Alþýðublaðið - 24.12.1965, Side 3
JOL I ÞREMUR HEIMSALFUM
Viðtöl við nokkra erlenda stúdenta
sem nema íslenzku við Háskólann
VIÐ Háskóla íslands stunda nú
allmargir erlendi'r stúdentar nám.
Við tókum tali nokkra þessara
stúdenta, sem allir stunda íslenzku
nám, og spurðum þá um heima-
lönd þeirra og jólahald þar.
Hjónin Anton og Marguerita
Neal eru frá Melbourne í Ástra
líu og Anton stundar liér nám í
íslenzku, og vonast til að ljúka
því í vor. Hingað komu þau frá
Þýzkalandi, þar sem þau stund-
uðu nám í tvö ár í Miinchen. Hér
á landi hafa þau dvalizt í eitt og
hálft ár. Við hittum þau Anton
og Marguerita vestur á Nýja Garði
og þau sögðu okkur margt um
landið sitt og jólin þar.
— Hvernig eru jólin haldin í
heimalandi ykkar?
í desember er hásumar í Ástra-
líu, og ofta^t er mjög heitt í veðri
á jólunum. Þess vegna fara flest-
ír niður á baðstrendurnar og borða
jójamatinn þar á jóladaginn,
þann 25. derember. Jólamaturinn
er venjulega kalkúni eða gæs og
plómubúðingur. Og með matnum j
er drukkinn bjór, sem er kældur
í sjónum.. Margir taka sumarfrí-
ið sitt um jólin og fara þá í löng
ferðalög með alla fjölskylduna.
Og þeir, sem búa langt inni í
landi, fara þá oftast niður að
ströndinni, margir stunda líka
fiskveiðar um jólin sér til hress-
ingar og skemmtunar og borgirn
ar eru yfirleitt næstum mann-
lausar, því að allir reyna að kom
ast burt úr borgarrykinu og hit-
anum. Á sveitabæjum eru flestir
í heyskap einmitt um jólin
— En skiptist þið ekki, á jóla-
gjöfum?
— Jú, jú, á jóladagsmorgun
vakna börnin mjög rnemma, og þá
finna þau sokkana sína fyllta af
dásamlegum jólagjöfum. Fullorðn
ir skiptast líka á gjöfum, en oftast
eftir að hafa snætt jólamatinn.
— Hafið þið ekki jólatré?
— Jú. við skreytum alltaf tré
í garðinum jólaskrauti. Við höf-
um mikið af trjám heima, og mest
vex þa- af eucalyptustrjám.
— Þið haldið þá 24. desember
ekki liátíðlegan?
— Jú, það er hálfur frídagur.
Og um kvöldið um tíuleytið eru
haldnir miklir tónleikar í „Bot-
anicaU görðunum (stó”ir skemmti
garðar, þar em flestar tegundir
trjáa og blóma eru ræktaðar. Þá
eiu öll rafmagnsljó- slökkt í görð
íinum og í næsta nágrenni og
Söngfólk kemur i langri skruð-
^Öngu til garðanna. Hver söng-
íttaður be ■ eitt logandi kerti
þegar i garðana kemur eru sungn-
íi’ jóla^öngvar. Þessi athöfn er
kölluð jójasöngyar við kertaljós
(jtarols by candlelight) og er mjög
hátíðleg. Sinfóníuhljómsveit
leikur undir.
— En farið þið í kirkju á að-
fangadag?
— Allmargir fara í kirkju kl
12 á miðnætti, en aðallega þeir
sem eru irómversíí-kaþólskLr. Á
jóladag fara ekki margir í kirkju
Eins og áður segir, fara flestii
út til strandarinnar yfir jólin og
í borgunum verður hitinn alltof
mikill.
— Þið hafið verið hér ein jól
áður, hvernig finnst ykkur jólin
hérna?
— Mjög ánægjuleg, í fyrra dvöld
umst við á heimili Guðrúnar Guð-
jónsdóttur. Um þessi jól ætlum
við svo upp í sveit, upp í Árnes-
sýslu á bæinn Ölfusholt.
— Hvað finnst ykkur skemmti-
legt við jólin hérna?
— Anton: Mér finnst litlu jóla-
sveinarnir ykkar 13 vera mjög
skemmtilegir.
Marguewlta: Mér finnst jóla-
trén <-vo falleg, sérstaklega stóru
jólatrén, sem komið er upp víðs-
vegar um borgina. Qg hórna finnst
mér svo áberandi, að jólin eru
hátíð fjölskyldunnar, og það eiga
iólin að vera.
Anton og Marguerita Neal — Borða jólamatinn á baðströndinni.
Ingrid WestÍnrfT^.,yill hd|a).:nógan.
snióváj jólun.utp,-
Ingrid Westin er frá Örnskölds-
vik í Norður-Svíþjóð. Hún stundar
liér nám í íslenzku. Áður stund-
aði hún nám í íslenzku í Uppsöl-
um hjá Sveiní Skorra Höskulds-
syni.
— Hvernig líkar þér við ís-
land, Ingrid?
— Mér líkar alveg prýðilega.
Ég hafði heyrt áður en ég kom
hingað, að veðrið væri mikið verra
hér en það er. Þegasr veðrið er
gott, þá finnst mér litírnir svo fall
egir og allt svo bjai-t. Það var
ótrúlega fallegt, þegar fyrcti snjór
inn kom á Esjuna í haust. Við
heima í Svíþjóð viljum alltaf hafa
mikinn snjó, sérstaklega langar
börnin í snjó.
— Og þið byrjið jólin 24. des-
ember á aðfangadag er það ekki?
— Jú, jú, um hádegið á aff-
fangadag borðum við skinku, svina
kiöt, sem er borðað kalt. Og þá
höfum viff þaff sem við köllum
..dobba i gryta" það er, að viff
dvfum sérstöku þunnu hvítu
ko-nbrauði í soðið af skinkunni.
t Suffur-Svíþjóð nota þeir revndar
dökkt rúgbrauð til aff ..doppa i
gryta“, en viff í Norður-Svíþjóff
notum hvítt kornbrauff. Svo er
skinkan borðuð með brauðinu og
sinnep með. Einnig sérstök jóla-
pvka, skorin í sneiðar og borðuff
með kartöflum. Ýmiss konar síld
er líka borðuð.
Svo um fimmleytiff kemur jóla
sveinninn í heimsókn, það er að
segia þangað, sem lítil börn eru.
Klukkan sjö til átta kemur hann
svo þangaff sem börnin em eldri.
um fimmleytið dansa líka börnin
í kringum jólatréð og syngja jóla
söngva.
..Klukkan sex er svo hátíðarmat-
urinn. Þá er borðaður lútfiskur
með kartöflum og hvítsósu. Og
cvo er jólagrauturinn, grjónagraut
ur með möndlu I. Og sá. -sem fær
möndluna á áð giftast á næsta
ári. Svo er alltaf gert grautrím
eins ör t.d. þetta:
Lycklig den ,som mand.eln fár;
hán blír gift -i ndsta Sr.
— Fariff þiff 'ékk'i í kirkju um
jólin? »
— Jú, á jóladag fara allir í
kirkju. Þá eru kirkjurnar alltaf
yfirfullar af fólki og sömuleiðis
á 1. sunnudag í aðventu.
— Verður þú hérna í borginni
um jólin?
— Nei, ég fer upp í sveit til
ágætisfólks í Litlu-Sandvík, Ár-
nessýslu.
— Og þú hlakkar til jólanna?
■ — Já, já, ég var í Breiðagerð-
Þskólanum, þegar börnin héldu
litlu jólin um daginn og ég sá
bömin dansa í kringum jóiatréð.
Það var alveg eins og heima i
Sviþjóð. Augu bamanna vom svo
björt og tindrandi þegar þau
horfffu á jólaljósin. Mér fannst
það mjög fallegt.
Richard Harris er Bandaríkja-
maður frá Fort Myers á vestur-
strönd Florida. Hann stundar hér
nám í forn íslenzku.
— Hvernig em jólin haldin há-
tíðleg hjá ykkur á Florida, Ric-
hard?
— Margir fara í kirkju klukk-
an tólf á miðnætti á jólanótt. Á
jóladagsmorgun er svo skipzt á
jólagjöfum, börnin fá jólagjafir
frá jólasveininum í sokkana sína,
sem þau hafa hengt upp kvöldið-
áður. ,
Á jóladag er svo aðaljóla-''
móltíðin, en það er oftast steikt-i
ur kalkúni og jólabúðingur á eft.;
ir.
— Þetta em fyrstu jólin þín
hérna, er það ekki?
— Jú, og satt að segja hlakka
ég mikið til þeirra.
— Ferðu eitthvað upp I sveit,,
eins og svo margir stúdentamin
hérna?
— Nei, ég verð hérna á Nýja-
Garði yfir jólin.
— Og þé- líkar vel á íslandi,
finnst þér ekki kalt hérna?
— Jú, það er auðvltað gjörólíkt
veðurfar hér og í Florida. Núna
er sjálfsagt milli 20—30 stiga hiti
þar, þó e~u desember, janúar og
febrúar köldustu mánuðir ársins.
Annars finnst mér veðráttan héma
mjög þægileg, loftið er tæ"d og
hres'andi og mér finnst ákaflega
gott að vinna hér að náminu.
Ricívard Ilarris -r- Finnst igott að læra á íslandi.
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 24. des. 1965 3