Alþýðublaðið - 22.12.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 22.12.1965, Blaðsíða 13
#ÆjÁf§]P Lr- -------; sími 50184. Sóligi egn var vitni Frönsk-ítölsk stórmynd í litum Aðallilutverk: Alain Delon Marie Laforet, Sýnd M. 9, Bönnuð ibörnum. Hrun Hómaveldis Ein stórfenglegasta kvikmynd sem tekin hefur verið í litum og Ultra Pana Vision. Sophia Loren Alec Guinness James Mason íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Pí&SBI.O Nóttin (La Notte) Viðfræg og snilldar vel gerð, ítölsk stórmynd. Gerð af sniliingnum Michelang elo Antonioni. Aðalhlutverk: Jenne Moreau Marcello Mastroianni Endursýnd kl. 5 og 9. Allra síðasta sinn Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina! BÍLASKOÐUN Skúlagötu 34. Sími 13-100. Látið okkur ryðverja og hljóðeinangra bifreiðina með TECTYL! RYÐVÖRN Grensásvegl 18. Síml 809*» Mmy Dougfas Warren • LÆKNIR TEKUR ÁKVÖRÐUN glaðlega. Hún leit á Alard og sagði: — Þér eigið trygga unn- ustu Lang læknir. Frændi minn Johnny Freemann var yfir sig hrifinn af henni og hann er svei mér huggulegur á sinn hátt. Ég held að hann hefði beðið hana um að verða eftir í Hong Kong ef hún hefði gefið hið minnsta undir fótinn. Þér megið vera mjög hreykinn af unnustu yðar Lang læknir. — Ég er það líka, svaraði hann. Bláu augun hans leiftruðu af glettni þegar hann bætti við: r— Ég hef frétt að frændi yðar sé aðlaðandi maður — Skrifaði Cherry yður það? Þá hefur hún verið að stríða yð- ur sagði frúin og hló við. Svo voru þau ein aftur í bíln- um og akandi í áttina að Palm Beach. Hann fór ekki strax inn á aðalbrautina held- ur ók hann út á hliðarveg. — Ég vil fá annan koss, Cherry, sagði hann. — Mér finnst heil eilífð síðan ég fékk að kyssa þig á Palm Beach. Fékkstu bréfið mitt? Þá veiztu að ég elska þig er það ekki? Elskarðu mig ekki pínu- lítið líka? — Ég veit það ekki Alard, svaraði hún þjökuð. En ég vil gjarnan að þú kyssir mig. Hann tók hana í faðm sér og kyssti hana fyrst blíðlega en svo með vaxandi ástríðu. — Það gleður mig að þú skyldir ekki falla fyrir þessum náunga í Hong Kong, sagði hann. — Ég hefði aldrei afborið að missa þig Cherry. — Ég hlýt að vera ástfanginn af honum, hugsaði hún, — ann- ars þætti mér ekki svona gott, þegar hann kyssir mig. Þá hefði ég ekki neitað Johnny Freemann í Repulse Bay. — Kannski ég elski þig pínu- lítið, sagði hún upphátt. — Ástin mín! hann kyssti hana aflur. Hún lá þétt upp að brjósti lians, hún fann hjarta hans slá. Það var karlmannslykt af hon- um, Ivkt af pípu og tvídjakka og veikur ilmur af hárvatninu sem hann notaði til að halda ljósu lið- unurrt í skefjum. — Það er víst rétt að ég fari með þig heim, sagði hann, — annars verður mamma þín á- hyggjufull. Ég hef heimsótt hana nokkrum sinnum eftir að þú fórst. Hún er yndisleg kona. Já pabbi þinn var þar einu sinni þegar ég kom. — Kom pabbi aftur svona fljótt? spurði hún undrandi. Hann hló. — Satt að segja held ég að hann eigi jafn erf- itt með að láta hana vera eins og ég þig. Þetta viðhald hans var aðeins afleiðingar af tilfinn- ingum manns sem finnst hann verða aldraður of fljótt. Helm- ingur af rnönnum á þessum aldri missa stjórn á sér. — En mamma lét stefna þeim fyrir hjúskaparbrot! sagði Cher- ry. —- Hún getur fallið frá máls- sókn hvenær sem hana lystir, 46 sagði hann. Ég held að faðir þinn sé orðinn þreyttur á að halda við unga stúlku. Hann finn- ur nú að hann er að verða gam- all. En hver einasti karlmaður berst af öllum kröftum gegn aldrinum. — Er það? spurði hún. — Held urðu að þú eigir eftir að berj- ast svona gegn ellinni Alard? Heldurðu að þú eigir eftir að hlaupa á eftir smástelpum eins og pabbi? Hún skildi ekki fyrr en hún var búin að segja orðin að hún talaði eins og þau væru raunverulega trúlofuð. — Veiztu það að þetta er það eina sem þú hefur sagt fallegt við mig í kvöld Cherry? Svo þú ert að liugsa um að giftast mér? Nei, ég er ekki svo heimskur að ég fari að hlaupa eftir æskunni á elliárum Cherry. Ég veit að þegar ég kvænist hvað gamall svo sem ég verð laðast ég ekki að smástelpum. — Þú segir það núna — en hvernig veiztu það? — Ég þekki sjálfan mig. Ég er staðfastur Cherry. Ég hef aldrei orðið ástfanginn fyrr en ég gerðist félagi Bens og hitti þig. Ég vissi strax að þú leizt ekki við mér — þú sást engan nema Ben. Elskarðu hann enn Cherr.v þrátt fyrir það sem hefur skeð? Hún leit niður fyrir sig og svaraði alvarleg á svip: — Ég veit það ekki Alard. Er hægt að liætta að elska svo skyndilega? í meira en ár dýrkaði ég Ben. Ég hefði ekki átt að gera það, hann er kvæntur maður. Hann er enn kvæntur maður. — Nei. svaraði hann. — Ég ætla segja þér hvers vegna ég bað móður þína um að koma ekki út á flugvöllinn. Ben er ekki lengur kvæntur Clothilde Cher- ry. Ben er frjáls. Clothilde er dáin. 2. Fyrst í stað skildi hún ekki hvað liann var að segja. Hún endurtók aðeins orð hans: — Clothilde er dáin. Svo spurði hún: — Hvenær? Af hverju? — Bílslys, svaraði hann. — Stýrið á bifreið Clothilde brotn- aði. Hún beygði út á vegarbrún- ina og rakst á símastaur og af staurnum á múrvegg. Hún lifði aðeins fáa tíma eftir það. — Hræðilegt, hvíslaði Cherry aftur og aftur. — Hræðilegt. Hvernig tók Ben því? — Hann tók það mjög nærri sér. Meira en ég hafði búizt við, Mér skilst að þau Clothilde hafi sætzt fyrir slysið. Þap voru að minnsta kosti alltaf saman. Svo spurði hann blíðlega: — Særir það þig Cherry. — Ég veit það ekki — ég veit ekki lengur hvað mér finnst, mér finnst ég vera lömuð. Af hverju sagðirðu mér þetta ekki strax Alard? — Ég var það eigingjarn að ég vil fá að tala mínu máli fyrst. Ef ég hefði sagt þér strax að Ben væri frjáls hefði ég þá feng- ið að kyssa þig?Hefðirðu þá við- urkennt að þú elskaðir mig pínu- lítið? — Þú vissir að ég elska Ben. FATA VIÐGERÐIR Setjum skinn á jakka auk annarra fata- viðgerða. Sanngjarnt verð. [FFJÍtöíJim ^ T{ A USrUftBÆVAK Sklpholt 1. — Simt 16346. — Ég vissi að þú elskaðir hann einu sinni, leiðrétti hann. — Ég vonaði, já kannske bað ég að þú værir farin að elska mig pínu- lítið. — Er langt síðan þú vissir þetta um Clóthilde Alard? Af hverju skrifaðirðu mér ekki? — Þú hefðir verið áhyggjufull, óróleg og óviss um framtíðina. Það hefði kannske komið í veg fyrir að þú skemmtir þér vel. Ég vildi að þessir dagar þínii; í Austurlöndum yrðu ævintýri lík- astir. Kannske færðu aldrei tæki- færi til að fara þangað aftur. Ertu ekki felgin því, að ég skyldi ekki segja þér það? Hún hikaði ögn. — Jú ég er það víst. Mig hefði langað til að fara beint heim til að hugga hann. — Langar þig til að gera það Ujúna Cherry? spurði hann. Það var vonbrigðahreimur í rödd iíáns. Nytsamasta jólagjöfin er Luxo lanmpinn Tveggja ára ábyrgð. Varist eftirlíkingar^ Munið Luxo 1001 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. des. 1965 H IM , - ' ,í3tí A\

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.