Alþýðublaðið - 28.12.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.12.1965, Blaðsíða 8
KASTLJÓS Mýr fursti í tCuwaif ÞJÓÐARSORG ríkir í olíurlkinu Kuwait við Persaflóa vegna andláts þjóðhöfðingjans, Sheik Sirh Ab dullah al-Sabah, og menn bera kvíðboga til framtíðarinnar. Undir ötulli forystu hins látna fursta breyttist þessi litli eyði- merkurskiki í nýtízku iðnaðarríki. Þetta hefði ekki verið hægt án hinna gífurlegu tekna, sem fást af olíu, en þær nema árlega um 9 milljörðum ísl króna. Kuwait er aðeins um 10,000 ferkílómetrar að flatarmáii og meðalhitinn er 40 gráður á. celsíus í forsælu. Abduilah fursti var einn auðug- asti maður heimsins og átti marga ríka frændur. Sex þeirra áttu eign ir að verðmæti 12 milljarðar kr. og tólf er hljóðuðu upp á 6 mill- jarða króna. En furstinn hafði ekki einungis áhuga á því að safna fé í eigin vasa. Hann varði hinum igífurlega miMu tekjum sínum til þess að bæta hag allra landsmanna. Á undanförnum 15 árum hafa verið reistar 35 hallir í Kuwait, en um leið hafa verið reistir spít- alar, skólar, bókasöfn og þjónusta sú, sem þessar stofnanir veita, er öll ókeypis. Þrátt fyrir loftslagið og áfengisbann varð Kuwait að nýrri Eldorado eins og sjá má af þvf að 53% íbúanna, sem eru 450 þús. talsins, eru Evrópumenn. En heldur þetta olíu- og doll- araflóð áfram? Ekki er búizt við umróti eða breytingum í bráð, en samt óttast menn framtíðina. 5 nauðsynleg atriði til menntunar Afríku Fimm höfuðateiði til að liækka menntunarstigið og gera skóla- göngu raunhæfa í Asíu hafa ver ið lögð fram á fundi í Bangkok, þar sem saman komu ráðherrar og embættismenn sem starfa á Gamli og nýi tíminn í Kuwait. ★ ÆTTARDEILA Við andlát Sheik Abdullah al Salim al-Sabah varð hálfbróðir hans, Sheik Sabah es-Salem, sem til þessa hefur gegnt embætti for- sætisráðherra, skipaður ríkisstjóri. í embætti forsætisráðherra var skipaður Sheik Jaber al-Ahmed, fv. fjármáiaráðherra. Báðir eru af sömu ætt, sem öllu ræður í Kuwait, en þeir eru sinn af hvorum ættleggnum, sem hafa átt í innbyrðis deilum í aldaraðir. Þetta kann að vera slæmur fyrir- boði og þar við bætist, að hinn nýi ríkisstjóri vill, að „allt verði eins og það hefur verið,‘ en nýi forsætisráðherrann er þeirrar skoðunar, að Kuwait verði að treysta sig í sessi og auka áhrif sin í Arabaheiminum. Það var Jaber al-Ahmed, sem stofnaði 12 milljarða króna fram- kvæmdagjaldeyrissjóð Arabaland- anna þegar hann var fjármálaráð- herra. Á tveimur undanförnum ár- um hafa verið veitt lán að upphæð 12—16 milljónir ísl. króna á ári til Arabaiandanna, ekki sizt Egypta lands, sem að öljum líkindum hefði ekki getað haldið áfram hernaði sínum í Jemen ef Kuwait hefði ekki staðið undir honum fjárhags- lega. Meirihluti fulltrúa á Kuwait- þingi hefur látið i Ijós ósk um, að þessari aðstoð verði hætt og að Ku- wait segi sig úr Efnahagsbanda- lagi Arabaríkjanna. Þetta hefur al-Ahmed marg oft neitað að fall- ast á. Hann hefur náið samband við Egypta. Mikill fjöldi Egypta hefur setzt að í Kuwait, aðallega kenn- arar, og þeir stunda mikla áróð- ursherferð fyrir stefnu Nassers forseta. Þjóðernisstefnuáróður þeirra fellur í góðan jarðveg í Kuwait, þar sem þjóðernisstefna hefur alltaf átt miklu fylgi að fagna meðal Kuwaitbúa sjáifra og hinna mörgu, sem þangað hafa flutzt frá öðrum Arabalöndum. Á síðari árum hefur myndazt áhrifa- mikill hópur 15 öfgafullra þjóð- ernissinna á þingi og þótt þeir séu aðeins fjórðungur allra þing- manna eru áhrif þeirra og áróður í öfugu hlutfalli við þingstyrk þeirra. olíu. Þetta er undirstaða auðlegð- ar Kuwaits og áhrifa þessa smá- ríkis sem „bangi“ Arabalandanna. Kuwait ræður yfir svo miklu fé, að það veit ekki hvað það á að gera við það. Ekki er óalgengt, að einhver fursti olíurikisins panti 50 lúxusbíla í einu og fursti nokk- ur í Kuwait keypti fyrir nokkrum áruin kafbát til þess að geta skoð- að lífið á háfsbotni, en hann not- aði aldrei kafbátinn því að hann kunni ekki að sigla honum. Aga Khan for stjóri flótta- mannahjálpar Egyptar hafa oft freistazt til að beina áróðri sínum gegn Kuwait og bæði Persía og írak hafa ágirnzt þetta litla en auðuga ríki. _ ★ AUÐLEGÐ Á olíusvæðinu í Kuwait eru dag- lega framleidd 3000 þús. tonn af Meðan gamli furstinn var á lifi var hægt að mæta utanaðkomandi hættu og erfiðleikum innanlands. En nú veit enginn hvað framtíð- in ber í skauti. Sadruddin Aga Khan prins, son ur hins heimskunna gamla Aga Khans og bróðir Ali Khans, hefur nýlega verið skipaður forstjóri flóttamannahjálpar Sameinuðu Þjóðanna. Hann tekur við embætt inu 1. janúar. Síðan 1959 hefur hann starfað að flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, og síðastlið in þrjú ár hefur hann verið hægri hönd núverandi forstjóra flótta mannahjálparinnar, Felix Schnyd ers. Gera þarf endurbætur á sjókortum heimsins Brýna nauðsyn ber til að gera sjókort áreiðanlegri en þau eru nú. „D.raugagrynningar“ og imynd aðar neðansjávarklappir verða að hverfa. Fjöldi skipa sekkur ár- lega. í Norðursjónum einum hafa sum árin sokkið allt upp í tiu skip. Flök þeirra stofna öðrum skipum í hættu, og þess vegna er nauð synlegt að staðsetja þau af meiri nákvæmni. Á nýafstöðnum fundi sínum í UNESCO-byggingunni i París hvatti Alþjóðahafrannsóknaráðið 54 aðildarríki sín til að leggja sig enn frekar fram um að bæta sjókortin. Með sívaxandi sigling um til áður óþekktra svæða heims- hafanna berast árlega æ meiri upplýsingar frá flutningaskiþum um heim allan til Alþjóðavatna fræðistofnunarinnar í Monaco. Mikið af þeim upplýsingum eru óáreiðanlegar. Skipstjórar hafa ekki tíma. Upplýsingarnar eru sendar af skipstjórum hlutaðeigandi skipa en þeir hafa einatt engan tíma til að gera nákvæmar rannsóknir Dýptarmælirinn gefur til kynna grynningar, og skipstjórinn skil- greinir þær með orðunum „vafa samur staður"., í reyndinni (er kannski aðeins um að ræða gríð armikla fiskitorfu eða svif, sem orsakar viðbrögð dýptarmælisins. ins. Á fundinum í París kom fram að milli tvö og þrjú hundruð at. þessu sviði. Frumkvæðið að fund inum áttu menningar- og vísinda stofnun Sameinuðu þjóðanna <UN ESCO) í samvinnu við Efnahags nefnd SÞ fyirir Asíu (ECAFE). 75 fulltrúar, þeirra á meðal 13 ráð herrar, sátu fundinn fyrir hönd 15 Asíu-landa og Sovétríkjanna. Höfuðatriðin fimm, sem talin eru vera skilyrði raunhæfra áætl ana um menntamál Asíu, eru þessi: 1. Jafnvæg þróun skólamála sem feli í sér almenna kennslu á öllum stigum. 2. Tæknikennsla. 3. Barátta við ólæsi. 4. Viðurkenning á mjög mis- munandi þróunarstigi hinna ýmsu landi í Asíu. 5. Samræming áætlana um menntamál og áætlana um efna- haes- oct fólagsmál í hverju ein- stöku landi. Vísindanefnd Sameinuðu þjóð- anna, Sem hefur það hlutverk að fylgjast með kjarnageislun í heim inum, hefur nýlokið 15. fundi sín um í Genf. Nefndin mun leggja skýrslur sinar fyrir Allsherjarþing ið m.a. um spillingu andrúmslofts ins og líffræðilegar afleiðingar geislunar og hættunnar sem henni eru samfara. huganir berast árlega frá flutn ingaskipum, og sú tala fer stöð ugt hækkandi. Margar þeirra eru lagðar til hliðar eftir nánari rann sóknir. En um 50 skráningar eru að jafnaði birtar í öryggisskyni, þar sem þær kynnu að vera á bending um raunverulega hættu. Nýlega efndi Ungmennasam- band Eyjafjarðar til heimsókna i barna og unglingaskólana á sam- bandssvæðinu. Tilgangur þeirra heimsókna var sá að veita nemend- um skólanna nokkra fræðslu um skaðsemi áfengis og tóbaks. Sr. Jón Kr. ísfeld, Bólstað Húnavatns- sýslu og Þóroddur Jóhannsson framkvæmdarstjóri UMSE ferðuð- ust milli skólanna og sáu um þessa fræðslu. í byrjun ávarpaði Þóroddur nem endur hvers skóla og skýrði m.a. tilgang heimsóknarinnar. Sr. Jón flutti fróðlegt erindi um tóbaks og áfengisvandamálin, þar sem hann benti á, með glöggum og eftirminnilegum dæmum, hvaða heilsufarslegum, og fjárhagsleg- um skaða áfengi og tóbak ylli, ekki einungis þeim sem þess neyttu, afleiðingarnar kæmu víða fram, í sorglegum myndum. Á eftir er- indi sr. Jóns voru sýndar iþróttai- umferðar- og gamanmyndir. Vegna ófærðar í Eyjafirði reynd ist ekki fært að heimsækja nema sex skóla, en í þeim náðist til rúmlega 300 nemenda. — Þetta er í fjórða sinn sem Ungmenna- samband Eyjafjarðar beitir sér fyrir slíkri starfsemi sem þessarl Hætta á flökum. Enda þótt hafrannsóknarmenn- irnir séu þakklátir framlagi flutn ingaskipanna, og þar sem þeim er Ijóst að skipstjórar þeirra eiga þess ekki kost að framkvæma ræki legar rannsóknir, er kominn tími til að sérfræðingar á skipum, sem stunda rannsóknir, láti að sér .kvgða, segir í niðurstöðum fund arins. Eiturlyf janefnd SÞ kom saman f Genf í byrjun desember til að ganga frá skýr lu sem lögð verffi ur fyrir Efnahags- og félagsmála ráð SÞ. Meðlimir nefndarinnar,: 21 að tölu, verja desembermén- uði til að semja yfirlit yfir alþjóffi legar samþykktir. um eftirlit með eiturlyfjum, ólöglega verzlun með eiturlyf og þær rannsóknir sem 8. 28. des., 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.