Alþýðublaðið - 28.12.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.12.1965, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 28. desember 1965 — 45. árg. — 294. tbl. — VERÐ 5 KR, NYTT GQS HAFID VIÐ SURTSEY Á MORGNI annars jóladags, þegar Blikjaxi Flugfélags íslands var á venjulegu ásetlunarflugi til Vestmannaeyja, sá flugmaðurinn cð nýtt neðansjávargos var hafið suðvestur af Surtsey.,Gosstöðvarn- ar eru um SOO metra SV af Surts- ey og sjást ekki frá Vestmanna- eyjum, vegna þess að eyjuna ber á rriilli. Stigu þarna upp gufustrók ár úr sjónum, en á milli urðu sprengingar, sem þeyttu upp svörtum vikri. Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur og Björn Pálsson flugmaður @fe flugu yfir hinar nýju gosstöðvar í gær. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar, hagar þetta gos sér mjög svipað og þegar Syrtlingur byrjaði að gjósa. Ekki var komin eyja upp á yfirborðið, en mótaði fyrir gígn- um í sjávarskorpunni. Sami flulgmaður og fyrst varð gossins var, flaug yfir gosstöðv- arnar í gærmorgun og kvað hann gosið með mjög svipuðum hætti og í fyrradag. Heldur myndi þó minna um vikursprengingar, en meira um gufu. Ekki var enn kom- in upp eyja á yfirborðið. 20 bjargað af olíu- stöð á Norðursjó HULL, 27. dcsember (NTB- lieuter). — Skip og þyrlur björg uðu í kvöld 20 mönnum af stórri olíulertarstöð, sem hrundi og sökk é Norðursjó fyrr í dag. Þrjátíu Rússar segjast hafa í tré v/ð USA í geimnum MOSKVU, 27. deseanber (NTB- AFP) — Rússar hafa ekki dregr izt aftur úr Bandarikjamönnum í geimvísindum, sagði sovézki geim Ysindamaðurinn Anton Blagonrov í viðtali við AFP í dag. Ég ráð tegg fólki að híða áður en það myndar sér skoðun sagði harm. Hann sagði, að tilraununum til Framhald á 15. síðu Frá HAB DREGIÐ hefur verið í HAB og verða númerin birt eftir áramótin, þegar uppgjör hef ur borizt utan af landi. manna áhöfn var á olíule'itarstöð irtni, eitt lík fannst og þrír þeirra sem björguðust voru alvarlega slasaðir. Brezka skipið „Baltrov- er“ tók þá sem björguðust um borð og liélt með þá til Hull í Englandi. Olíuleitarstöðin, sem var 5.600 lestir, Stóð ó 10 súlum á Norð ursjó austur af Grimsby. Olíuleit aiistöðin var í eigu fólajgsins British Petroleum. Fonnælandi félagsins kvað slysið óskiljanlegt. í fyrstu var talið, að 46 manns væru á olíuleitarstöðinni, en seinna kom i Ijós að 16 menn af áihöfninni voru í jólaleyfi í landi. Aðeins fáeinir stálbitar stóðu upp úr sjónum þar sem olíuieitar stöðin 'hafði verið. Olíuieitarstöðin kallaðist „Sea Gem“ og var á 30 metra dýpi. Mjög hvasst var þeg ar stöðin sökk uim ikl. 13 að isl. tíma í dag. Vöruflutningasklpið „Baltrover" var á 'þessum slóð um o,g sendi út neyðarkall Sklp og ibátar tfóru íá vettvang frá ná lægnm (höfnum og þyrlur úr brezka flughernum tóku þátt í björguninni. „Sea Gem“ fann talsvert magn af j arffigasi í septemlber og enn 'þá meira magn í október. Fred Lee orkumálaráðrerra sagði í Neðri málstofunni, að gasmagnið væri svo mikið, að fyrir 1967 eða 1968 miætti leggja gasleiðslu fdá pallinum í land, Nýja eldstöðin sést hér yfir hátind Sutseyjar. Myndina tók Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur á ann- an jóladag- um kl. 13,20. --------i-----------------;------:—:-----* í , ' . ' Enn byIting í smíði íslenzkra f iskiskipa VERIÐ er að smíða í Noregi nýjan fiskibát fyrir útgerðarfélag- ið Hreifa h.f. á Húsavík. Báturinn verður að sjálfsögðu búinn öllum fullkomnustu siglinga og fiskileit- artækjum og stafn og stýrisskrúf- um að auki. Sá útbúnaöur er nú sem óðast að ryðja sér til rúms, síðan hin ágæta reynsla af Höfr- ungi III. hefur komið í Ijós. Það sem kemur til með að vekja mesta athygli í sambandi við þennan bát, er sérstakur fiski- geymir, þar sem hægt verður að geyma 80 tonn af ferskum fiski við liitastig, sem er einu stigi fyrir ofan frostmark. Þannig á að vera hægt að halda fiskinum ferskum í 6 daga. Ferskfiskgeymirinn tekur sem fyrr segir 80 tonn. Hann er kældur með sérstakri kæliupplausn og á leiðinni á miðin er hitastig geym- isins 7—8 gráðum fyrir neðan frostmark, en hitastig fiskins, þegar honum er dælt úr netunum, eða nótinni, ofan á geyminn er um 8 stig á selsíus. Geymirlnn verður ævinlega stútfylltur, til þess að sláttur á fiskinum hafi ekki áhrif á hreyfingar og sjó- hæfni skipsins. Framhald á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.