Alþýðublaðið - 22.12.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.12.1965, Blaðsíða 4
Bitstjórar: Gylfi Gröndai (áb.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull- trúl: Eiður Guðnason. — Simart 14900 - 14903 — Auglýslngasími: 14906. ABsetur: Alþýðuhúsið vlð Hverfisgötu, Keykjavík. — Prentsmiðja Aiþýðu- tdaðslns. — Askrlftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. tJtgefandl: Alþýðuflokkurinn. ALÞINGI ALÞINGI lauk störfum fyrir nokkrum dögum og fór í jólaleyfi. Ekki munu þingmenn þó setjast í 'helgan stein, því flestir frafa nóg að starfa í kjör- dæmum sínum. Mun þinghlé vafalaust verða notað til að íhuga og lathuga framtíðina og áfcveða línur þess löggjafarstarfs, sem vinna þarf fyrri hluta næsta árs. Alþingi hefur á undanförnum árum tekið mikl- ttm breytingum. Elztu þingmenn telja, að persónu- ieg heift sé minni en áður, og umræður allar eru . án efa málefnalegri. Rúmur helmingur þingmanna jaðrar við að vera atvinnumenn, sem helga alla fcrafta sína stjórnmálum, fleiri og fleiri geta kall- azt sérfræðingar á tilteknum sviðum. Sámfáir eru svo gamlir að muna tímabil frelsisbaráttunnar, þeir yngstu fæddust á fcreppuárunum. Enda þótt rétt sé að vera fastheldinn á gamlar og grónar stofnanir, er ástæða til að íhuga á næst- unni ýmsar breytingar á störfum Alþingis. Vinnu- brögð þingsins eru að ýmsu leyti úrelt og sam- fcand þess við þjóðina er ekki í samræmi við nútíma ■aðstæður. Alþingi skiptir sér enn í tvær deildir, enda þótt þær séu yarla rneira en nefndir að stærð, 20 þing- ftnenn í annarri en 40 í hinni.. Þessi skipting er arf <ur frá tímum hinna konungsfcjörnu þingmanna, sem á mjög takmárfcaðan rétt á sér. Sú var tíðin, að þingfréttir blaða voru mjög einhæfar og þingið sjálft sá um þingfréttatíma út- varpsins, en aðrar útvarpsfréttir af störfum þess voru bannaðar. Að vísu hafa frásagnir bl'aðanna fifcánað, þótt þær séu enn litaðar, og Ríkisútvarpið Ihefur brotið hið gamla bann með því að segja frétt ir af þingi í álmennum fréttatíma. Útvárpsumræð iur eru í steinrunnu formi og gefa villandi hugmynd <um störf þingsins. Er brýn nauðsyn að gera á þeim flnálum meiri háttar breytingar. Ekki verður sagt, að húsnæðismól Alþingis hafi Úrslitaáhrif á störf þess. Þó ætti þinghús að vera um leið æðsta musteri lýðveldisins, sem landsfólkið get wr heimsótt til að skoða minjar úr sögu þjóðarinn- ar og fyllast heilbrigðu þjóðarstolti. Þessi hlið máls ins hefur verið algerlega vanrækt og er smám sam- an verið að eyðileggja þann svip, sem gamla alþing- ishúsið hefur haft. Segja má, að hér hafi yerið rætt um formsatriði, cr þingið darða, og engan veginn sé víst, að þing- fjekkir yrðu betur skipaðir eða að þar yrði betur i;nnið, þótt þær breytihgar væru gerðar, sem hér fiafa verið nefndar. Samt eru þetta þýðingarmifcil ifitriði, sem hafa á'hrif á þann sess, sem Alþingi fikipar í huga þjóðarinnár. 4 22. des. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ NÝ BÓK NÝTT LJÓÐFORM ÞORSTEINN VALDIMARSSON: LIMRUR með myndum eftir Kjartan Guðjónsson. ,,Það sem varla mátti hvísla, varð hljóðbært í limrunni; það sem enginn mátti hugsa, hló þar undir rós; það sem ekfci mátti prenta, nema þá í Frakklandi — það fann veg undir og veg yfir boð og bönn. Og brátt þótti mega skipta limrum í þrennt: þær sem kon- um sómdi að hlýða, þær sem hviðra mátti að presti sínum — og limrur. — Ib. kr. 270,00 -f söluskattur. HEIMSKRINGLA JTI K BK l OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO; Enn um dagprísa og þjófnaði í búðum. Tvær eftirtekarverðar sögur. ir Hversvegna eru vörur ekki verðmerktar? Það mundi auðvelda alla verzlun nú í ösinni. <>0000000000000000000000000000000 ÞAÐ ER AEFÐFUNDIÐ að al- menningur hefur áhuga á verzl unarmátanum hér í Reykjavík um feessar mundif. Hulda skrifaði mér í gær: ,,Það er rétt, sem sagt var í pistli þínum, að vörurnar breyta um verð í búðunum svo að segja daglega. Einn daginn fór fcg að leita að ákveðinni vöru og fór í nokkrar búðir til þess að skoða og kynna mér verðið. Þann dag keypti ég ekki neitt af því að þegar ég var búin að þvæl ast um búðirnar, var ég orðin þreytt. EN NÆSTA DAG fór ég aftur á stúfana og beint í búðina, sem seldi vöruna heldur lægra verði en hinar, en í engri búð var verðið það sama og var varan þó allsstað ar eins. En nú brá svo við, að hlut urinn hafði hækkað um fjörutíu og fimm krónur frá deginum áður. Ég hætti við að kaupa og fór í aðra verzlun, sem mér hafði verið sagt um að dg|ginn áðud seldi svolítið dýrar en su sem ég leitaði nú fyrst til, en viti menn, þar var varan fimmtán krónum dýrari en hún hafði ver ið daginn áður. MAÐURINN MINN ætlaði fyrir fimm dögum að kaupa sér reykj arpípu. Hann skoðaði pípur og kynnti sér verð þeirra. Hann keypti ekki neina þann dag, en í morgun fór hann og keypti sér pípu. En nú var hún þrjátíu og fimm krónum dýrari en hún hafði verið fyrir tveimur dögum þegar hann skoðaði pípurnar í þessari verzlun. Þetta er ljótt. Það er ekk ert fallegra eða siðsamlegra að stela fyrir innan búðarborð held ur en að stela fyrir utan búðar- borð.-“ J. B. SEGIR um þetta mál: „Þú ræðir um mismunandi verð lag í búðum, dagprísa kaupmanna og þjófnað í verzlunum. Ég veit að þetta á sér stað, en ekki trúi ég því að mikið sé stolið í búð- um. Búðarþjófnaðir hafa alltaf átt sér stað og ekki liafa þeir minnkað með kjörbúðarfyrirkomulaginu. En hér mun vera um fáa einstaklinga að ræða, og ég veit, að kaupmenn og verzlunarfólk þekkir margt af þessu fólkj ag hefur eftirlit með því þegar það stingur nefinu inn fyrir dyrnar. Sérstaklega eru al ræmdustu bókaþjófarnir víðkunn ir meðal bóksala. EN ÞAÐ var ekki um þetta sem ég ætlaði aðallega að ræða við þig Mig langar að minnast enn einu sinni á verðmerkinga'rnar. Það er alger undantekning ef kaupmað ur hefur verðmerktar vörur í glugg um sínum. Andrés klæðskeri mun vera undantekning. Ekki skil ég hvers vegna kaupmenn haga sér svona. Skilja þeir það ekki, að verðmerkingar auðvelda almenn- ingi mjög leitina og skilja þeir það heldur ekki; að með því að verðmerkja vörurnar í gluggunum spara þeir starfsfólki sínu mikla vinnu?” ÞETTA ER RÉTT hjá bréfritara Það er sjálfsagður hlutur að verð merkja vörurnar. Það er heiðar legur verzlunarmáti og það auð veldar alla verzlun. Hannes á horninu. Vinnuvélar til Ieigu. Leigjum út pússninga-steypu- Orærivélar og hjólbörur. Rafknúnir grjót- og múrhamrar með borum og fleygum. Steinborvélar — Víbratorar, Tatnsdælur o. m.fl. LEIGAN S.F. Sími 23480.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.