Alþýðublaðið - 31.12.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.12.1965, Blaðsíða 3
ÞFIÐJl HVER BILL I AREKSTRI Rejlkjavík GO. ÞRIÐJI hver bQl á íslandl lenti í árekstri á sl. ári, en í Svi- þjóð 10. hver bíll off 6. hver bíll í Danmörku. Áætla'ð er að trygg ingrarfélögin á íslandi greiði sean svarar 120 — 130 milljónir króna í bætur vegna umferðarslysa, en meðaltjón í hverju slysi er 10—12 þúsund krónur. A sl. ári slösuðust 477 manns í umferðarslysum í Reykjavík, þar af létust 9. Fjöldi slasaðara verður eitthvað svipaður 1 ár, en tii þessa liafa átta látizt. Á öllu landinu lét uts 27 manns í umferðarslysum í fyrra, en 24 það sem af er þessu ári. Samkvæmt 3000 lögregluskýrsl um í Reykjavík eru orsakir um ferðartjóna þesar: Umferðarrétt ur eki virtur í 25% tilfella, of stutt bil á milli bíla í 13% tilfella, ógætilegur framúrakstur, ekið, aft urábak og frá gangstétt í 23% til fella, aðrar or'akir í 39% tilfella. Flestar þessar orsakir má flokka undir gáleysi ökumanan, en skýrsl ur þesar ná yfir 90—95% allra umferðarslysa hér 1 borg. Samstarfsnefnd bifreiðatrygg i’ngafélaganna o(g Umferðanefnd Reykjavíkur stóðu fyrir útgáfu að vörunarspjalda, en á þeim stendur „BAKKUS ER EKKI GÓÐUR ÖKUMAÐUR” „YARIÐ AÐRA VEД. Byrjað var að dreifa þe=s um miðum í bíla, sem stóðu við vínveitingahúsin hinn 1. nóvem ber s.l. Á þeim tíma, sem er lið inn, hafa 74 menn verið kærðir fyrir ölvun við akstur, en á tíma bilinu 1. nóv. til 31. des. í fyrra urðu þeir samtals 194, svo árang urinn af þessari herferð er athygl isverður. 0<><>c><>c><><><><><>0<><><><><><><><><><><>< ><><><><><><><><><><> <><><><><><> <><><><><><><><: jp* AJit reykvískra blaðamanna: PÁLL PÁFI MÁÐUR ÁRSINS AÐGERÐIR GEGN ÞENSLU Farmhald af síðu 1. hækkanir eru ákveðnar á útláns- vöxtum, þó þannig, að mjög lítil hækkun verður á vöxtum af af- urðalánum með veði í útflutnings framleiðslu, og hækka vextir af slíkum lánum, sem endurkaupan- leg eru af Seðlabankanum um 1/4 %, en af viðbótarafurðaiátHim um V2%. í þriðja lagi hefur bankastjórn Seðlabankans beint þeim tilmæl- um til bankanna, að þeir gæti hófst í útlánum á komandi ári, en leggi jafnframt kapp á að láta rekstrarfjárþörf atvinnuveganna, og þá einkum sjávarútvegsins, sitja fyrir um lánvéitingar. Mjög er brýnt fyrir bönkunum að tak- marka lán til fjárfestingar, eink- um byggingarframkvæmda og fasteignakaupa. Framangreindar ákvarðanir eru teknar í ljósi þeirrar þróunar, er átt hefur sér stað í efnahagsmál- um undanfarið ár. Þegar Seðla- bankinn ákvað almenna vaxta- lækkun fyrir réttu ári, virtist um skeið hafa tekizt að ná betra jafn- vægi í efnahagsmálum, er kom fram bæði út á við í bættum greiðslujöfnuði og inn á við í stöðugra verðlagi. Vonir um áfram hald þessarar þróunar á árinu 1965 hafa að ýmsu leyti brugðizt. Greiðslujöfnuðurinn hefur að vísu verið hagstæður á árinu, svo að staða þjóðarbúsins út á við er nú mjög traust, en á hinn bóg inn hefur þenslan í efnahagsmál- um inn á við farið sívaxandi, og hefur hún lýst sér bæði í miklum vinnuaflsskorti og tilhneigingu til verðhækkana, ekki sxzt á íbúð- um og öðrum fasteignum. Orsakir þenslunnar eru margar, þar á meðal áframhaldandi halli á fjármálum ríkisins á árinu 1965, samfara almennu kapp- lxlaupi um framkvæmdir og fjár- festingu, bæði á vegum einstakl- inga og opinberra aðila. Við þetta hefur svo bætzt, einkum síðustu mánuðina stórfelld útlánaaukning bankakerfisins, sem hætt er við að valdi enn aukinni þenslu á næstunni, ef ekkert er að gert. Þannig jukust heildarútlán banka og sparisjóða um 569 millj. kr. meira til nóvemberloka á þessu ári heldur en á sama tíma árið 1964. Þótt meiri framleiðsla eigi nokkum þátt í þessari útlánaaukn- ingu, hefur verulegur hluti henn- ar tvímælalaust farið til fjárfest- ingar og orðið til þess að ýta und- ir almenna eftirspurnarþenslu. Það eykur enn á þensluáhrif út-. lánaþróunarinnar, að mjög mik- il aukning hefur orðið í endur- kaupum Seðlabankans á afurða- víxlum, þ.á.m. vegna verðhækk- ana á landbúnaðarafurðum, en samtals jukust endurkaupin um rúmar 400 millj. kr. frá áramót- um til nóvemberloka. Það er óhjákvæmilegt, að gerðar séu við slíkar aðstæður peninga- legar ráðstafanir til þess að draga úr útlánaþenslunni og því efna- hagslega jafnvægisleysi, sem hún skapar. Þessu markmiði er ætl- unin að ná með þeim aðgerðum, sem nú hafa verið ákveðnar. — Megintilgangur innlánsbindingar- innar er að draga úr óhóflegri út- lánaaukningu bankanna og gera Seðlabankanum klelft að hamla gegn peningaþenslu vegna auk- inna endurkaupa eða annarra or- saka. Vaxtahækkunin mun hins vegar hafa bein áhrif á framboð og eftirspum fjármagns, þar sem hún stuðlar bæði að aukningu inn- lána og dregur úr eftirspum eftir lánsfé. Ætti þetta hvort tveggja ásamt batnandi afkomu ríkissjóðs sem útlit er fyrir á næsta ári, að stuðla að betra jafnvægi i efna- hagsmálum en ríkt lxefur um skeið. Þórarinn Þórarinsson, Tíminn. Ég álít Pál páfa vera mann ársins 1965. Kaþólska kirkjan hefur á þingi sínu á síðastliðnu ári mai’kað afstöðu sína til margra mála og jafnframt haf- ið, undir forustu páfa, mark- verða friðarbaráttu. f þeim tilgangi flutti páfi ávarp,á þingi Sameinuðu þjóðanna, sem vakti mikla athygli. Síðan hefur páfi beitt sér fyrh’ friðarsamning- um í Vietnam. Ásmundur Sigurjónsson, Þjóðviljinn. Ho Chi Minh er maður árs- ins 1965. Hann er sá maður sem Bandaríkjamönnum hefur tek- izt að gera að þjóðhetju með því að vera á móti honum. Hann er að verða sameiningar- tákn ananita og tpmkinara og hefur hann sameinað báða þessa hluta vietnamisku þjóð- arinnar, fyrir jþakkarskuld Bandaríkjamanna. 1 Þess vegna er Ho Chi Minh iþaður ársins fremur en Mao Tfee Tung, en hans ár er löngu lfðið. ■* Þorsteinn Thorarensen, Visir. Það er erfitt að benda á mann ársins 1965. Það er varla hægt að koma auga á nokkurn ein- stakling sem hefur sérstaklega sett svipmót sitt á heiminn á árinu. Eg verð að taka það ráð að velja hinn óþekkta almenna bandaríska hermann. Fyrst og fremst vegna þess, að hann er fulltrúi mesta herveldis sem nokkurn tíma hefur verið uppi í heiminum. Yfirburðir Bandaríkjanna á þessu sviði hafa sett svip sinn á árið sem er að líða og útlit er fyrir að svo verði í vaxandi mæli á næstu árum. Þess vegna fer styrjaldarhættan minnkandi. En um leið og Bandaríkjamenn bera slíkan ægishjálm yfir all an heiminn er eðlilegt að nokk ur uggur vakni um það hvern- ig þeir muni beita þessu valdi í framtíðinni. Eru þeir ef til vill að verða Rómverjar 20. aldarinnar? Svo höfum við séð framgang bandaríska hermanns ins á tveimur stöðum á árinu og sýnir það tvær hliðar á beit- ingu bandarísks hervalds. Ann- að er Vietnam, þar tel ég að Bandaríkjamenn vinni hin mik ilvægustu skyldustörf, sem ég vona að lokum, þrátt fyrir miklar fórnir, leiði til velfarn- aðar og friðar fyrir heimiim. Ég tel ekkert naúðsynlegra £ veröldinni 1 dag, en að stöðva styrjaldaræði Kínverja. Hitt eru ill örlög að smáþjóðin í Vietnam skuli verða að fórn- arlambi í þeim miklu átökum. Hinn staðurinn er Dóminik- anska lýðveldið. Þar sjáum við hina uggvænlegu hlið ástæðu- lausrar afskiptasemi og her- valdsbeitingu í stjórnmálum smáþjóðar. Að þessu frágeng- nu set ég í annað sæti Pál páfa þó enn sé erfitt að skilja til fulls afleiðingu kirkjuþingsins í Róm. Matthías Johannessen, Morgunblaðið. Af dauðum mönnum tel ég Leif heppna mann ársins. Á- stæða: Nær þúsund árum eft- ir dauða lians hafði hann á- hrif á borgarstjórnarkosningar í New York. Af lifandi mönn- um tel ég Mikoyan mann árs- ins. Ástæða: Ég tel það ekkert minna en brot á náttúrulög- málum, að hann skuli hafa komizt ódauður á eftirlaun. Thorolf Smith, Fréttastofá útvarpsins. Þegar hugurinn reikar til at- burða ársins 1965, virðist mér einsætt, að englnn einn mað- ur hafi lagt fram drýgri skerf til hamingju i mannheiml en Páll páfi sjötti, og þess vegna finnst mér eðlilegt að tilnefna hann „Mann ársins 1965”. Hið stórmerka kirkjuþing í Róm, sem Páll páfi átti svo góðan hlut að, var drjúgur áfangi í áttina að því marki, að efla sátt og samlyndi allra kristinna trúfélaga í heiminum. í annan stað er mönnum í fersku minni þrotlaus viðleitni páfa til að koma á friði, eins og ræða hans á allslierjarþingi Sameinuðu Þjóðanna ber gleggstan vott, svo og áskoran- ir hans til ófriðaraðilanna í Vietnam, og loks jólaboðskapur páfa. Páll páfi sjötti heldur í styrkri hendi sinni hinu glæsta merki, er hinn ágæti fyrirrenn- ari hans, Jóhanúes 23., hóf. Guðmundur Halldórsson, Alþýðublaðið. Ég kýs Pál páfa mann árs- ins. Hann hefur barizt ötul- lega fyrir friði, umbótum á kaþólsku kirkjunni og einingu kristinna manna. Kirkjuþingið, sem hann sat yfir, markar tímamót £ sögu kirkjunnar. — Heimsókn hans til Sameinuðu þjóðanna var öllum þeim hvatning, sem vilja efla heims samtökin. <XK>0<><X><KXXX><X><XXXX>0<X>0<> CXXKXXXX^O^XXiOOOOOOOOOOOO' . * I ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 31. des. 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.