Alþýðublaðið - 22.12.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.12.1965, Blaðsíða 10
KsIclienAicl hrærivélineróska- draumur hverrar húsmódur. Vélin fæst hjá Dráttarvélum h.f. og kaupfélögum landsins. jHÍI Véladeild WESTINGHOUSE . heimilistæki Sænsk btöð t'iaiuliaia úr opnn. i ff iitné^ður takmðrkuðust. Þessi þróuh var ástæðan til þess, að stjórþin bar fram frumvarp sitt um ííkisstuðning við stjórnmála- floiclíana, sagði Erlander. ★ MALAMIÐLUN. Pörsætisráðherrann hefur í nokkur ár margoft minnzt á það, sem hann kallar gjarnan einokun í blaðaheiminum, og lagt áherzlu á nauðsyn þess, að þjóðfélagið skerist í leikinn með stuðningi af ýmsu tagi til þess að stöðva þró- unina í átt til eiriokunar. Þetta hóíst þegar blað jafnaðarmanna í ^autaborg, 'Ny Tid, var lagt niðor' 1963 eftir að verkalýðshreyf ingbi’ hafði tckið fyrir fjárhags- aðstoð sina við blaðið. Það var eftit að þetta gerðist sem forsæt- isráðherrann skipaði nefnd, er fjalla skyldi um blaðastyrkina. Meirihluti þessarar nefndar, sem skipuð var tveimur jafnaðar- möimum og einum fulltrúa Mið- flokksins, lagði til, að rikið , styddi blöðin fyrir milligöngu 1 stjórnmálaflokkanna, (það er að flokkarnir skyldu skipta styrknum milli málgagna sinna), og að rík- isstyrknum skyldi ekki varið til annarra þarfa en blaðanna. Þessi tillaga mætti harðri mót- spyrnu af hálfu stjórnarandstöð- unnar, og mörg málgögn jafnað- armanna lögðust gegn henni. Á sama hátt höfnuðu svo að segja allar stofnanir og íélagasamtök, sem mál þetta var borið undir, tillögu nefndarinnar, og dóm- stóll nokkur varpaði fram þeirri spurningu, hvort tillagan bryti ekki i bága við ákvæði stjórnar- skrárinnar um prentfrelsi. Þessi harðvítuga mótstaða leiddi til þeirrar málamiðlunar, I áð ríkið skyldi veita stjórnmála- flokkunum en ekki blöðunum styrki. Samkvæmt endanlegu frum varpi, sem samþykkt var með miklum meirihluta á ríkisþing- inu, geta flokkarnir varið pening- unum að vild. Ljóst er, að flokk- arnir munu verja fénu til venju- legrar stjómmálastarfsemi, t. d. til launagreiðslna handa flokks- iStarfsmðrinum, en einnig et ljóst, að flokksmálgögnin fá stóran skerf. ★ FIMM BLÖÐ HÆTT AÐ KOMA ÚT. Mjög skiptar skoðanir ríkja um ráð þau, sem stjórn jafnaðar- j manna hefur beitt til þess að viS- halda nægilega fjölbreyttum blöð- um, ög einnig eru skoðanir skipt- ar um hættu þá, sem er á ein- okun í blaðaheiminum. Stað- reyndirnar eru þessar: Blöð, sem út koma í Svíþjóð í dag, eru helmingi færri og ríf- lega það en um 1920. Einokunar- þróunin hefur orðið hraðstígari og síðan 1948 hefur blöðum fækkað um 35 til 40 af hundraði. Síðan 1953 hafa um 55 blöð ver- ið lögð níður, Flest þeirra voru borgarablöð, en fréttin urh, að hin tvö stórborgarblöð jafnaðar- ' manna, Stockholms-Tidningen og Ny Tid yrðu lögð niður, hefur vakið mesta athygli og komið hinum áköfu umræðum af stað. j Það «r ckki hvað sfzt Stokk- hólmur, sem hofur Orðið fyrir barðinu á biaðadauðanum. Síðan 1,1956 hafa fjögur morgunblöð ver- ið lögð niður í Stokkhólmi (að Stoekholms-Tidningen meðtöidu), svo og eitt siðdégisblað. Þegar Erlander forsætisráðherra talar um einokunartilhneigingar á hann fyrst og fremst við það, að hið voiduga Bonnier-fyrirtæki er nær allsráðandi á blaðamarkaðn- um í Stokkhólmi. Fyrirtæki þetta á stærsta blað Norðurlanda, síð- degisblaðið Empressen, sem kem- ur út í hálfri milljón eintaka, og þar að auki stærsta morgunblað Svíþjóðar, Dagens Nyheter, sem kemur út í 400 þús. eintökum. Ofan á allt saman á fyrirtækið um það bil helming allra viku- blaða, sem ut eru gefin í Sví- þjóð, og eitt stærsta bókaforJag- ið. 1 héruðum landsins eru einn- ig rekin raunveruleg blaðafyrir- tæki. * VÍTAHRINGUR. Stokkhólmsblöðin eru ætluð Jandsmönnum öllum og dreifing veldur tiltölulega litlum vand- kvæðum, og stærstu blöðin ráða yfir miklu fjármagni og tækni. Spyrja má, hvernig það geti gerzt, að blað, sem gefið er út í litlu minna upplagi en t. d. stærsta blað Noregs og hefur les- endahóp, sem ætla má að sé allt að hálf milljón, verður að hætta að koma út. Orsakirnar eru senni- Jega ýmislegar. Aðalorsökin er sú, að enda þótt Stockholms-Tidning- en hafi margar auglýsingasíður daglega, hefur hlutdeild blaðsins í heildarauglýsingum Stokk- hólmsblaðanna minnkað til mik- illa muna síðan verkalýðshreyf- ingin tók við rekstri blaðanna. Jafnaðarmenn hafa oft haldið því fram, að atvinnurekendur hafi að yfiriögðu ráði forðast að auglýsa í blaði, sem er í eigu verkalýðs- hreyfingarinnar, en erfitt er að fullyrða, að hve miklu leyti þetta er rétt og hvort ástæðurnar til hins meinta ástands séu pólitísks eða beinlínis viðskiptalegs eðlis. Staðreyndin er að minnsta kosti sú, að minnkun auglýsingatekna og minnkun upplagsins hafa hald- izt í hendur. Upplagið hefur minnkað úr 184 þús. 1956 í 132 þús. í ár virka daga. Á sunnudög- um hefur upplagið verið breyti- legra. En síðan 1959 hefur sunnudagsupplagið minnkað úr 243 þús. í 221 þús. Stockholms- Tidningen komst inn í vítahring, sem lýsti sér þannig, að fyrst minnkaði upplagið ög þar með fækkaði auglýsingum, síðan minnkaði upplagið ennþá meir og aftur fækkaði auglýsingunum o. s. frv. Á undanförnum árum hafa margar tæknilegar og aðrar breyt- ingar verið gerðar á Stockholms- Tidningen. Þær hafa aðeins kost- að nýjar milljónir án þess að rjúía vítahringinn. I ★ HÖRÐ GAGNRÝNI. Verkalýðshreyfingin verður að þola harða gagnrýrii þessa dag- ana fyrir hinn misheppnaða rekstur sinn á blaðinu, jafnvel af hálfu jafnaðarmannablaða, sem telja að verkalýðshreyfinguna hafi skort alla innsýn í blaða- mennskuvandamál. — Gagnrýnin beinist að miklu leyti að hinum volduga formanni sænsku verka- lýðshreyfingarinnar, Arne Geij- er, sem hefur verið formaður í stjórn fyrirtækis þess, sem rekið hefur Stockholms-Tidningen og Aftonbladet. Hann getur að minnsta kosti huggað sig við það, að jaí'naðarmenn eiga ennþá Aft- onbladet og að verkalýðshreyfing- in hefur enn að minnsta kosti eitt málgagn í höfuðborginni En á því blaði hafa einnig rlsið upp vandamál. Upplagið hefur staðið í stað, gróðinn í ár hefur ekki verið meiri en svo, að blaðið rétt ber sig. ný útgjöld skapast þegar Stockholms-Tidningen hættir að koma út, þar sem þessi blöð hafa haft með sér nána tæknilega og efnaliagslega samvinnu og þessi samvinna leggst nií niður, og loks liafa aðalritstjórinn og allir stjörn málafi’éttaritararnir ákveðið að segja upp frá áramótum. Dauði • Stockholms-Tidningen hefur komið af stað nýjum um- ræðum um blaðadauðann og skyldu eða rétt samfélagsins til að skerast í leikinn. Sumir draga í efa livort rétt sé eða mikilvægt að samíélagið grípi inn í með stuðningi af vmsu tagi, aðrir telja að Stockholms:Tidnineen Jiafi sannað hve gagnslaust bað sé að reyna að styrkja dasblöð. Síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þess- um umræðum, en nú þegar virðist ljóst, að yfirvöldin muni íhuga hvað hægt sé að gera til að fram- kvæma almennari stuðningsað- gerðir. Hér er sem sé ekki átt vjð beinan ríkisstuðning lieidur er ver ið að athuga hvort ekki megi draga meira úr g.iöldum blaðanna til pósts og síma og annarra rík- isstofnana, sem blöðin éru mjög háð í starfi sínu, en hér er um að ræða einhverja stærstu út- gjaldaliði dagblaðanna. Það verða sem sé gerðar nýjar tilraunir til þess að spyrna gegn blaðadauð- anum. OÓÓOOOOOOOOOOOO< Áskriffasíminn er 14900 oooooooooooooooc fást hjá okkur RafbúS S. I.S. við Hallarmúla. i » < » 1 fWWMWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWHWW ,t\sk vör/, 0/1 ? ^ 1,0 22. íes. 1965 - ALÞÝ0UBIAÐIB (ö.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.