Alþýðublaðið - 24.12.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.12.1965, Blaðsíða 5
Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandarriti. Einar Ól. Sveinsson og Ólafur Iialldórsson sáu um útgáfuna. Handritastofnun íslands, Reykjavík 1965. 322 & xiv bls. "T ILGANGUR þessarar bókar er að reyna að gefa lesandanum færi á að komast nær skáldinu en vanalegur prentaður texti get- ur gert,” segir í formála Einars Ól. Sveinssonar fyrir ljósprent- uðum kvæðahandritum Jónasar Hallgrímssonar. Þetta kann að virðast dálítið skrýtileg hug- mynd. Einhverjum þykir víst ein- sætt að lesandi sé hið næsta skáldinu í sjálfu verki hans, vana- legum prentuðum texta sem við brúkum hann hversdags; þar sé ' skáldið fjær honum en nokkru sinni þó svo bókin Jiggi opin á borðinu. Allt er komið undir þeim sem les, hvernig hann les, til hvers hann kýs að nota sér skáld- skap, svara þeirri spurningu hver skáldið sé. vanaleg viðurvist skáldanna, og skáldið raunar hvergi að hitta i nema í alsköpuðu verki sínu. Áður fyrr kváðu skáld fyrir konungum,: rituðu á rollu, ristu níð; nú byggja þau bækur. Og kvæði er raun- ' verulega ófullgert allt þar til það er prentað. Kvæði er forði orða. Það er ritað á blað, prentað á bók, rist inn í mannleg hjörtu. í öllum þessum myndum sínum er kvæð- ið sjálft hið sama, og þar er skáldið þeim mun aðgengilegra 6em kvæði hans er ljósara, opn ■ ara þeim sem fer með það. Vafa-1 laust kemst maður nær skáld- i skap á einum tíma, einum stað ; en öðrum, með einum hætti fram- ar öðrum. Allir sem á annað borð lesa kvæði hafa reynt það hvern- ig kunnuglegur texti opnast allt í einum sjónum, öðlast eina stund líf sem hann átti ekki þá næstu á undan og lifir kannski aldrei meir. Skáldið snerti við hug manns; bann kenndi til og iifði; og skáldið iifnaði með honum. En hver er skáldið, hvar er hann niðurkominn utan kvæða sinna, milli þessara örfleygu stunda? Handrit kvæðis er heimild um það sjálft og sögu þess. Og það er heimild um manninn sem orti. Séu þeir raunverulega hvor sem annar skáldið og hann, þá kann að vera að lesandi komist nær skáldi sínu en ella í hans eigin handriti þegar prentanir duga ekki lengur. En því aðeins. Ell- egar kann hann að leiðast á vit liðins tfma, látins manns — og VÆÐI er eins og tré, það tek- ur ósýnilegri breytingu ár frá ári. Sá Gunnarshólmi sem við lesum í dag er allur annar en smákvæði það sem prentað var í 4ða árgangi Fjölnis. Til eru stór- kvæði þjóðskáldanna sem eru eins og aldnar eikur; þau reyn- ast hol innan séu þau klofin til mergjar. Tíminn og meðferðin draga máttinn úr orði sem áður var máttugt, fella á það fölskva; kvæðin taka sér vist sem sjáif- sagður partur hversdagsins eins og myntin í vasa manns. Þegar litið er i bókina aftur er þar ekkert kvæði. Það er ein af furð- um Jónasar Hallgrímssonar hve vel hann hefur þolað hnjaskið í hundrað ára þjóðskáldsvist, hver lífsmáttur máli hans er gefinn, jafnvel kvæðum eins og íslands farsælda frón, þaðan sem koma slitnustu glósurnar í hvers manns munni, og þaðan af fleirum. Hvers dagsrykið blæs burt af alskírum málmi málsins. með svo mjúkri sveigju og þokka, óðar en farið er að lesa, Gunnarshólmi og Fjallið Skjaldbreiður koma manni enn -og aftur nýir fyrir sjónir þó allt sé þar í sínum vanaskorðum. Jónas þolir jafnvel þululærdóm barnaskólans þó hvergi sé leiðin ógreiðari til skáldskapar; þess hafa bæði sólskríkja Þorsteins og grátittlingur Jónasar fengið að gjalda í minni lífsreynslu, svo ekki sé nú talað um rjúpuna sem lenti til gæðakonunnar góðu. Ævinlcga hef ég haft samúð með þeirri konu síðan. ^G enn eru--kvæði Jónasar sem aldrei var neinn þjóðskáldsbragur á; sum sem dyljast bak við tær- leika málsins eins og Annes og eyjar; sum tóm keskni og glanna skapur; sum kveðin fyrir dauðanum. Hvergi verður hann dulari, hvergi persónulegri en i þeim kvæðum, hvergi fjær að taka þátt í, hvað þá orða al- raenna tilfinning; sízt auðráðnari en þeim sem þurfa „útskíring ef nokkur á að skylja“ eins og hann krotar á spássíu með kvæðinu um Suðursveit. Eins og nokkurn varði hver hann Þórður var sem sóp- aði framan úr sér? En hjarta- vörðurinn í Alsnjóa, hver var hann? Var hann bara skógarvörð- urinn í Sórey? Er hann karl- mennskuímynd skáldsins honum til hugarhægðar í öngum sínum. Alltaf finnst mér það sé hann / í' 4 h sem býr undir jörð í heiðri, þó hann sé nú á gangi þarna í snjónum, minnsta kosti eru ein- hver annarleg tengsl milli hans og moldarinnar og dauðans. En kvæð ið er svona hér í bókinni, og raun ar örlítið breytt gerð á öðrum stað; Eilífur snjór í augu mín út og suður og vestur skjín, samur og samur út og austur, einstaklíngur! vertu nú liraust- ur. Dauðinn er hreinn og hvítur snjór, hjartavörðurinn gjeíngur rór og stendur sig á blæu breiðri, bír þar nú undir jörð í heiðri. Víst cr þjer móðir! annt um oss, aumíngja jörð með þungan kross ber sig það alt í Ijósi lita, lífið og dauðan, kulda og hita. Hvergi er Jónas ótilkvæmari lesauda sínum en þessum og því- líkum kvæðum — og hvergi >ná- tægari. Þau sýnast kveðin í dag. Það er yfir þcim einhver kulda- blá heiðríkja, snjóbirta — sem Helga Sigurðssyni lánaðist með einhverjum hætti að höndla í mynd sinni af Jónasi á dánar- beðnum. AGA Jónasar Hallgrímssonar varð furðuskjótt ein af helgi- sögnum íslendinga, hetjusaga við hlið þeirra Eggerts Ólafssonar og Hallgríms Péturssonar á öldunum á undan. Samtíðin kvartaði und- an þeim drembilega, bítandi, ert- andi og niðrandi gusti sem Fjöln ir gerði á sér, en jafnharðan og hann var fallinn niður, varð Fjöln ir imynd alls hins nýja í íslenzku þjóðlífi, hinnar nýju aldar sem rann yfir landið. Jónas gerði sér Eggert Óiafsson áð hetju, salt- drifinn úr Breiðafirði; en sjálfur varð hann í lágri mold Kaup- mannahafnar áslmögur sinna eft- irkomenda, vorboðinn sem hann kvað um. Hann skapaði landinu, þjóðinni í kvæðum sínum nýja raunveru ■ yfirsterkari allri þess eymdarsögu, nam það upp á nýtt sinni eigin sjón og slcilningu. Sú sýn hefur haldið gildi sínu fram á þennan dag, ófölskvuð, eins og að sínu leyti ásjóna Jónasar sjálfs í kvæðum hans. Um Jónas Hallgrímsson rita menn til að lýsa ást sinni á skáld- skap hans, kveða henni lof sitt. Sjálfur er hann löngu horfinn bakvið sögnina um sig, stöðu sína í sögu og vitund þjóðarinnar. En kvæði hans eru eftir skilin. í handritum þeirra hér í bókinni eru strjál vitni og sundurlausar heim ildir skáldskapa'rins og mannsins sem orti. Og vera má að lesanða þyki hann komast furðu nærrí manninum sjálfum á þessum yfir lætislausu blöðum - eða minnsta kosti hugmyndum sínum um hann. Handritin kunna að bera vitni einhverjum atvikum úr ævi skáldsins, — og er það lesanda undarlega Ijúfsárt, scgir Einar Ól. Sveinsson. Þar má finna ýmis dæmi um vinnubrögð Jónasar, fág un málsins til fullkomnunar; — frægust er sagan af Ég bið a&~ heilsa sem var svona í einni gcrfc': Framhald á 7. síðu. ALÞYÐUBLAÐIÐ - 24. des. 1965

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.