Alþýðublaðið - 31.12.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 31.12.1965, Blaðsíða 16
ÞAÐ HEFUR löngum þótt góður lítður að nema staðar við áramót ftg líta um öxl og gera það upp sig, hvernig málin standa. Bak- * iííðan vill ekki vera eftirbátur »rtnarra, hvað þetta snertir, enda * Hýkist hún hafa sitt til málanna að f feggia, þótt hún fari stundum * hvorkl hina leiðina né þessa. Arið sem nú er á förum, hefur 1 fitegar á allt er litiö verið heldur ‘ Cott ár. Aflabrögð hafa verið þokka Ifeg til lands og sjávar, nema hvað gras spratt ekki sums staða'r á Austurlandi, en því var bjargað •tmeð því að sníkja hey í öðrum fahdshlutum og selja Austfirðing- Ktm. Árið hefur verið fremur hall- ftvæmt baksíðunni, og sannast sajgna hefur margan hvalinn rekið á fjörur hennar. Hitt er svo annað <hál hvernig til hefur tekizt að hiatreiða þær kræsingar. Hér er ekkl rúm til að rifjað sé upp allt það, sem hefur gefið oitkur baksíðumönnum tilefni til að láta Ijós okkar skína, enda teaetti það æra óstöðugan. Á nokk- ér atriði er þó skylt að minnast, énda er nú hægt að sjá sumt í Vicrkkuð öðru ljósi en var á meðan átburðirnir voru að gerast. Kjarval átti afmæli og yfirvöld- ht samþykktu að láta hann fá hús grunn til að búa í. Við því er samt varla að búast, að listamaðurinn flýtji inn fyrr en einhverju þaki Aefur verið hróflað upp á staðnum og er þvi viðbúið, að hann komist ékki í nýja húsið fyrr en eitthvað f kringum aldarafmælið. Sjálfur ftélt hann sýningu á verkum sín- íferti í rigningu, en það mun ekki -ftafa komið að verulegri sök, því að gólf sýningarskálans lak engu fhinna en þakið, svo að þar safn- &ðist ekki vatn í polla, svo að neinu ■te.aemi. Ágóðann af sýningunni ftaf Kjarval til að byggja hús inn á Klambratúni, sem á að vera með -flVottasnúrur uppi á þakinu, og það væri ekkert ótrúlegt, þótt það liús yröi tilbúið löngu áður en íbúðar- Sösið sæla frammi á Nesi. Þá yrði aúövitað sjálfsagt að bjóða Kjar- *»sdli að búa í snúrustaurahúsinu, jfengað til hitt verður fullgert. Keflavíkurvegurinn nýi var opn- aður á árinu og skattlagður. Æðri máttarvöld mótmæltu að sjálf- sögðu þeirri peningamúlkt, sem þar með var lögð á Suöurnesja- menn, og jusu úr skálum reiði sinnar yfir vegamálayfirvöld lands ins, en yfirvöldin voru í vatns- þéttum lúxusbílum í öðrum vega- tollsflokki og létu þ*Ö ekkert á sig fá, þótt rigningin væri stór- kostlegri en menn vissu dæmi til fyrr. Enda voru Suðurnesjamenn búnir að brenna málinu út úr hönd unum á sér fáum dögum áður, svo að einu gilti þótt réttlætið væri þeirra megin. Vestur í Ameríku var grafið fram kort, sem átti að sanna að Leifur heppni hefði fundið Ame- ríku á undan Kólumbusi. Þetta þóttu ekki mikil tíðindi hér á landi, þar sem flestir liöfðu heyrt Leifs getið. Hitt hefðu verið miklu meiri fréttir, hefði það sannazt að Kólumbus hefði verið fyrr á ferðinni en Leifur, því að þá hefðu sagnfræðingar vorir þurft að taka til endurskoðunar aliar viðurtekn- ar skoðanir um tímasetningu liðinna atburða. En til þess kom blessunarlega ekki, en um hitt urðu menn auðvitað ekki á eitt sáttir frekar en fyrri daginn, hvort Leifur hefði verið norskur eða islenzkur. Það er eitt af þess um eilífu deilumálum, og það get- ur ekki leystst fyrr en annað livort gerist, að íslendingar hætta að vera íslendingar eða Norðmenn að vera Norðmenn. Utanaðkomandi aðilar hafa sum ir sýnt baksíðunni vissan áhuga. í útvarpsþætti um daglegt mál á síðasta sumri var einu sinni lesið upp úr baksíðunni og tekið undir það, sem þar stóð. Það þótti okkur góður þáttur. En í haust var hins vegar skipt um stjórnanda þessa þáttar og nýi stjórnandinn fór strax að fetta fingur út í eitthváð, sem hafði staðið um feimnismál- in á síðunni. Þá fór okkur að þykja þátturinn miklu síðri en áður. Þjóðviljinn hefur líka einu sinni séð ástæðu til að býsnast yfir ein- hverju, sem á þessari síðu hefur staðið. Ef hann leitar vel, getur hann kannske fundið eitthvað fleira svipað eðlis, jafnvel í þess- um pistli í dag. Ekki er hægt að slá botninn í þessar hugleiðingar svo að ekki sé minnzt á þann meinvald, sem mest hefur ergt okkur baksíðumenn á ár Inu en það er prentvillupúkinn.Sem dæmi um óknytti hans má nefna að eitt sinn var hér lagt út af fyrirsögn sem hafði staðið í einu dagblaðanna og var hún á þessa leið Húsgagnabólstrar gera verkfall. Baksíðan dró af þessu þá ályktun, að fleiri atvinnutæki kynnu að feta í fótspor bólstr anna, t.d. hamrar trésmiða og rit- vélar blaðamanna (þær gera það reyndar oft, helvízkar), en auð- vitað þurfti bölvaður púkinn að eyðileggja þetta allt með því að breyta húsgagnabólstrunum í bólstrara. Sést af þessu hve út smoginn prentvillupúkinn getur verið, er harin lætur sér ekki nægja að breyta réttu í rangt, heldur breytir líka röngu i rétt, og er hið síðara sízt betra. Að endingu er svo rétt að geta þess, að baksíðan hefur borið fram tillögu um það hversu eyða skuli smjörfjallinu mikla, sem er eitt helzta 'vandamál þjóðarinnar þessa mánuði. Tillaga baksíðunnar er áreiðanlega eina raunhæfa tillag- an, sem fram hefur komið til lausnar þess vandamáls, að minnsta kosti langraunhæfasta til- lagan. Hún er á þessa leið: Smjör fjallið verður að éta. 000000000000000000000000-000000000000000000000000 0 a/Mwc^Juivm^ Bundin nýárskvcðja (sem ekki fæst lesin í Ríkisútvarpið). Operuettuþjóðfélagsins orðstír stöðugt vex, enda lætur dvergþjóð smátt sér nægja, Megi árið nítjánhundruð sextíu og sex sérhver maður lesa okkur — og hlæja. Afi gamli, Táningurinn, Imhinn, Kankvís, Lævís, Fávís, clg allir hinir jólasveinarnir. P. S. Djöfuls rímpíp er þetta. Táningurinn. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO 'OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO >00000000000000000000000 0000000000000000000000

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.