Alþýðublaðið - 31.12.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 31.12.1965, Blaðsíða 11
STARFSMANNAHALD Viljum ráða un(gan og reglusaman pilt til sendi- og innheimtustarfa. Þarf helzt að hafa próf á bifhjól. Upplýsingar gefur Skrifstofuumsjón. Sparisjóður Hafnarfjarðcrr Margbæft og mikið starf félagsins sJ. ár I. Vélstjóra og Stýrimann vantar á vertíðarbát. i=Rits»ióri Örn Eidssonl Frá aðalfundi Knattspyrnufélagsins Vals: Vegna áramótauppgjörs verður Sparisjóð- ur Hafnarfjarðar lokaður mánudaginn 3. janúar 1966. Víxlar sm falla 30. des. verða afsagðir 31. des. Sparísjóður Hafnarfjarðar. Jólamót ÍR í frjólsum íþróttum, j sem háð hefur verið undanfarin ár { fór fram í ÍR-húsinu í fyrrakvöld. j Keppt var í fjórum greinum, stökk um án atrennu og hástökki með ■ atrennu. Þátttaka í mótinu var allgóð og m. a. keppti sem gestur Valbjörn Þorláksson, KR. Jón Þ. Ólafsson sigraði í öllum greinum mótsins og liafði yfir- burði. Jón virðist vera í allgóðri æfingu og stökk léttilega yfir 2,01 m. Aftur á móti voru 2,05 m. of mikið að þessu sinni. í hástökki án atrennu átti Jón mjög góðar tilraunir við 1,71 m., og fór glæsi- lega yfir 1,68 m. Kjartan Guðjóns- son fqr hátt yfir 1,80 í hástökki með atrennu, en mistókst við 1,90 m., sem var næsta hæð. Úrslit: Hástökk með atrennu: Jón Þ. Óiafsson, 2,01 m. Kjartan Guðjónsson, 1,80 m. Langstökk án atrennu: Jón Þ. Ólafsson, 3,32 m. Valbjörn Þorláksson, 2,98 m. Björgvin Hólm, 2,96 m. Hástökk án atrennu: Jón Þ. Ólafsson, 1,68 m. Björgvin Hólm, 1,54 m. Valbjörn Þorláksson, 1,50 m. Einar Þorgrímsson, 1,40 m. Þrístökk án atrennu: Jón Þ. Ólafsson, 9,47 m. Valbjörn Þorláksson, 8,93 m. Björgvin Hólm, ÍR, 8,89 m. Aðalfundur Knattspyrnufélags- ins Vals var haldinn á miðvikudag- inn var í félagsheimilinu að Hlíð- arenda og var vel sóttur. Páll Guðnason formaður Vals setti fundinn stundvíslega kl. 8,30 e.h. og tilnefndi sem fundar stjóra Frímann Helgason og fund arritara Elías Hergeirsson Þá flutti formaður skýrslu stjórn arinnar sem var hin ýtarlegasta og vitnað um mikil og margþætt störf á árinu. Síðan voru reikn- ingar upplesnir og skýrðir, í fyrsta lagi af aðalgjaldkera félagsins, Þórði Þorkelssyni, var þar um að ræða bæði reikninga félagsins i heild, Minningarsjóðs Kristjáns Helgasonar, skíðadeildar og Vals- blaðsins, sem fundarmenn létu mikla ánægju í ljósi með. Elías Hergeirsson formaður félagsheim- ilisstjórnar ræddi gang mála í sam bandi við félagsheimilið og skýrði reikninga þess. Loks flutti Sigurð- ur Ólafsson ítarlega greinargerð um starfssemi íþróttahússins og las upp reikninga þess og skýrði þá. Að flutningi skýrslu og reikn- inga loknum hófust umræður sem stóðu lengi og voru hinar ítar- legustu og allfjörugar á köflum, og tóku margir til máls og sumir oftar en einu sinni. | Sú breyting var samþykkt að í I aðalstjórn félagsins, skuli formað ur knattspyrnudeildar og hand | knattleiksdeildar eiga sæti fram vegis, þannig að stjórnin verður eftirleiðis skipuð sjö mönnum í stag fimm áður. En stjórnin fyrir næsta ár er þannig skipuð en hún var öll end- urkjörin í einu hljóði: Páli Guðnason formaður, Gunn ar Vagnson, Friðjón Friðjónsson, Þórður Þorkelsson, Einar Björns son, Björn Carlsson og Þórarinn Eyþórsson. Jón Þ. sigraði í öllum greinum Upplýsingar í síma 33172. Alþýðublaöið Blaðburðarbörn vantar í eftirtaíin hverfi: Stórholt Gnoðavog Kleppsholt Laugaveg efri Ásgarður Laufásvegur Lindargötu Hverfisgötu I og II Laufásveg Alþýðublaðið sími 14900. Páll Guðnason. í ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 31. des. 1965 14 Vér viljum ráða nú þegar starfsmann á varalolutalager Véladeildar að Ármúla 3. Þekking á landbúnaðai-vélum æskileg. Umsóknir ásamt upplýsinlgum um. fyrri störf sendist Starfsmannalialdi S.Í.S., Sambands- húsinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.