Vísir - 04.03.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 04.03.1959, Blaðsíða 6
« VÍSIB | TTSfpil Miðvikudaginn 4. marz 1959 WÍSXR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Vísix kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00, Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. | Félagsprentsmiðian hj. Hvaí er fólkið ai flýja? Hinn sífelldi flótti og flótta- tilraunir fólks frá löndum þeim, sem Rússar og leppar þeirra ráða yfir, hefur vald- ið mörgum fylgismönnum kommúnista í frjálsum iöndum miklum heilabrot- um, og sumir hafa læknast af sjúkdómnum við þá íhugun. Allt sæmilega skynsamt fólk hlýtur að sjá, að eitthvað meira en lítið muni vera at- 1 hugavert við þjóðskipulag og stjórnarháttu, sem menn hætta svo miklu til að kom- ast frá. Enginn gerir það að gamni sínu, að yfirgefa föð- urlapd sitt, heimili, eignir, ættingja og vini, til þess að halda út í óvissuna. Flótta- tilraunin getur misheppnast og gerir það oft. Saga þeirra, sem nást á flóttanum, endar venjulega með skelfilegum hætti — þeir eru annað hvort fluttir í nauðungar- vinnu í námum eða annars konar þrælabúðir. Sumir j eru skotnir strax, og það hlutskipti munu víst flestir flóttamenn austan tjalds kjósa fremur en að vera fluttir heim aftur fangar. En hvað er það sem neyðir fólkið til þess að leggja út í þessa hættu? Hvað rekur það burt frá fósturjörð sinni 141 ókunnra landa? Það er hin andlega kúgun, hið kommúnistiska eignarhald, sem lagt er á sálir manna, hin skilyrðislausa krafa for- ingjanna um að fólkið hugsi, tali og hegði sér í einu og öllu eins og þeir vilja, eða réttara sagt: eins og þeir í Moskvu vilja. Enda þótt fjárhagsleg afkoma manna austan járntjalds sé á engan hátt sambærileg við það sem gerist í lýðfrjálsum löndum, þá er það alls ekki vonin um bættan efnahag, sem fær fólkið til að flýja. Menn þrauka lengi á sinni gömlu þúfu, þótt efnin séu lítil, ef þeir eru nokkurn veginn frjálsir. Ungur iðn- verkamaður frá Austur- Þýzkalandi, sem nýlega komst, ásamt konu sinni, til Vestur-Þýzkalands, • segir á þessa leið: „Við flýðum ekki til þess að bæta aðstöðu okkar fjár- hagslega. Við höfðum auð- vitað heyrt að lífskjörin væru miklu betri í Vestur- Þýzkalandi, en þau hafa skánað svo mikið þarna fyr- ir áustan tjaldið upp á s'ð- kastið, að eg hygg að þeir L séu fáir, sem flýja þaðan aí þeim ástæðum. Eg er raf- virki og hafði sæmileg viku- laun auk nokkurra fríðinda og konan mín vann í sæl- gætisgerð. Nei, við flýðum eingöngu vegna þess, að við þoldum ekki þvinganir flokksins, hið stöðuga eftir- lit, beinar og óbeinar hótan- ir við alla, sem ekki ganga harðstjórninni skilyrðis- laust á vald. Fyrir okkur var aðeins um tvo kosti að velja: Að flýja eða missa vitið.“ Síðan 1949 hafa 2V2 milijón manna flúið frá Austur- Þýzkalandi. Þetta er um það bil Ve íbúanna. Á nálega hverjum degi komast 200— 300, og stundum upp í 1000, yfir landamærin. Upp á síð- kastið hefur flóttinn aukist stórkostlega, vegna orðróms, sem gengur þar eystra um að austur-þýzka stjórnin sé að undirbúa nýjar aðferðir til þess að stöðva flótta- strauminn vestur. Af skiljanlegum ástæðum er auðveldara að flýja frá Austur-Þýzkalandi en öðr-, um leppríkjum Rússa. Kom- ist menn- til Berlinar, eru yfirgnæfandi líkur til að þeir séu sloppnir, en það getur stundum verið erfitt að komast þangað, því að allra leiða inn í borgina er vel gætt. Hið óhamingju- sama fólk, sem býr í öðrum leppríkjum kommúnista, á yfirleitt fáar útgöngudyr, nema einn og einn maður, sem atvikin eru sérstaklega hliðholl. Þegar svo þar við bætist, að lífskjörin í þeim löndum eru víðast hvar miklu verri en í Austur- Þýzkalandi getum vér myndað oss hug milljón- anna sem þrá frelsið, en sjá nú sem stendur enga færa leið- til þess að brjótast undan okinu. En þrátt fyrir það, að öll sund mega heita lokuð, eru hundruð eða þús- undir manna að reyna að komast til hins frjálsa heims á hverjum degi. Flestum mistekst tilraunin, og þá bíður þeirra þrældómur og dauði, eins og áður var sagt; en samt heldur fólkið áfram að reyna að flýja. Væri það ekki tilvalið íhug- unarefni fyrir saklausar ís- lenzkar sálir, sem kommún- istar hafa vélað til fylgis við sig, hvers vegna þetta fólk fyrir austan járntjaldið stofnar sér í svona mikla hættu til þess að komast þaðan burt? Hvað er það að flýja? t : 40. ársþing Þjóðræknisféiagsins haitfið í Winnipeg. Lesfraríéloguiii vesíra liefur i‘ækk> að mn ív« þriðju lilula. Frá fréttaritara Vísis. í VVinnipeg . í dag kl. 10 að morgni var fertuasta Þjóðræknisfélag ís- lendinga í Vesturiieimi sett af forseta þess, dr. Rieliard Beck, próf. við University of Nortli Dakota í Bandarikjunum. Fyrst var sunginn sálmurinn, nr. 53 í sálmabókinni, „Hjart- kæri Jesú, af hjarta ég þrái“ eft- ir Valdimar Briem. Þá flutti dr. Valdimar J. Eylands bæn, en á eftir var sunginn no. 670 „Trúðu frjáls á Guð hins góða“, eftir eftir Matt. Jochumsson. Þá flutti forsetinn skýrslu sína af mikl- um skörungsskap og málsnilld. Skýi-ði hann frá stofnun Þjóð- ræknisfélagsins, hverjir hefðu verið stofnendur þess, og skrif- arar fyrr á árum og ýmsum öðr- um sem lengst og bezt voru riðn ir við stjórnartaumana og bar- ist heitast fyrlr þjóðræknisstarf- seminni og heillyndri samvinnu milli austur- og vestur-lslend- inga. Hann fór nokkrum velvöld um orðum um starfsemi og þroskun félagsins fram á við, hvernig því með ári hverju óx fiskur um hrygg samfara þvi sem það beitti sér fyrir, viðhaldi íslenzkra erfða, fi'æðslu og út- breiðslumálum víðsvegar um byggðir Islendinga í Kanada og sunnan línunnar, sem og ýmsum öðrum mikilsvarðandi íslenzkum heimildum til eflingar og sam- tengingar þjóðarbrotinu vestan hafs. Að margar íslenzkar deild- ir og lestraríélög voru um skeið sem næst í hverju byggðarlagi Islendinga. Um nokkur ár voru , kringum þrjátíu lestrarfélög starfandi, en sem á síðari árum hefur fækkað allt að því um tvo þriðju. Staifssviðið var stórt og erfitt að sækja alla heim.til þess að kveða dug og dáð í deildirnai', sem þurftu stuðnings við og hvatningar, sem og ýmiskonar leiðbeiningar til þess að gera betur en að halda í horfinu. Það var lika undravert hvað vel þeim sóttist um margra ára skeið, og þótt mikið sé farið að halla und an fæti er enn barist hinni góðu baráttu til eflingar íslenzkri tungu, og í skýrslum frá ýmsum deildum má sjá að víða hefur is- lenzku nám barna borið allgóðan árangur- á síðast liðnu ári og ýmsir hafa tekið að sér að kenna ungmennum íslenzku í heima- húsum í vetur og heíur það einn ig borið furðu góðan árangur. Próf. Haraldur Bessason hafði um seytján nemendur í auka- kennzlu heima hjá sér og frú Hólmfríður Daníelsson hafði einnig nokkra, er því hér um að ræða meiri þátttöku í ís’enzku- námi en verið hefur um mörg undangengin ár. Lítið ber á því að íslenzkir kommúnistar vilji komast austur fyrir járntjald til langdvalar. Og sagt er að sumum þeirra hafi ekki þótt allt þar eins gott og girni- legt þegar þeir sáu það með eigin augum. En*þeir halda þó áfram áróðri sínum fyr- ir Rússa. Hvaða launum er þeim heitið fyrir að svíkja þjóð sína og fósturjörð? | Margir fulltrúar ýmisra deilda i voru ekki komnir á þingið þeg- ar það var sett, en þó var von á mörgum fleirum í dag. | Það voru um sjötíu manns við þingsetninguna, og er það góð þátttaka í byrjun þings, því vana I lega streymir fólkið á þingið síðari tvo dagana. Einnig til þess að geta verið á samkomunum, sem haldnar eru að kvöldinu þessa þrjá daga, sem þingið stendur yfir. | I kvöld fer fram miðsvetrar- mót þjóðræknisdeildarinnar ,,Frón“ i Winnipeg. Fer þar fram einsöngur, tvisöngur, pi- anóleikur Snjólaug Sigurðsson, upplestur, kveðjur og ræða, sem hinn ungi prestur, sem nýkom- inn er frá Islandi flytur, séra Jón Bjarman. Heimir Thorgrímsson, sonur séra Adams Thorgríms- sonar er forseti „Fróns“, því hinn vinsæli forseti „Fróns“ um nokkurra ára skeið Jón Jónsson, varð bráðkvaddur fyrir nokkr- um vikum síðan og var hans mikið saknað, þvi hann var svo ósérhlífinn, duglegur og einlæg- ur Islands vinur. Annað kvöld (þriðjudag) held- ur Icelandic Canadian Club sina samkomu og fer hún fram á ensku, þar verður einnig ýmis konar söngur til skemmtunar og fíólin. En aðalræðumaðurinn á þeirri samkomu verður Guð- mundur Grimsson dómari. Þriðja kvöldið (miðvikudag) verður lokasamkoma Þjóðrækn- isfélagsins. Verður skemmt þar með söng, pianóleik upplestri o. fl. En aðalræðumaðurinn það kvöld verður Valdimar Björns- son, fjármálaráðh. Minnesota- ríkis í Bandaríkjunum. Davíð B.jörnsson. Verzlunarmenn á Akur- eyri opna skriistofu. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Verzlunarmannafélagið á Akureyri mun á næstunni opna skrifstofu í húsnæði sínu við Gránufélagsgötu. Á skrifstofunni er ætlað að þar liggi frammi allar upplýs- ingar sem félaginu berast, bæði að heiman og erlendis frá. Þar á meðal eru launasamn- ingar, reglugerðir um verclag, verzlunarsamningar milli ríkja, svo og ýmsar tilkynning- ar, sem þvi kunna að berast frá Verzlunarráði íslands. Félagið hefir ákveðið að hafa sem nánast samband við með- limi sína meðal annars með því að senda út. dreifibréf um málefni sem snerta verzlun og hagsmunamál verzlunamianna Núverandi stjórn Verzlun- armannafél. Akureyrar skipa eftirtaldir menn: Tómas Stein- grímsson stórkaupm., Gunnar H. Kristjánsson kaupm., Helgi Pálsson bæjarfulltrúi, Ólafur Benediktsson framkvstj, og Jón E. Sigurðsson v.erksmiðju- eigandi. Keltnesk áhrif. I merku riti, „Myths and Leg- ends of the Celtic Race“, eftir T. W. Rolleston, en rit þetta konx út í átta útgáfum á árunum 1911 —1929, og síðan a. m. k. tvívegis í endurskoðaðri útgáfu, er því haldið fram í formála, að menu hafi almennt ekki gert sér nema óljósa grein fyrir skaþandi áhrif um keltneska kynþáttarins I sögu, bókmenntum og listum þjóðanna, sem byggja Bretlands- eyjar, notkun orðsins ,,engil-sax- neskur" hafi villt mönnum sýn, réttara væri „engil-keltneskur“, ekki aðeins um þjóðirnar, sera byggja Bretlandseyjar heldur og meginstofninn í Norður-Ame- ríku. Rúm leyfir eigi að rekja þetta hér, en þegar mér fyrir skömmu barst þessi stórfróðlega bók í hendur að gjöf frá írskura vini, minntist ég þess við lestur hennar, sem ég haíði lesið fyrir fjölda mörgum árum í hinir á- gæta riti Jóns Aðils prófessors, „íslenzkt þjóðerni", og fór að. glugga í það á ný, og finnst ekki úr vegi, að nota þetta tilefni tit að minna á eftirfarandi úr þess- ari ágætu bók, sem allt of fáir nú hafa kynni af: Víkingaferðii'. „Þeir (þ. e. Norðmenn) herj- uðu aðallega vestur á bóginn, í , vesturveg eða vesturvíking, sera kallað var, Það var lika eðlilegt | að þeir leituðu helzt i þá átt. Frá vesturströnd Noregs, Hörðalandi t. d„ var ekki nema tveggja daga haf vestur til Hjaltlands. Þaðart 1 sér í skíru veðri hylla undir. j Orkneyjar, og frá Orkneyjiun er aðeins kippkorn til Suðureyja- Á þeirri leið gátu þeir haft lar.d- sýn af vesturströnd Skotlands, og þegar sunnar dró lá austur- strönd Irlands og Bretlands eða , Walés opin fyrir þeim. Þessi leið lá fyrir þeim eins og rakið spor. ( Uin allar þessar slóðir hyg'gði sái þjóðflokkur, sem kallaður er, Keltar.“ Bygg'ing' fslands og' Vesturlönd. Jón Aðils rekur ítarlega í ritf sínu hve „Islands byggð er ínjög við Vesturlönd riðin,“ og segií svo: „Þegar þetta er dregið sans- an þá kemur það upp úr dúrn- um, að fimm þing á landinu eru mestmegnis numin vestan ura haf, og í flestum hinum þingur.- um má finna nokkra vestan að. Það eru því varla neinar öígar, þótt sagt sé að fullur helraingur íslands byggðar sé kominn tií landsins vestan um liaf“" (auð- kennt af höf). Nokkrir voru ai- keltneskir að kyni, aðrir af blönduðu kyni. Ræðir höf. og it- arlega, að þegar landnámsmenr,- irnir fluttu hingað tóku þeir ekki aðeins með sér fjölskyldtir sínar, írændur og fylgisveina, heldur einnig skuldalið allt o.' þjónustufólk, sumt frjálst og vistráðið, sumt ófrjálst — ma i — annað hvort hernumið eð\ keypt. ,,í fornritum vorum er oft getið um man, bæði þræla og ambáttir, og um margt af þvi er tekið fram, að það hafi verið af írsku kyni .... Nú mega meni ekki ætla, að þetta man hafi allt verið þýborið, eða yfir höfúð a£ auðvirðilegum uppruna. Það vrr oft af göfugum ættum — jafn- vel jarl — eða konungborið" — og nefnir þessa mörg dæmi. Blönduð keltnesku blóði. „Það er lítt hugsanlegt annað en að þjóðin hljóti að vera tals- vert blönduð keltnesku blóði, r t geta menn varla hjá þvi komi::t að veita því eftirtekt, ef þeir lesa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.