegsmálaráðherra, um vandræði skipaútgerðarinnar. Framsókniarmenn í f j áveitinganefnd óskuðu eftir skýrslu frá Guðjóni jum sölu olíuskipsins Þyrils. Guðjón.lét 'ekki standa á skýrslunni og réðist þar á fyxrverandi yfirmann isinn, Emil Jónsson. Þingm'enn framsóknar sleiktu jútum af ánægju og réðust á Emil, vopnaðir skýrslu Guðjóns, i | Auðséð er á málatilbúningi ölliun, að Guðjón ©g flokksbræður hans höfðu pólitíska árás í huga, en háru litla uinhyggju fyrir réttlætinu. í fyrsta lagi er það furðulegt framferði af opinberum emb- ættismanni, að skrifa bréf með árás á fyrrverandi ráðherra sinn. Guðjón hefði átt að láta til sín heyra fyrr og á annan hátt, ef hann taldi sölu Þyrils vera slíkt hneyksli, sem nú er talið. í öðru lagi báðu þingmenn Framsóknarflokksins Guðjón um skýrslu — og fengu árásarefnið, eins og til stóð. Hins vegar báðu þeir Emil Jónsson eða nú- vei-andi sjávarútvegsmálaráðherra ekki um greinar gef?S um málið. Þeir voru fyrirfram staðráðnir í að hlústa aðeins á annan málsaðila. Heiðarlegir menn liefðu þegar s stað óskað eftir, að Emil sendi fjár- veitinganefnd svör að sinni hálfu um þetta mál, í stað þess að ráðast á hann í þingsölum um miðja nótt! Þegar Þyrill vlar seldur, var augljóst, að Skipa-- útgerð ríkisins mundi eldki geta hagnázt á frekari nék^tri skipsins. Hins vegar virtist unnt að gera tilrjmn með síldarflutnmga með því, og var það inikilvægt vegna atvinnu á Vestfjörðum og Norður fanþi og fyrir síldariðnaðmn állan. Þyrill varð forautryðjandi þeirra síldarfiutninga, sem sxðan hafa «gert mikið gagn. ALÞÝ0U8LAÐIÐ 4 Í6. des. 1965 - r* ■'n'' ’ é' ducf vid Odinstorg r • simi 10322 Sterk ög vön Verd vicí allra h^. Gódir greids 1 uski I m áia r Litaval á plastákisedi og bordplasti Veltifappar á stólfótum án aukakosinadár ALLT Í ELDHÚSIÐ Á SAMA STAÐ oooooooooooooooooooooooooooooooo ★ Hvernig hvarf SkarSsbók frá SkarSi? ir Fékk Henderson hana aS gjöf? Sjálfsævisaga heimsfrægs íslendings. ★ Hetja - og alltaf íslenzkur alþýSumaSur. oooooooooooooooooooooooooooooooó MENN SKRIFA mikið og ræða sín á milli um hvarf Skarðsbókar úr Skarðskirkju og feril hennar þang-að til Eiríkur Magnússon fann hana í einkabókasafni í Englandi. Þetta er eins og leynii logreg-lustarf, og alltaf er gaman, að slikri leit. Eina kenningu hef ég1 heyrt, sem mér finnst vera sálfræðilega líkleg, hvað sem öðr um finnst. Kunnur meistari í nor rænum fræðum stakk þessu að mér og af því að hann hefur livergi sett hana opinberlega fram . set ég hana hér og geta menn svo y'elt tilgátu hans fyrir sér. 'hENDERSON ferðaðist um ís- land á þeim árum, sem Skarðsbók yírðist hafa horfið héðan. Hender son var nokkurskonar trúboði, mikið göfugmenni og brautryðj a,ndi, hann var upphafsmaður að liinu íslenzka biblíufélagi. Hann gisti að Skarði og segir frá dvöl sinni þar. Hann ber mikið lof á Skarðsverja og getur þess sérstak lega, að þeir séu miklir rausnar menn, ER EKKI LÍKLEGT, að Skarðs bóndi hafi gefið Henderson þess ar postulasögur, ritaðar á kálf skinn? Er það ekki Henderson, sem hefur flutt bókina með sér heim til Englands. Hann starfaði á vegum bfeskra auðmanna, sem stunduðu hið trúarlega starf hans. Er ekki líklegt, að þaðan hafi bók in borizt í hendur auðmanns þess, sem vitað er að átti hana um tíma? SJÁLFSÆVISAGA Vilhjálms Stefánssonar er mikið verk, stór fróðlegt og skemmtilegt. Vilhjálm ur mun einna víðkunnastur allra íslendinga, sem uppi hafa verið, Hann var hetja og afreksmaður og rithöfundur, sem flutti fyrir lestra áratugum saman og ritaði fjölda bóka. Hann hafði náin kynni af heimskunnum mönnum báðum megin Atlantshafsins og segir frá öllu þessu í bókinni. EN JAFNFRAMT þessu va!r Vil hjálmur Stefánsson alla tíð lát Xaus, en harðskeyttur íslenzkur alþýðumaður, sem ekki samdi sig að siðum teprumenna eða svokall aðra höfðingja. Hann fór ekki var hluta af ofsóknum og misskilningi' og kveður svo ramt að þessu, að' Framliald á 10, síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.