Alþýðublaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 16
^•mrwm-iammme-íame.uatrrmtsrstrs'' ■ i ■w»nrMir.m"n''W+»H-it" Að vera í opinberri stöðu . . . Það er eins og að reyna að dansa í nætur- ! | klúbb. Alveg sama hvað !! maður fer varlega, ævin- lega skal maður rekast ó- þægilega ó óteljandi manni !•— Margir kannast við sög- una um frambjóðandann, sem var á ferð um kjör- dæmi sitt rétt fyrir kosn- ingar og kom að bæ einum, þar sem honurrl var vel tek- ið og leiddur til baðstofu, þar sem fólk hóf umræður um landsins gagn og nauð- sjnjar, en þegar leið á - kvöldið var gestinum vísað til sængur og að gömlum og góðum sið var heimasæt- unni á bænum falið að þjóna honum til sængur, en í býtið morguninn eftir vaknaði gesturinn við um- stang^úti á hlaðinu — og þegar hann leit út um skjáinn, sá hann hvar heimasætan var að halda kú, en nautbjálfinn tregð- aðist við og vissi sýnilega ekki >hvað til stóð, unz iþar kom, að heimasætuna þraut þolinmæðina og sagði: — Reyndu að bera þig eftir björginni, ræfillinn þinn, ekki ert þú í framboði, Og svo kemur spurning- in: „Hvernig vissirðu að frambjóðandinn var Fram- sóknarmaður?" Frjáls Þjóð. unni og sem hún steig fæti á gangstéttina framan við búðar- dyxnar upphófst dansinn, sem sést á myndinni. En þetta fór þó allt vel að lolcum, stúlkan slapp óbrot- in út á óhálli braut og það sem var fyrir mestu, pokinn rifnaði ekki og ekkert fór til spillis af innihaldinu. En það er ekki alltaf sem fólk sleppur svona vel frá hálku. — Sumir láta þyngdarlögmálið sigra sig og hlammast niður á aftur- endann, þegar fötununi er skyndi- lega kippt burt; þettá gétur vald- ið bæði sviða og sárum og þess munu dæmi, að áverkárnir hafi orðið enn meiri, en þá hafá að sjálfsögðu verið á ferð þeir menn, sem nota rassvasann und- ir sálarhressingu sína. Slíkum mönnum ætti eiginlega að vera óheimilt að detta á rassinn. Bílakandi menn nota gjarnan tækifærið, þegar hált verður á vegunum til að eyðileggja þessa sömu vegi. Þeh’ festa þá helvíta miklar keðjur á hjólin, en eins Dg allir vita er enginn vegur lag- aður úr svo varanlegu efni, að hann þoli þann járnburð til lengd- ar. Að vísu gæti það gert sama gagn, að menn gættu sín aðeins þeim mun betur í hálku og ækju varlega, en auðvitað dettur eng- um í hug að fara þá leiðina. — H i n a leiðina skulu þeir fara og eyðileggja það, sem þeir geta, og er hálkan þá höfð að skálkaskjóli. En út í þessa sálma skal ekki frekar farið hér. eins og alkunn- ugt er, eru bílakandi nienn yfir- stétt hér á landi og leyfist allt, og því er farið út á dálítið liálan ís að minnast á þá í þessu sam- bandi. Og þar að auki er.margt í einu máli, eins og skáldið sagði, og einnig ber að minnast orða spámannsins nú á þessum hálkutímum: „Sá, sem þykist standa, gæti að sér, að hann ekki falli.” Þeir segja, að æfingin skapi meistarann — í öllu nema því að vakna snemma á morgnana . . . MÖNNUM er áreiðanlega holl- ast að halda sig sem mest inni þessa dagana. Það er nefnilega svo hált á götunum, að annar hver bíll lendir í árekstri, og fót- gangendur mega hafa sig alla við til að verjast falli. Ef menn sprikla samvizkusamlega á hverj um morgni eftir forsögn útvarps- ins, er þeim kannski óhætt, en hinum, sem gera æfingarnar bara í huganum steinsofandi uppi í rúmi, er svo sannarlega betra að gæta sín. Hálkan er lireinasta andstyggð. Hún er jafnvel enn andstyggi- legri en saltið, sem er stráð um allt til að eyða henni, og er þá langt til jafnað. Það er ekki nóg með að hálkan sé hættuleg Iim- um manna (hún getur valdið því að menn renni til og detti, bein- brjóti sig jafnvel), hún er líka hættuleg virðuleik manna. Það er fátt til hlægilegra en virðulegur og feitur góðborgari, sem baðar út öllum öngum til að halda jafn vægi á hálku, (nema ef vera kynni sú sjón, að horfa á hann elta hattinn sinn). Virðuleikinn rýkur allur út í veður og vind, og eftir verður aðeins lítill karl, sem á í erfiðleikum. Þetta er eitthvert hið versta sem fyrir menn getur komið. En við höfum mátt horfa upp á atburði þessu líka síðustu dagana. Annars getum við huggað olfk- ur við það, að hálka gerir fójki gramt i geði víðar en hér á landi. Myndin, sem fylgir þessari grein, er sænsk, og ef menn rýna vel í myndina, eiga þeir að geta séð á henni stúlku, sem virðist vera að stíga einhvern undarlegan dans. En hún er alls ekki að stiga dans, heldur bara að verjast falli í hálku. Þessi stúlka hafði skot- izt inn í brennivínsbúð (en í Sví- þjóð er áfengiseinkasala eins og í sumum öðrum löndum) og af því að hún var ekki vön að lieim- sækja slíkar verzlanir og eigin- lega hálffeimin við það, þá reyndi hún að læðast út ósköp settlega, svo að lítið bæri á með pokann sinn, sem flöskurnar voru settar i. En hún varaði sig ekki á hálk-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.