Alþýðublaðið - 22.12.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 22.12.1965, Blaðsíða 16
Þeir sem tapa í þættinum :■ Sýslurnar svara eru oftast 4 nsr stjórnendurnir. Finnst mönnum það virki- lega bera vott um mikla kvenhylli, þótt 4 konur í 49.000 kvenna borg( gætu hugsað sér að hafa eitthvað samneyti við hann Mér finnst það satt að segja lágmark. Ingimar Erlendur í viðtali við Frjálsa þjóð Maður á aldrei að bera á imóti því sem kellingin seg ir, fullyrðir kallinn. — Ef hún.fær nógan tíma, gerir hún það nefnilega sjálf. . r p ’rim ÓÐUM nálgast hátíð Ijóssins og friðarins og verður dansinn kringum gullkálfinn trylltari með hverjum deginum. Allar verzlanir yfirfullar af fólki og vegfarendur verða bókstaflega að olnboga síg áfram um götur miðborgarinnar þöktum saltblönduðu krapi. Jóla sveinar nikka og blikka augunum í verzlunargluggunum og þótt ekki sýnist ástæða til að hvetja fólk til vörukaupa auglýsa kaupmenn og bókaútgefendur vöm sína með hástemmdustu lýsingarorðum, og er hætt við að buddurnar léttist hjá sumum liverjum í jólavikunni. Allt er þetta þó barnaleikur mið að við þau ósköp sem dynja yfir lieimilin síðustu vikurna^ fyrir jól, Allir heimilisfeður kannast sjálfsagt við nuddið í kellingunum um h'vórt þeir ætli virkilega ekki að gera þetta eða hitt fyrir jól. Allar framkvæmdir miðast óhjá- kvæmilega við að verða lokið fyrir jólin og auðvitað er allt dregið á langinn þar tii í jólavikunni en þá er líka þolinmæði kvenfólks ins á þrotum og þær eru famar að hvæsa út úr sér að nú sé hver síð astur að mála fyrir jól, ganga frá flísunum á baðinu, sem byrjað var á að leggja í sumar, fyrir jól, gera við svefnherbergisgluggann fyrir jól fara með sófann í bólstrun fyrir jól, kaupa nýtt gólfteppi fyr ir jól, fá pípulagningamann til að gera við eldhúsvaskinn fyrir jól, og svona má lengi telja, allt þarf að gera fyrir jólin og þarf víst ekki að lýsa þeim býsnum fyr ir neinum. En það gæti verið ^peH'kilegl ranhsóknarefni hvers vegna baka þarf slík firn af kök um fyrir jólin, að birgðirnar end ist fram á hundadaga, eins og sið ur er á flestum heimilum. Allir virðast á einu máli um að jólaund irbúningurinn sé einn elfðiasti tími ársins og er ekki að undra þar sem þá þarf einmitt að ganga frá öllum þeim hlutum sem gera átti á síðasta ári. En hvers vegna einmitt fyrir jólin? Það em senni lega færri sem geta svarað því en þetta er nú einu sinni orðinn siður og verður áreiðanlega erfitt að losna við hann aftur ekki síður en að gefa svo mikið af verðmæt um jólagjöfum að marga mánuði tekur að jafna fjárhaginn aftur. Og auðvitað á alltaf að vera í síðasta sinn sem mikið á að gefa en þegar líður að næstu jólum gríp ur sami tryllingurinn um sig aftur og jafnvel magnaðri en nokkru sinni fyrr. Svona verður þetta víst að vera og má gott heita ef jólaann irnar fara ekki að ná saman. Og þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af öðru en hátíð frelsarans. Nú er þetta bráðum að verða búið og fólk getur farið að slappa af og notið friðarins, en hvemig haldið þið að manninum líði sem á eftir að gera hreina stofuna, leggia flís arnar á baðið, ná í fimm iðnaðar menn til að gera við betta og hitt fyrir jól auðvitað, kaupa allar jóla gjafirnar, gera við jólatrés^eríuna bursta öll teppin og svo framveg is og svo framvegi=. og eiginkonan orðih handlama. Þegar hún var búin að vaka fjórar nætur ; röð við saumaskapinn, því honum þarf að ljúka fyrir jól, saumaði hún í puttann á sér og þar brotnaði nál in, Nú gengur hún með hendina í fatla og ekki hálfnuð með jóla- baksturinn^ er ekki búin að bakai í nema átta dunka og endast þeir varla nema fram á sumarmál. Föt in á börnin hálfsaumuð og allar jólaannir ógerðar þótt byrjað hafi verið á þeim framkvæmdum í des emberbyrjun. Og nú eru tveir dag ar til jólá og fer nú hver að verða síðastur að ljúka önnunum fyrir jól og þá er ekki annað að gera en að láta það dankast og eftir jól 'in byrjar sjálfsagt sama nuddið að úr því að elcki var hægt að ganga frá hlutunum fyrir jólin má það ekki dragast lengur og nú verð urðu að byrja strax í kvöld að gera þetta og hitt og þykjast sumir góðir ef það klárast fyrir næstu jól. •<x>oooooooooo<x>oooooooooooooooooo EndurtékfS efni í gærdag þcssi staka vitlaus varð af þvi, að vart eru nokkur takmörk fyrír prentaranna heimsku. En svona á hún a® vera. Við setjum hana íá ný, svo hún megi falla í réttri mjnd í gleymsku, Margur hefur eiginmaður staðið í basli stríðu, stritað fyrir jólunum á þessum kalda vetri. Þelta er frétt sem ætti að birta efst á fyrstu síðu og umbrots vegna í ramma með sextíu punkta letri. ’ LÆVÍS. oooooooooooooooooooooooooooooooo<

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.