Alþýðublaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 13
O —: Síml 50184. Hin heimsfræga verðlaunamynd. Byssurnar í Navarone Það eru allra síðustu forvöð að sjlá þessa heimsfrægu kvikmynd. Gregory Peck, Anthony Quinn. Sýnd kl. 5 oig 9 Bönnuð innan 12- ára. ■ linil im—■ Hrun Rémaveldis Ein stórfenglegasta kvikmynd sem tekin hefur verið í litum og Ultra Pana Vision. Sophia Loren Alec Guinness James Mason fslenzkur texti. Sýnd tel. 5 og 9. Nóttin (La Notten) Víðfræg og snildar vel gerð, ítölsk stórmynd. Gerð af snillingnum Michelang- elo Antonioni. Aðalhlutverk: Jenne Morean Marcello Mastroianni Endurisýnd kl. 5 og 9. Hin biindu augu lögreglunnar Sérstæð amerísk sakamálamynd með Charlton Moston og Orson Welles Bönnuð innatni 16 óra. Endunsýnd kl. 7 og 9. BAGDAD Ævintýramynd í litum Sýnd tel 5. Koparpípur of Fittings. Ofnkranar, Tengikranar, SlÖngukranar, Blöndunartæki. Rennilokar, Burstafell byggingavöruverzlun, Béttarholtsvegl S. Síml 3 88 40 skeyti þegar hann fengi bréf hennar. Ilún hafði eiginlega skrifað þetta bréf til að sýna honum að hann réði ekki yfir henni að neinu leyti. En undanfarna daga hafði hún saknað lians. Hún myndi sakna hans meira þega hún kæmi aftur til Sidney Hún myndi ekki lengur sjá hann birtast í dyrum læknastofunnar, lnin gæti ekki lengur séð sólar- ljósið gylla hár hans eða séð brosglampann í djúp bláum aug- um hans. Hún yrði að vinna hjá Hogarth lækni sem var lítill feitur og sköllóttur. Hún myndi ekki heldur hitta Ben. Hún hlyti að sakna hans mest. Hún sá hann fyrir sér, breiðar herðar hans, brúnt hárið og græn augun. Hún hafði elskað hann svo lengi að hún gat ekki verið hætt að elska hann. Getur ást dáið á svip- stundu? Hún hélt ekki. En það voru allskyns vandræði milli hennar og Bens, hjónaband hans og Clothilde, sem Alard hafði sagt henni að vildi sættir við Ben. Ef Ben tæki eki þeim sátt- um og Clothilde kæmist að því að Cherry væri konan i lífi Bens þá kæmi hneykslið sem Alard hafði tekizt svo snildarlega að aftra. Þau Johnny óku að Repulse- flóanum og störðu á tunglsljósið silfra öldurnar. Þau snæddu kvöldverð á litlu hóteli þar. Mat- urinn var mjög góður sumpart kínverskur sumpart evrópískur. Seinna gengu þau eftir strönd- inni og hentu steinvölum út í bár- urnar. Hann leit út undan sér á hana. — Má ég kyssa þig núna? Clierry langaði til að segja já. Kvöldið hafði verið svo dásam- legt og óvenjurómantískt. En samt hikaði hún þótt hún vissi ekki hvers vegna. — Ég lofaði að kyssa þig góða nótt, sagði hún. — Þú verður að láta þér það nægja. — Má ég halda utan um þig? — Ef þig langar til þess. Hann hélt utan um mitti henn- ar þegar þau gengu áfram. Hann var mjög yndislegur maður. Það gat verið að hún hefði orðið ástfangin af honum ef hjarta hennar hefði verið frjálst. En var hún ekki frjáls? Var hún bundin Ben eða Alard? Hún vissi það ekki. Þau óku lengri leiðina heim fram hjá Deep Water flóanum og aðalsjúkrahúsi borgarinnar. Henni var órótt. Hún kyssti hann kossinum sem hún hafði lofað lionum en þegar hann vildi kyssa hana oftar sleit hún sig hranalega lausa. — Þú ert svei mér ástfangin af náunganum sem þú ert trú- lofuð. sagði hann. — Flestum trúlofuðum stúlkum finnst sjálf- sagt að leika sér þegar þær eru ekki heima. Þú hlýtur að vera ein af þeim tryggu. Því miður. — Þakka þér fyrir kvöldið Johnny, sagði hún. — Sjáumst við á morgun? 43 — Við borðum saman annað kvöld, sagði hann. — Þú ferð næsta dag til Japan. Ég hef orð- ið fyrir vonbrigðum með þig Cherry. — Það er leitt, sagði hún auð- mjúk. — Ég er víst ein af gamal- dags tryggu stúlkunum. En það var undarlegt að hún skyldi segja þetta. Hún hefði getað skellt upp úr. Hún hafði hlaupið í fangið á Alard strax og Ben var horf- inn. — Viltu ekki koma ifin og bjóða frænku þinni góða nótt? — Ég held ekki Cherry. Ég held ég fari heim með aumingja særða hjartað mitt. — Ég gæti hlegið, sagði hún. — Maður verður ekki ástfanginn svona skyndilega. Ekki það? sagði hann. — Það sýnir hvað þú veizt lítið. Ég elskaði þig áður en þú varst kom- in út úr flugvélinni. — Þú ert indæll Johnny en ég elska þig ekki. — Ég verð að segja það að kærastinn þinn er óvenjulega heppinn maður sagði hann stirð- busalega. 3. Þær flugu um nótt og lentu á Haneda flugvellinum í Japan snemma næsta morguns. Cherry varð fyrir vonbrigðum með Tok- yo eftir skrautleg húsin í Hong Kong og höfnina þar. Hún hafði búizt við að Japanir yrðu a.m. k. í kimono. En flestir þeirra voru í litlausum evrópskum föt- um þó af og til gæti að líta mann í dökkbrúnum kimono með með „getas” eða ilskó á fótunum. Þær bjugu á hótel Imperial. Cherry var mjög hrifin af hó- telinu sem var byggt í gömlum hefðbundnum stíl. Forsalurinn var stór og ef maðuir gekk .upp fáeinar tröppur kom maður inn í tehús. Við hlið forsalarins var langur mjór gangur þar sem ferðaskrifstofur og flugfélög höfðu skrifstofur sínar. Á kjall- arahæðinni voru verzlanir og hinar frægu Mikimotot perlur voru í hverri búð. Sumar voru fataverzlanir þar sem skraut- leg efni voru í meirihluta. Þar voru verzlanir sem verzluðu með tréskurðarmyndir og verzlanir sem seldu hinar frægu lakkkrúsir og skálar. Þar voru skóverzlanir og listmunaverzlanir. Kunningjar frú Maloney í Tok yo hringdu daginn eftir. Þau voru japönsk og hétu Minoru. Þeim var boðið heim til þeirra til kvöldverðar. Það var stórkost legt að eiga að borða á japönsku heimili. Hjónin bjuggu í útborg Tok yo. Fyrir framan húsið var garð ur með gosbrunni í. Þær fóru úr skónum á tröppunum og settu upp inniskó áður en þær gengu inn í húsið. Öll fjölskyldan, hjón in og dætur þeirra tvær lineigðu sig djúpt fyrir þeim um leið og þær komu inn og lítil þerna sem hét Fujiko henti sér flatri fyrir framan fætur þeirra. Þær settust á púða fyrir fram an ávalt borð. Gestgjafar þeirra snæddu með prjónum en þær fengu gaffal sér til aðstoðar. Þær fengu einkennandi japansk an mat „tempura" sem er lítil fiskstykki soðin í olíu. Á eftir FATA VIÐGERÐÍR Setjum skinn á jakka auk annarra fata- viðgerða. Sanngjarnt rerð. \EFNALJWc Skipholt 1. — Simi 16S46. þessum rétti kom suki-Yaki yndis lega gómsætt nautakjöt soðið yf ir hægum eldi með sveppum og fleira grænmeti; hrátt egg er brotið á botni skálarinnar áður en maturinn er settur í hana. Gólfið var þakið þungum ,,tat ami“ teppúm. í holinu, sem kall að er „tokonoma” var. japönsk silkimynd og stór skál með fag urlega niðurröðuðum blómum. Frú Minoru sagði Cherry og frú Maloney að ein dætra þeirra sem lært hefði blóma'kreytjing ar hefði raðað niður blómunlim sem allstaðar skreyttu lág borð in. Hin dóttirin Yoshiko skemmtl þeim siðar með því að leika og syngja á „sarmien” sem er eins konar japanskur gítar. Herra Minoru hafði gert áætl anir um ýmislegt til að skemmta þeim. Hann ætlaði sjálfur að aka þeim tSl Nikko og sýna þeim hið fræga helgiskrín. Hann sagði þeim að fara bæði til Ky oto og Nara sem voru fræg fyr ir helgistaði sína og hallir. Ky oto er hin forna höfuðborg Jap an og þar eru mörg hundruð ára gamlar hallir. Þegar þær komu til Nikko óku þær eftir liinu fræga breið- stræti sem hefur Sugi tré’f á báða vegu en Sugi eru japönsk sedrusviðartré. Þessi stóru tré sem er þrjú hundruð ára gömul voru gróðursett af japönskúm höfðingja. Þær heimsóttu marga helgistaðj, Rinniogi musterið með forsal Búddanna þriggja. Þær sáu hina frægu apa — Hlufeta ei á illt, tala ei illt, sjá ei Rlt. Það er japanskt orðtæki, ságð hr. Minoru — segðu ekki „nekkó“ en það orð þýðir stórko-tlegt fyrr en þú hefur skoðað Nikteo. Þær skoðuðu hina heilögu brú sem ,er örmjó brú sem hvílir^á steinum og skreytt með látuni. Yfir brúna er aðeins gengið eiríu sinni á ári þegar sendiboði ftá keisaranum fer til að véita guð unum hollustu sína. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. des. 1965 « itíiöjUdyöíVdJA - ' • e v-u :T

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.