Alþýðublaðið - 23.12.1965, Page 8

Alþýðublaðið - 23.12.1965, Page 8
15 milljónir nafa flúið úr „sælunni" FLÓTTI fólks frá kommúnista- ríkjunum veröur síðar meir vafa- laust talinn eitt helzta einkenni þeirra tíma sem við nú lifum. Ef dregnar eru saman tölurnar frá stríðslokum kemur í ljós, að rétt- ara mundi í þessu sambandi að tala um þjóðflutninga, því svo gífurlegur hefur fólksstraumur- inn verið frá „sæluríkjum” kom- múnista til vesturlanda. Síðan 1945 hafa 15 milljónir manna yfirgefið kommúnistaríkin og tekið sér bólfestu í löndum þar sem mannréttindi og lýðræði eru í meiri hávegum höfð. — Sé þessari tölu jafnað niður á síð- ustu tuttugu ár kemur í ljós með einföldum útreikningi, að fertug- ustu og aðra hverja sekúndu hef- ur karl eða kona yfirgefið kom- múnistaríki og heldur kosið út- Iegð frá ættlandi sínu, en að lifa og búa við stjórnkerfi kommún- ismans. Hve há þessi tala í rauninni er sést bezt, ef hún er borin saman við íbúatölu nokkurra landa. 15 milljónir manna, það er hærri tala en samanlögð íbúatala átta Afríkjuríkja, Tógó, Sómalíu, Si- erra Leone, Nígeríu, Líbíu, Bur- undi, Miðafríku . lýðveldisins og Gabun. Þessi tala er þrefalt hærri en íbúatala Sviss eða Camerún og næstum helmingi hærri en í- búatala Austurríkis, Ghana eða Chile. Mestur hluti þessa flóttafólks yfirgaf \önd sín í stórhópum, aðr- ir komu færri saman, til dæmis ein og ein fjölskylda, og enn aðr- ir komu einir síns liðs með leynd til að stofna ekki i hættu lífi og limum þeirra ættmenna sinna, sem sátu um kyrrt. Nær allir urðu að skilja allar sínar eigur eftir í heimalandi sínu og byrja nýtt líf með tvær hendur tómar. Fólkið sem flúið hefur „sælu” kommúnismans er úr öllum stétt- um þjóðfélagsins. Þar er að finna háskólaprófessora, stjórnmála- menn, verksmiðjueigendur, verka menn, bændur, kaupmenn, iðn- aðarmenn, lækna, lögfræðinga, unga jafnt sem gamla, feður, mæður og börn. Sjö milljónir í Evrópu. Við lok stríðsins voru um 1,6 milljónir manna frá Au.-Evrópu í ýmsum löndum Vestur-Evrópu og óskaði þetta fólk ekki að snúa á ný til sins heima að stríðinu loknu, þar sem heimalönd þeirra höfðu að einhverju eða öllu leyti komizt undir stjórn kommúnista. Næstu tuttugu árin bættust svo við- 1,3 milljónir flóttamanna frá löndunum í Austur-Evrópu. Þar á meðal voru 60 þúsundir Tékka, sem flýðu eftir byltingu komm- únista 1948 og 200 þúsund Ung- verjar, sem flýðu eftir að alþýðu- uppreisnin 1956 hafði verið bæld niður með aðstoð sovézkra skrið- dreka og vélaherdeilda. Frá ’Austur-Þýzkalandi hafa flúið 3,7 milljónir manna, en svo kom þár aö', að yfirvöld reistu múrinn illræmda til að hindra frekari fólksflótta. Eftir að múr- inn hafði verið reistur og þar með lokað fyrir samgöngur milli borgarhlutanna hefur samt rúm- lega 21 þúsund manns tekizt að flýja sæluna. Átta milljónir flóttamanna í Asíu. Hvar sem kommúnisminn breiðist út, eða ástæða er til að óttast valdatöku kommúnista, þar er flóttamenn að finna. Tala þeirra sem flýja veldi kommún- ista í Asíu fer liraðvaxandi og hefur nú náð um það bil 8,3 milljónum. 1945 náðu kommúnistar norður hluta Kóreu á vald sitt og þremur árum síðar var búið að koma þar á fót kommúnistískri ríkisstjórn.. Á árunum frá 1945—1950 flýðu 4,4 milljónir frá Norður-Kóreu, og sjö mánuðum eftir að komm- únistar í Norður-Kóreu réðust á Suður-Kóreu, höfðu 800 þúsund bætzt við. Tvær milljónir kínverskra flótta manna hafa orðið að þola miklar hörmungar og illan aðbúnað. ■— Þeir búa í yfirfullum flóttamanna búðum i Hong Kong, Macao og á Filipseyjum. í maí-mánuði árið 1962 komu til dæmis 100 þúsund flóttamenn til Hong Kong einnar, og allt var þetta fólk vannært og illa haldið. Ástæðan til þess að þetta fólk hafði flúið var fyrst og fremst sú, að leiðtogar Kín- verja höfðu ekki staðið við nein af loforðum sínum um bætt lífs kjör handa alþýðu manna, og „stóra stökkið fram á við” hafði gjörsamlega farið út um þúfur og allt var í óefni komið. f júlí árið 1954 lauk stríðinu í Indó-Kína með skiptingu landsins. Kommúnistar fengu það sem nú er norður Vietnam og þar var kom ið á laggirnar kommúnistastjórn, en sjálfstætt lýðveldi var stofnað í Suður-Vietnam. Fyrstu tíu mán- uðina eftir skiptingu landsins flýði ein milljón manna frá Norð- ur-Vietnam til Suður-Vietnam. Þegar kínversku kommúnist- Múrinn illræmdi og gaddavírsgirðingar aðskilja borgarhluta Berlínar. g 23. des. 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kommúnistar reisa víða miklar víggirðingar til að' hefta flóttann. arnir réðust inn í Tíbet 1959 og beittu nýtízku vopnum gegn ó- vopnaðri eða illa vopnaðri alþýðu flýðu 60 þús. Tíbetbúar. Um það bil fjórðungur milljónar fólks frá Laos hefur heldur kosið að flýja en una óstjórn kommúnista. Flóttafólk í vestur-álfu. En þessir fólksflutningar eru alls ekki takmarkaðir við Evrópu og Austurlönd. Síðan Fidel Cas- tro kom til valda á Kúbu í jan- úar 1959 höfðu fram á síðastliðið ár 315 þús. Kúbubúar flúið til Bandaríkjanna og í sumar og haust hafa þúsundir bætzt við. Þrátt fyrir allar gagnráðstaf- anir, sem gerðar eru í kommún- istaríkjunum til að hefta fólks- flóttann tekst nú árlega um 30 þúsund manns að flýja til frels- isins. En meðal þeirra gagnráð- stafana sem kommúnistískir vald Fræðslufundir um heilbrigðismál Fjórir fræðslufundir um heil- brigðismái fyrir konur hafa að undanförnu verið haldnir á veg um eftirtalinna kvenfélaga, í sam vinnu við Krabbameinsfélagið og viðkomandi héraðslækna, sem flutt hafa erindi eða ávörp á undan kvikmyndasýningum á fundunum. Þrjú kvenfélög í Kjalarnesþingi Kvenfélagið Brynja, Flateyri, Kven félagið og slysavarnardeild kvenna á Húsavík, Kvenfélagið Ársól á Suð ureyri, Súgandafirði. Krabbameinsfélagið hefir látið setja íslenzkan texta við tvær fræðslumyndir fyrir konur og tvær kvikmyndir um skaðsemi tóbaks reykinga, sem félagið lánar í skóla og til félaga endurgjaldslaust. hafar grípa til eru helztar gadda- vírsgirðingar, múrbyggingar og jarðsprengjubelti þar sem einnig vappa vopnaðir varðmenn reiðu- búnir að skjóta hvern þann, sem sýnist líklegur til að vilja flýja sæluna. FRlMERK. í ensku jólakvæði stendur: ,Hinn góði heilagi kóngur Wenzel fylgíst ætíð með gjörðum okkar allra.. Og hver va. hann þá þessi Wenzei kóngur? Hann var konungur i Bæ heimi fyrir meira en þúsund árum. Wenzel konungur var mjög dáð- ur meðal þegna sinna fyrir mann kosti sína og mannkærleik Hann var mjög laginn við að miðla mál um og sætta þá er í ósamlyndi áttu. Hann hjó ekki á hnúta deilu ai^Ia með verði áínu, beldúr beitti hann mælsku sinni og mikl um persónuleika til þess að leiða deilur þegna sinni til lykta, svo að báðir undu glaðir við sitt. Hann mátti ekki neitt aumt sjá án þess að reyna að færa það til betri veg ar. Það lá og sá orðrómur á, að hann gæti læknað sjúka með því að koma til þeirra, snerta þá og biðja fyrir þeim. Hann var þvi fljótt tekinn í dýrlingatölu eftir dauða sinn, en hann var myrtur af bróður dnum árið 929 e.K. Á þúsund ára dánarafmæli hana í maí 1929 gáfu Tékkar út frí merki til að minnast þessa ágæta konung" Tlau voru fimm frímerkin i þessu Wenzéi setti og bir,tum vjð hérjmynd nf einu þeirra. á hinum merkjunum eru myndir af því

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.